Börn og menning - 2019, Síða 16

Börn og menning - 2019, Síða 16
Börn og menning16 um, upphaflega evrópskum allt frá því fyrir aldamótin 1900 og hefur það eflaust haft mildandi áhrif á ímynd þeirra. En þegar kom fram á tuttugustu öld voru áhrifin meiri frá hinum rauðklædda ameríska jólasveini, Santa Claus, sem verslunarfólk tók í þjónustu sína til að örva sölu hjá sér fyrir jólin. Santa Claus á uppruna sinn í hugmyndum um heilagan Nikulás sem var dýrlingur barna og sjómanna í kaþólskum sið og var dýrkaður víða um Evrópu, meðal annars á Íslandi. Hollendingar sem voru miklir sjófarendur tóku hann upp á arma sína en eftir að kaþólskan vék fyrir mótmælendatrú og ekki mátti lengur tilbiðja dýrlinga kölluðu þeir hann Sinterklaas og tóku að gefa gjafir á degi hans 6. desem- ber. Sá siður barst með Hollendingum til Ameríku á átjándu öld. Nafn hans breyttist þar í Santa Claus og þegar tímar liðu var farið að gefa gjafir á jóladag í stað 6. desember. Þannig breyttist hann smám saman í jóla- svein (Barnanna hátíð blíð 1993:117–118). Ríkisútvarpið tók til starfa árið 1930 og strax árið eft- ir kom jólasveinn fram í skemmtidagskrá fyrir börnin um jólin. Oftast var það einhver leikari sem tók hlut- verkið að sér og kom fram í nafni einhvers nafngreinds sveinka. Um þetta segir Árni Björnsson: Þessi jólasveinn var hinsvegar hvorki hrekkjóttur né ógnvekjandi heldur einfaldur og góðhjartaður fjalla- búi sem undraðist borgarlífið og tæknina. Hann gerði að gamni sínu við börnin, sagði frá og söng um ævi sína og bræðra sinna eða rakti grátbrosleg ævintýri sín á leið til byggða. Hann var í gervi hins alþjóðlega jólakarls og gaf börnunum að skilnaði ávexti og annað góðgæti (Árni Björnsson 1993:352). Hugsanlega var Jólasveina- kvæði Jóhannesar úr Kötlum eins konar andsvar við þeirri þróun sem ímynd jólasveins- ins var að taka á sig á þriðja áratugnum. En víst má telja að það hafi fest hina þrettán jóla- sveina í sessi þótt áhrif Santa Claus hafi líka haft áhrif á þá og því meir sem leið á tuttug- ustu öldina. Áhrif Santa Claus á íslensku jólasveinana koma fram á ýmsan hátt. Í stað þess að vera hrekkjóttir þjófar urðu þeir gjafmildir klaufabárðar og hálf hlægi- legir. Við tölum stundum um að einhver sé „óttalegur jólasveinn“ ef okkur finnst viðkomandi kjánalegur. Út- lit jólasveinanna mildaðist líka og tók í æ ríkara mæli mið af Santa Claus. Þeir voru nú ekki lengur stórkarla- legir og luralegir heldur meira eins og góðlegir gamlir menn með hvítt skegg. Sú mynd á uppruna sinn í myndum teiknarans Thomasar Nast sem birti sínar fyrstu jólasveinamyndir árið 1863 og hélt áfram að þróa þær fram yfir 1880. Thomas var þýskur innflytjandi í Bandaríkjunum og í myndum hans er jólasveinninn kominn með rauða húfu, rauða kápu og svart belti um sig miðjan. Hug- myndin um jólasveininn sem treður sér með gjafir nið- ur um reykháfinn, flýgur í hreindýravagni eða sleða yfir borgir og sveitir og býr á Norðurpólnum er líka ættuð frá Nast. Coca Cola jólasveinninn sækir fyrirmynd sína til mynda hans (Barnanna hátíð blíð 1993:118). Það gera íslensku jólasveinarnir líka. Þeir skiptu út gamla bændaklæðnaðinum, prjónafötum í sauðalitunum og sauðskinnsskóm, en klæddu sig í rauð föt og stígvél. Þannig troða þeir upp á jólaskemmtunum fyrir börn, í skólum, fyrirtækjum, fjölmiðlum og á heimilum. Þeir eru samt enn þrettán og heita sömu nöfnum og áður en það er misjafnt hversu margir koma fram hverju sinni. „Gefðu mér gott í skóinn“ Gjafmildi nútímajólasveinanna íslensku kemur helst fram í því sem þeir gefa börnunum í skóinn. Sá sið- ur barst hingað til lands um og upp úr miðri síðustu öld. Sumir settu skóinn út í glugga strax fyrsta desember og það kom fyrir að gjafirnar væru í stærra lagi sem olli sársauka- fullum samanburði meðal barna. Með sameiginlegu átaki uppalenda, Þjóðminjasafnsins og með hjálp Ríkisútvarpsins upp úr 1970 náðist smám saman samkomulag um að miða við komu fyrsta íslenska Hugsanlega var Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum eins konar andsvar við þeirri þróun sem ímynd jólasveinsins var að taka á sig á þriðja áratugnum.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.