Börn og menning - 2019, Qupperneq 9
9Mynd jólanna
Jóhannes og Tryggvi sköpuðu, þótt teiknistíllinn sé
vissulega allt annar. Grýla og jólasveinarnir utan á bók-
inni Þrettán dagar til jóla eru eins og grótesk samlíking
við Mjallhvíti og dvergana sjö! Jólin okkar er bók sem
inniheldur hina klassísku texta Jóhannesar úr Kötlum
ásamt fróðleiksmolum fyrir nútímabörn og þar breiða
jólasveinarnir úr sér heldur glaðbeittir og í velþekktum
„briönskum“ stíl. Myndir Brians í Englajólum Guð-
rúnar Helgadóttur sýna að hann á sér fleiri hliðar en
húmorinn. Í myndum við indælt jólaævintýri Gerðar
Kristnýjar, Jóladýrunum, velur hann þó að nota yfir-
drifna lýsingu til að móta andlit persónanna, sem að
mínum dómi gerir að þær eru ekki fyllilega í stíl við hlý-
lega frásögnina. Anna Cynthia Leplar gerði lágstemmdar
og næmar myndir við texta Steinunnar Jóhannesdóttur
í bókina Jólin hans Hallgríms. Vel útfærð litapalettan
gefur fallega tilfinningu um löngu liðinn tíma. Mynd-
ir hennar í bókinni Fyrstu jólin (texti Georgie Adams)
eru aftur á móti léttar og bjartar, ljúfar en lausar við
alla væmni. Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergs-
son, myndlýst af Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur, vinnur
með þjóðsagnaarfinn á skemmtilegan og skapandi hátt
og myndirnar eiga þar stóran hlut að máli. Þessi bók er
óvenjuleg að því leyti að hún inniheldur mikinn texta
og innihaldsríkan, en er samt myndskreytt, þótt mynd-
irnar hefðu að ósekju mátt taka sér meira rými. Ég held
í þá von að við munum brátt sjá fleiri bækur fyrir eldri
börn sem flétta saman texta og myndir. Nútímabörn
eru vel myndlæs og þurfa bitastætt fóður á myndsviðinu
þótt þau geti skilið og lesið flóknari og lengri texta en
hefðbundnar myndabækur bjóða upp á.
En hvar eru bækurnar um jól íslenskra barna í dag?
konunum til Sjöstjörnunnar og áfram út um allan þennan óendanlega
stjörnugeim. Englarnir sem sungu fyrir Jesúbarnið. Hann gat gleymt
sér við að skoða himininn en hann varð að drífa sig í fjósið. Jón var
búinn moka skítnum í hauginn og hefta lappirnar á kúnum. Gamla
konan settist á mjaltakollinn og strauk Huppu létt á lendina áður en
hún greip um spenana.
Hallgrímur var svangur og naut þess að heyra fyrstu bununa falla á
botninn í skjólunni. Bráðum fengi hann að bragða volgan sopann.
Ævintýrið um Augastein 16.9.2003 16:05 Page 58
Jólin hans Hallgríms, mynd eftir
Önnu Cynthiu Leplar.
Ævintýrið um Augastein, mynd eftir
Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur.