Börn og menning - 2019, Síða 7

Börn og menning - 2019, Síða 7
7Mynd jólanna Samruni íslensku jólasveinanna við danska búálfa og loks hinn glaðbeitta Sánkti Kláus er gott dæmi um menningarlega umbreytingu. Hin rammheiðnu, ís- lensku hálftröll sem börnin óttuðust áður fyrr eru nú orðin góðir en hálfálappalegir karlar sem gefa börnum gjafir. Ennþá er dálítill vandræðagangur í sambandi við búning þeirra, stundum eru þeir klæddir vaðmáli og gæruskinnum, jafnvel lopapeysum, stundum eru þeir rauðklæddir. Skotthúfan er á sínum stað, enda tengir hún gamla Ísland, nissana og hinn ameríska jólasvein, heilagan Kláus, sem búinn var að missa biskupsmítr- ið áður en hann kom hingað. Ýmist er talað um jóla- sveininn eða jólasveinana, fjöldinn kemur sér þó vel þegar gefið er í skóinn. Þetta með að troðast niður um strompinn er ansi erfitt að yfirfæra, enda eru skorsteinar ekki á hverju strái hér á landi. En einhvern veginn er þessu nú samt böðlað saman í meira eða minna trú- verðugt samhengi – því trúa skulu krakkarnir, hvað sem tautar og raular! Og hugur okkar getur á undraverðan hátt rúmað bæði myndirnar hans Tryggva af körlunum ólaglegu og hrekkjóttu og ímynd hins góðlega, ístru- mikla, rauðklædda jólasveins sem flaug hingað yfir haf- ið – eftir að hafa sjálfur breyst úr virðulegum biskupi í kóksölumann ... Dansk julestemning Það er sjálfsagt ósköp eðlilegt að við notum oft orðið jólastemning, sem er auðvitað dönskusletta. Hið nána og friðsæla andrúmsloft sem við tengjum við hin fullkomnu jól átti sér einmitt ótal birtingarmyndir í dönsku blöðunum, traustum tengilið fjölmargra ís- lenskra heimila við Danmörku og danska menningu um áratuga skeið. Ég veit ekki hvort þessum áhrifum hafa enn verið gerð nægileg skil í íslenskri menningar- Hið nána og friðsæla andrúmsloft sem við tengjum við hin fullkomnu jól átti sér einmitt ótal birtingarmyndir í dönsku blöðunum, traustum tengilið fjölmargra íslenskra heimila við Danmörku og danska menningu um áratuga skeið.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.