Börn og menning - 2019, Síða 25
25Ástin á fótboltanum
drengjaflokki eru þær gerðar brottrækar þótt þær séu
engu síðri fótboltamenn en strákarnir. Velgengni Vig-
dísar í baráttunni um forsetaembættið speglar aukna
meðvitund stúlknanna og baráttuanda: Þær ætla ekki
að láta stoppa sig!
Og þessi jafnréttisbarátta nær lengra en eingöngu til
fótboltans. Gerða áttar sig líka á þeim þrönga stakki
sem báðum kynjum er sniðinn – henni er gert að passa
börn í vist á sumrin, þótt hún þoli það illa og farist
starfið miður vel úr hendi – á meðan góðvinurinn Halli
er sendur í sveit að honum forspurðum, þegar hann
vildi miklu frekar vera heima að gæta litlu systurinn-
ar sem hann dáir. Vitundarvakning móður Gerðu,
sem einn daginn er skyndilega ekki heima til að elda
kvöldmat af því að hún er farin að vinna á kosninga-
skrifstofu Vigdísar, speglar þessa þróun. Afstaða föður
Gerðu, sem byrjar í hefðbundinni andstöðu við fram-
boð Vigdísar en endar á því að veita henni atkvæði sitt,
breikkar sjónarhornið enn, rétt eins og ólík afstaða
ömmu og afa Gerðu til fótboltaiðkunar hennar. Með
því að einskorða jafnréttissjónarhornið ekki við baráttu
stelpnanna fyrir því að fá að æfa og spila fótbolta, held-
ur víkka það yfir í gagngera skoðun á þeim hlutverkum
sem kynjunum eru ætluð í samfélaginu, gerir höfundur
bókina að samtímaverki. Þessi sama endurskoðun og
stöðuga endurmat kynhlutverka á sér enn stað í dag,
þrátt fyrir að símaskráin sé nú rafræn og skrái bæði kon-
ur og karla til sama heimilis.
Sumar hildirnar mætti vel heimfæra upp á nútíma-
samfélag og orðalag sömuleiðis. „Viljið þið nokkuð vera
með vesen?“ spyr móðir Gerðu eftir að þær stöllur eru
reknar af æfingu hjá drengjaflokki ÍR. Það er setning
sem vel mætti leggja í munn nútímamanneskju. Val
þeirra Gerðu og Ninnu stendur um að vera „þægilegar“
eða vera með „vesen“ þegar þær neita að fella sig að
fyrir fram ákveðnum hugmyndum samfélagsins – og
unglingar dagsins í dag standa frammi fyrir nákvæm-
lega sama vali, þótt baráttuefnin séu að einhverju leyti
önnur.
Brynhildur hefur skrifað vel byggða, grípandi
og skemmtilega bók um örlagaríkt sumar, jafnt í
Breiðholtinu sem í þjóðarvitundinni. Persónusköpun,
bæði hvað varðar krakkahópinn í Birkiselinu og fullorðn-
ar aukapersónur, er góð og djúp – allar persónur hafa
dýpt og geta komið lesendum á óvart. Höfundi tekst vel
það vandasama verk að miðla tíðaranda án þess að les-
anda líði eins og hann sé mataður á upplýsingum. Allir
ættu að hafa gaman af Ungfrú fótbolta, þó fyrst og síð-
ast fótboltaunnendur á öllum aldri – jú, og kannski þeir
sem enn hugsa með hlýju til lakkrísröra og útsaumaðra
símabekkja.
Höfundur er bókmenntagagnrýnandi og ljóðskáld