Börn og menning - 2019, Qupperneq 8

Börn og menning - 2019, Qupperneq 8
Börn og menning8 sögu, en víst er að þau voru mikil og sterk, sérstaklega meðan áhrifa gætti ekki frá sjónvarpi. Í dönsku blöð- unum var mikið um jólastemningu og huggulegheit, bæði í máli og myndum. Ég man sjálf eftir örkum sem fylgdu blöðunum þar sem hægt var að klippa út og líma jólanissa og jólapoka til að hengja á tréð og blöðin voru full af uppskriftum og myndefni sem sýndu okkur hvernig jólin ættu nú eiginlega að vera; hlýleg framar öllu öðru. Myndstíllinn í dönsku blöðunum breyttist auðvitað í takt við tímann, einfölduð form og heilir flet- ir í sterkum litum urðu áberandi um miðja öldina, en hið hefðbundna var samt aldrei langt undan þegar jólin nálguðust. Margar íslenskar konur gerðu handavinnu eftir fyrirmyndum úr dönsku blöðunum, ekki síst fyrir jólin. Prýdd heimilin fengu á sig blæ sem uppvaxandi kynslóðum þótti heyra jólahátíðinni til. Þótt varla sitji margir við að sauma jóladúka, klukkustrengi, „löbera“ eða „mellemlægsservietter“ nú til dags, kalla krosssaum- aðir smánissar og jólabjöllur fram notalega nostalgíu hjá þeim sem handleika slíkar gersemar. Jólin á bók Myndlýstar íslenskar barnabækur urðu að sjálfsögðu al- gengari eftir því sem tímar liðu og prentun fleygði fram og nýjar bækur sem snertu jólin og jólahaldið komu fram á sjónarsviðið. Samt eru jólin ekki eins algengt þema í íslenskum barnabókum og maður gæti ímyndað sér, þegar sjálf bókaútgáfan og bókakaup til gjafa eru svo nátengd jólahátíðinni. Stór hluti þeirra bóka sem hafa komið út og heita jóla-eitthvað eru þýddar og með erlendu myndefni, fljúgandi hreindýrum spenntum fyrir sleða jólasveins o.s.frv. Staðalmyndirnar skjóta líka upp kollinum í sumum bókum upprunnum hérlendis í litabókalegu myndefni. Sem betur fer hafa nokkrar jóla- perlur verið þýddar, en í þann sarp má sífellt bæta. Nóg er til af fallegu erlendu myndefni sem börnin okkar eiga skilið að fá að kynnast. Nokkrar myndskreyttar jólabækur eftir íslenska rit- og myndhöfunda eigum við nú samt og ég nefni nokkrar þeirra hér. Sigrún Eldjárn hefur auðvitað látið Kugg halda jólin, en hann er alltaf fyrst og fremst Kuggur með sínu fylgdarliði og sínum orðaleikjum og kímni. Brian Pilkington hefur líklega oftast myndgert jólasveinana og hann leyfir þeim að vera íslenskum hvað klæðaburð varðar. Þeir minna því á karlana sem Stór hluti þeirra bóka sem hafa komið út og heita jóla-eitthvað eru þýddar og með erlendu myndefni, fljúgandi hreindýrum spenntum fyrir sleða jólasveins og svo framvegis. Jólaleg handavinna að dönskum sið.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.