Börn og menning - 2019, Blaðsíða 3

Börn og menning - 2019, Blaðsíða 3
Allt hefur sinn sjarma þótt stundum sé erfitt að finna sjarmann við grámyglulegan hversdagsleikann í nóvem- ber. Það þarf samt ekki alltaf mikið til að gleðja, runni sem neitar að fella laufin þrátt fyrir stanslausar árásir haustvindanna eða kertaljós á dimmu kvöldi getur yljað vetrarþreyttasta fólki um kaldar hjartarætur. Fram undan er aðventan og jólin, árstími sem mörg- um finnst hafa hvað mestan sjarma. Ljósið í svartasta skammdeginu. Burtséð frá því hvort fólk fagnar jólun- um af trúarlegum ástæðum eða einhverjum öðrum eiga vonandi flestir góðar minningar sem tengjast þeim. Eplalykt, smákökubakstur, skreytingar af öllu tagi og biðin langa eftir kvöldinu sem allur undirbúningur- inn miðaðist við. Minningarnar tengjast líka oft bók- um enda hið árlega jólabókaflóð í hugum margra ekki síður tilhlökkunarefni en jólahátíðin sjálf. Vangaveltur um hvað leynist spennandi í flóðöldunni, hvaða bækur væri gaman að fá í jólagjöf og ekki síður hvaða bækur væri gaman að gefa. Sælla er jú að gefa en þiggja. Bóka- tíðindi Félags íslenskra bókaútgefenda skipa líka stóran sess í jólaundirbúningi margra þar sem farið er vand- lega yfir hvað er á boðstólum. Börnin mín fóru til að mynda í gegnum tíðindin ár eftir ár, merktu við hvaða bækur heilluðu mest og skrifuðu samviskusamlega á jólagjafalistann, ömmum, öfum og foreldrum til mik- illar ánægju. Aðventan getur verið mótsagnakenndur tími. Allir ætla að „njóta en ekki þjóta“ en eru samt alltaf að þjóta á alls konar viðburði til að njóta, móðir og másandi. Fara út að borða með vinnu- félögum og vinahópum, fara á tónleika, baka piparkökur í leikskólanum og horfa á helgileik hjá grunnskóla- börnunum. Svo þarf líka að taka próf, kaupa gjafir og jólatré, skreyta, pakka inn, passa að enginn fari í jólaköttinn og að jólasveinninn gleymi ekki að setja glaðning í lítinn skó, þrettán sinn- um, og ... og ... og. Eru samt ekki örugglega allir að njóta? Í hausttölublaði Barna og menningar beinist kastljós- ið einmitt að blessuðum jólunum. Ragnheiður Gests- dóttir bregður upp mynd af jólunum og fer yfir hvernig myndskreytingar sem tengjast þeim hafa þróast í áranna rás. Salka Guðmundsdóttir fræðir okkur um jólalegar leikhúshefðir á Íslandi og Englandi og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir segir okkur frá jólasveinum fyrr og nú. Að vanda er fjallað um bækur af ýmsu tagi og við fáum fréttir af öflugu starfi Íslandsdeildar IBBY-samtakanna. Að baki hverju jólabókaflóði liggur gríðarleg vinna og fyrir alla þá vinnu er ég þakklát. Þakklát þeim sem skrifa, myndskreyta, ritstýra, prófarkalesa, brjóta um, prenta, keyra út og selja allar þessar bækur. Handtökin eru óteljandi og vinnustundirnar líka. Fátt toppar það að skríða undir sæng á jólanótt með bókina sem var efst á óskalistanum og hugsa hlýtt til þess sem gaf – og þess sem skrifaði. Þessi jólin ætla ég líka að muna eftir öll- um hinum sem lögðu hönd á plóginn þegar ég nýt þess að glugga í afraksturinn og senda þeim hlýjar kveðjur í huganum. Takk fyrir mig, ég ætla að njóta. Frá ritstjóra Að baki hverju jólabókaflóði liggur gríðarleg vinna og fyrir alla þá vinnu er ég þakklát. Ingibjörg Valsdóttir

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.