Börn og menning - 2019, Síða 37

Börn og menning - 2019, Síða 37
Heimsmynd okkar býr í tungumálinu Hjalti Halldórsson Inngangur Nú í haust tók ný stjórn Íslandsdeildar IBBY til starfa. Undirritaður tók við formennsku af Ingibjörgu Ösp Óttarsdóttur sem nú er varaformaður, Sævar Helgi Bragason og Guðrún Elísa Ragnarsdóttir tóku sæti í stjórn og Ásmundur Helgason, Dröfn Vilhjálmsdóttir og Magnea J. Matthíasdóttir sitja einnig í stjórninni. Eva Rún Þorgeirsdóttir og Kristín Ragna Gunnarsdótt- ir létu gott heita að sinni og þökkum við þeim fyrir óeigingjarnt starf. Starfsemi Íslandsdeildar IBBY hefur verið í föstum skorðum undanfarin misseri. Hefðbundin verkefni hafa vaxið og dafnað og óhætt að fagna því hversu föst í sessi útgáfa Barna og menningar er ásamt viðburðum eins og Degi barnabókarinnar og Vorvindum IBBY. Stjórnin hefur einsett sér að sinna þessum föstu liðum áfram af alúð ásamt því sem undir niðri kraumar, viljanum til að gera meira og betur í allri umræðu um barnamenningu og þá sérstaklega barnabókmenntir. Dagur barnabókarinnar Haldið var upp á dag barnabókarinnar sem er 2. apríl. Smásagan Hverfishátíðin eftir Gerði Kristnýju Guð- jónsdóttur var flutt í öllum grunnskólum landsins af því tilefni. Sagan vakti mikla lukku og er óhætt að full- yrða að upplestur þessara sagna sé orðinn hluti af skóla- starfinu í langflestum skólum. Jafnframt hefur IBBY gefið út kennsluefni í tengslum við sögurnar. Þetta var í tíunda sinn sem IBBY á Íslandi fagnar deginum með því að færa grunnskólabörnum á Íslandi smásögu að gjöf. Margir bestu barnabókahöfundar landsins hafa verið fengnir til að semja smásögu sem hefur verið lesin ár hvert á Rás 1 svo að öll þjóðin geti lagt við hlustir. Á dögunum kom svo út hjá Menntamálastofnun bókin Smátímasögur – sögur fyrir þig sem inniheldur níu fyrstu smásögurnar ásamt nýjum myndskreytingum. Sögurnar eru samdar fyrir lesendur á aldrinum 10-16 ára, sem þýðir að þær höfða í rauninni til allra. Vorvindar Á vordögum veitti Íslandsdeild IBBY sínar árlegu viður- kenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands. Krakkaklúbburinn Krummi í Listasafni Íslands hlaut Vorvinda fyrir framlag sitt til barnamenningar. Klúbb- urinn var stofnaður haustið 2018 og þar er í fyrirrúmi metnaðarfull og spennandi dagskrá þar sem fer saman innblástur og sköpun. Þannig skapar Krakkaklúbb- urinn Krummi nærandi og þroskandi umhverfi fyrir yngstu gesti sína. Þetta er glæsilegt og vel útfært verk- efni sem auðgar bæði listlæsi og listsköpun barna. Lestrarklefinn hlaut Vorvindaviðurkenningu fyrir að gera barnabækur sýnilegri í bókmenntaumræðunni. Lestrarklefinn er með vandaðar umfjallanir um bæk- ur, bókmenntir og lestur á vefsíðu sinni. Þar fjallað um allt frá harðspjaldabókum yngstu lesendanna til hrollvekjandi vampírusagna sem ætlaðar eru stálpuðum unglingum. Ritdómarar nálgast öll umfjöllunarefni af IBBY fréttir

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.