Börn og menning - 2019, Blaðsíða 24

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 24
Börn og menning24 og rúmi. Sagan gerist öll á einu sumri í Breiðholtinu, allt frá því að hin hefðbundna sumargjöf, ilmandi nýr brennibolti, er tekin upp á sumardaginn fyrsta og þar til boltinn er orðinn linur og úr sér genginn í sumarlok. En þá er líka allt breytt. Ekkert venjulegt sumar Sumarið sem um ræðir er ekkert venjulegt sumar. Það er ekki nóg með Halli flytji nýr í hverfið og komi inn sem sterkur liðsmaður í götuboltaliðið. Nei, sumarið er sjálft örlagasumarið 1980; sumarið sem Birkiselskrakk- arnir stofna Fótboltaliðið Maríó, sumarið sem Gerða uppgötvar að væntingarnar sem gerðar eru til krakk- anna eru gjörólíkar eftir kynjum, sumarið sem Vigdís Finnbogadóttir er kosin forseti Íslands. Þótt sumarið 1980 virðist kannski ekki svo órafjarri er veröld Gerðu og vina hennar gjörólík þeirri sem vænt- anlegir lesendur bókarinnar, nútíma unglingar, lifa og hrærast í. Farsímar og internet eru fjarlæg fantasía, það er ekkert sjónvarp á fimmtudögum, algjört sjónvarps- leysi í júlí, Gerða les áfjáð um Nancy og laumast stund- um í Sannar sögur frá stóru systur sinni. Í símaskránni, sem enn er hnausþykkur doðrantur á símabekk, eru eig- inmenn skráðir fyrir símanúmerum heimilanna. Það er vandasamt verk að skrifa sögu inn í annan tíma. Höfundur þarf að miðla nægilega miklum upp- lýsingum til að lesandi lifi sig inn í þennan sama sögu- tíma og söguheim, án þess að finnast hann stöðugt mat- aður á upplýsingum. Brynhildi ferst það að langmestu leyti afskaplega vel úr hendi. Hún dregur upp mjög skýra mynd af sögusviðinu, Breiðholti í mótun með öllu tilheyrandi: tómum húsum með framkvæmdakexi og verkfærum á glámbekk, rígnum við Fellin, auðum móum og svaðilförum yfir Breiðholtsbrautina. Tíðar- andanum miðlar hún sömuleiðis á hátt sem kveikir hlýja nostalgíu í brjóstum þeirra sem muna. Sjoppu- dömurnar keðjureykja yfir földum eintökum af Sam- úel, móðir Gerðu fær að gjöf brúnt leirfat sem eins og smellpassar undir heitu brauðréttina og söguhetjur eru spurðar hvort þær ætli að kaupa glerið þegar þær gera sér glaðan dag með lítilli kók í gleri og lakkrísröri með. Það er erfitt fyrir lesanda sem enn man lakkrísrörin og sjoppumenninguna að áætla hvort nútíma unglingar finni tengifleti við þá hlýju (og eilítið röku, svona eins og pylsugufa sem stígur upp úr potti) minningu. Tímatengdar fótboltavísanir eru eilítið tormeltari og krefjast meiri skýringa. Maríó Kempes, sem hið ný- stofnaða fótboltafélag þeirra Breiðhyltinga heitir eftir, er enda tæplega ofarlega í hugum lesenda í dag, þótt fótboltasinnaðir séu. Samtímaverk um liðna tíð Fótboltinn er í aðalhlutverki í Ungfrú fótbolta, en jafn- réttisbaráttan spilar sömuleiðis lykilstöðu. Það sem skiptir söguna máli, og Brynhildur kemur afspyrnuvel til skila og af miklu næmi, er innra ferðalag söguhetj- unnar Gerðu þetta afdrifaríka sumar. Sumarið 1980 er sumarið sem stelpurnar standa andspænis því óréttlæti að boðið sé upp á fótboltaæfingar fyrir drengjaflokka en ekki stúlknaflokka. Drengirnir, sem þær spila með götubolta daglega og oft á dag, fá skipulagðar æfingar með þjálfurum en stelpunum hlotnast ekki sami heið- ur. Þegar þær gera tilraun til að mæta á æfingu hjá Hún dregur upp mjög skýra mynd af sögusviðinu, Breiðholti í mótun með öllu tilheyrandi: tómum húsum með framkvæmdakexi og verkfærum á glámbekk, rígn- um við Fellin, auðum móum og svaðilförum yfir Breiðholtsbrautina.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.