Börn og menning - 2019, Qupperneq 29

Börn og menning - 2019, Qupperneq 29
29Verk sem lifir sagt að hann sé einfeldningslegur. Margréti tekst vel upp að segja sögu Kjarvals með skýrum hætti í vel læsi- legum texta sem ætti að henta bæði þeim yngri og þeim eldri. Auk meginmáls eru í hverjum kafla myndatextar og/eða rammatextar þar sem fjallað er um einstök verk, atvik úr ævi Jóhannesar eða fólk sem honum tengist. Myndirnar eru sjaldnast endurtekning á því sem segir í meginmálinu heldur bæta þær við kaflana og bregða nýju ljósi á viðfangsefnið. Hér má sem dæmi nefna kaflann „Engilbörnin“. Þá er Jóhannes 24 ára gamall og myndskreytir barnabókina Engilbörnin (1910) eftir Sigurbjörn Sveinsson. Hann tekur líka upp nafnið Kjarval, starfar sem sjómaður og er félagi í Ungmennafélagi Reykjavíkur. Megintexti kaflans er á hægri síðu, myndir á vinstri síðu. Þar má sjá tvær teikningar úr Engilbörnunum, ljósmynd af fimleikasýningu á íþróttamóti ungmennafélaganna í Reykjavík árið 1911 og loks skipið Kútter Bergþóru sem Jóhannes var sjómaður á. Þá er á opnunni dæmi um undirskrift Kjarvals og ljósmynd af listamanninum unga. Í bókinni er fjöldi mynda af þekktustu málverkum Kjarvals en einnig af minna þekktum verkum auk þess sem við fáum að sjá skissur og annað krot sem varð- veist hefur og sýnir okkur hvernig málarinn æfði sig og undirbjó verk sín. Þannig leggja stór verk á borð við Álfkonur við Vífilsfell undir sig heila opnu og njóta sín þar vel en önnur verk, eins og tvær sjálfsmyndir Kjar- vals frá um 1920, prýða eina blaðsíðu ásamt sýnishorn- um af því hvernig Kjarval merkti verk sín. Stundum má sjá ljósmyndir af fyrirmyndum málarans. Þetta á til að mynda við um Landsbankamyndir Jóhannesar en á fallegri opnu gefur að líta eina veggmyndina og svo ljósmyndir, sem veittu Kjarval innblástur, og hans eigin teikningar. Stássbók með stíl Kjarval er í frekar stóru stóri broti, kápan þykk og myndarleg og pappírinn vandaður. Kápa og hönnun bókarinnar er í höndum grafíska hönnuðarins Al- exöndru Buhl, eins besta kápuhönnuðar landsins og bætir hún sannarlega stórri fjöður í hattinn með þessari bók. Bókinni er gott að fletta, hún fer vel á borði og er sannkölluð stássbók (e. coffee table book). Það er efa- 18 Þetta er fyrsta ljósmyndin sem til er af Jóhannesi en hann litaði hana sjálfur. Hann er sennilega fimmtán ára og bjó enn í Geitavík. Þessa mynd af hryssunni Illu-Rauðku með folaldi teiknaði Jóhannes í Geitavík. Hún er ein af elstu myndunum sem hafa varðveist eftir hann. Í sjávarbyggðum um land allt voru stund- aðar fiskveiðar. Þessar konur unnu við saltfiskverkun á Seyðisfirði árið 1893, þegar Jóhannes var átta ára. Þegar Jóhannes var lítill bjuggu flestir í sveitum og börn tóku þátt í að hugsa um skepnur og vinna ýmis störf. 44 Jóhannes lék sér mikið með nöfn. Kannski fannst honum hann geta breytt því hver hann var með því að breyta nafninu sínu. Þegar hann merkti myndirnar sínar gat merkingin verið alla vega; Kjarval, Jóh. Kjarval, Jóhannes Sveinsson, Jóhannes Sv. Kjarval eða Giovanni Efrey eða Effrei og jafnvel nafnið Albjartur Siklingsbur, sem var konungssonur í ævintýrum og sögum. Stundum setti hann líka bara stafina sína sem hann raðaði upp með myndrænum hætti, næstum eins og skjaldarmerki. Þegar listamenn gera mynd af sjálfum sér kallast það sjálfs- mynd. Hér eru tvær slíkar sem Jóhannes gerði um 1920. Bókin spannar megnið af tuttugustu öldinni. Í bókinni má sjá sjálfsmyndir Kjarvals og sýnishorn af því hvernig hann merkti verk sín.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.