Börn og menning - 2019, Blaðsíða 22

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 22
Börn og menning22 leitt ekki eina heild þar sem einn stafur er í fyrirrúmi á annarri síðunni og svo sá næsti á hinni. Fjóla sjálf er á hverri einustu mynd, dregin í kunnug- legum stíl Bergrúnar Írisar, þar sem strax má sjá með því að líta á augu Fjólu hvernig henni líður hverju sinni. Litli bróðir, sem Fjóla vill alls ekki hafa með sér, leynist einnig á hverri síðu og er það skemmtilegur leikur að dunda sér við að finna hann. Bókin er einnig yfirfull af skemmtilegum smáatriðum sem byrja á sama staf og er í sviðsljósinu hverju sinni. Þannig má til að mynda sjá ánamaðk, álft, á, álf, ástarbréf, áttavita, árabát og ás á einni síðunni og hauskúpu, hörpu, hákarl, hring, hana, hafmeyju, herðatré, háhyrning, handjárn, hamar og hamborgara á annarri. Þessar myndir kæta og bæta bókina og gefa lesendum fleiri tækifæri til að æfa sig í stöfunum. Myndirnar eru því ekki aðeins í samræmi við texta bókarinnar heldur bæta við hana, gefa henni meiri vídd og möguleika en ella. Gagn og gaman Það er vissulega leikur að læra með stafrófskveri Æv- ars Þórs og Bergrúnar Írisar og margt hefur breyst frá því Lijted Stafrofs KVER kom út, börn rýndu í gotneskt letur og þuldu viðstöðulaust samhengislausar orðarun- ur á borð við „ein – bein – mein – sein – gein – hein“. Í dag er meira lagt upp úr sögum og samhengi og flestir kannast við örsögur á borð við Sísí sem sá sól og Ásu sem átti ás og eru þær vissulega gagnlegar til síns brúks en óneitanlega stendur Stórhættulega stafrófið þeim mun framar hvað varðar sagnagerð og myndskreytingar. Bókin er, fyrir hið fyrsta, stórskemmtileg og þannig má hafa af henni mikið gaman en gagnið er líka óumdeilt. Börn, sem eru að læra stafina, geta auðveldlega leitað þá uppi í læsilegum textanum og „lesið“ í myndirnar. Þau sem eru lengra komin í lestri geta spreytt sig sjálf á text- anum. Fullorðna fólkið getur svo vissulega líka tekið þátt í lestrarævintýrinu. Myndir Bergrúnar Írisar kæta og bæta bókina. Höfundur er íslenskufræðingur

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.