Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
595 1000
ur
br
s
á
60+
meðBirgitte Bengston
Benidorm
Verð frá kr.
189.900
FRÁBÆRT VERÐ!
16. eða 23. september í 16 nætur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Við glímum við mikla óvissu um
það hvernig þróunin á hraunrennsli
verður. Aðstæður eru sífellt að
breytast,“ segir Fannar Jónasson,
bæjarstjóri í Grindavík, þegar hann
er spurður um skipulag gönguleiða
við gosstöðvarnar í Geldingadölum.
Þó nokkuð var af fólki við gos-
stöðvarnar í gær og hraunrennslið í
Nátthaga vekur mikinn áhuga.
Gönguleið A var lokað í vikunni og
gönguleið B þykir ekki vera fyrir
óvant göngufólk. Fannar segir að
óvíst sé hvenær gönguleið sem
hentar öllum verði opnuð.
„Við ætluðum í þessari viku að
vera búin að leggja drög að nýrri
gönguleið sem kæmi í staðinn fyrir
gönguleið B að hluta og alfarið í
stað gönguleiðar A. Nú hefur verið
ákveðið að sjá aðeins til og meta
stöðuna að nýju í næstu viku,“ segir
bæjarstjórinn. hdm@mbl.is
Ákvörðun
um göngu-
leið frestað
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bygging hátæknisorporkustöðvar
í Helguvík er meðal verkefna sem
kynnt voru á ráðstefnunni „Sjálf-
bær framtíð Suðurnesja“ í
Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í
gær. Þar voru kynntar niðurstöð-
ur Suðurnesjavettvangs sem
sveitarfélögin fjögur á Suðurnesj-
um, Isavia, Kadeco og Samband
sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa
unnið að til að innleiða heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna og
efla atvinnulíf og styrkja innviði
svæðisins í anda sjálfbærrar
framtíðar.
Á fundinum undirrituðu nokkur
fyrirtæki og samtök viljayfirlýs-
ingu um að koma á fót Hringrás-
argarði á Suðurnesjum í anda
Auðlindagarðs HS Orku í Svarts-
engi og á Reykjanesi. Hugmyndin
er að aðilar leitist við að deila,
selja og/eða kaupa aukaafurðir
vegna starfsemi sinnar, með það
að markmiði að auka árangur í
efnahags-, umhverfis- og félagsleg-
um málum.
Í skýrslu um græna iðngarða og
sorporkustöð, sem Karl Eðvarðs-
son forstjóri ReSource Inter-
national kynnti, segir að Suðurnes-
in séu kjörinn staður fyrir nýja
hátæknisorporkustöð. Gott land
væri í Helguvík og fyrir væri sorp-
brennsla Kölku. Suðurnesjamenn
hefðu þekkingu á rekstri sem þess-
um.
Forsendan er sú að draga þarf
úr urðun úrgangs hér á landi eins
og annars staðar. Áætlaði Karl að
þegar búið væri að taka frá það
sem hægt væri að endurvinna
sætu eftir um 100 þúsund tonn
sem þyrfti að brenna. Megnið af
því félli til innan 60 kílómetra
fjarlægðar frá Helguvík.
Samkeppnishæf stöð
Fram kom hjá Karli að stofn-
kostnaður við slíka stöð er um 26
milljarðar og reksturinn kostar
2,3 milljarða á ári. Telur hann að
starfsemin yrði vel samkeppnis-
hæf við aðrar lausnir. Síðan
mætti minnka kostnaðinn með
nýtingu aukaafurða, svo sem
ösku. Slík stöð myndi framleiða
allt að 10 megavött af rafmagni.
Sorporkustöðin passar vel inn í
Hringrásargarð, að mati Karls.
Hugmyndin er fyrst og fremst
samstarf fyrirtækja á atvinnu-
svæðinu þar sem þau skiptast á
orku og hráefnum. Úrgangur eins
gæti verið auðlind annars.
Hringrás á Suðurnesjum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sjálfbærni Karl Eðvarðsson kynnir hugmyndir um sorporkustöð.
- Hugmyndir um hátæknisorporkustöð kynntar á ráðstefnu um sjálfbæra framtíð
Suðurnesja - Fyrirtæki og stofnanir sameinast um Hringrásargarð á svæðinu
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær
dóm héraðsdóms og Landsréttar yf-
ir tveimur mönnum fyrir nauðgun
ásamt því að þyngja refsingu þeirra.
Dómur yfir þeim hafði áður verið
mildaður í Landsrétti.
Lukasz Soliwoda og Tomasz Wal-
kowski voru sakfelldir í héraði, fyrir
að hafa árið 2017 nauðgað 16 ára
stúlku, og dæmdir til þess að sæta
þriggja ára fangelsi árið 2019. Þá
voru þeir dæmdir til að greiða stúlk-
unni sem þeir brutu á 1.300.000
krónur hvor í miskabætur, auk
vaxta.
Dómurinn yfir þeim var staðfestur
í Landsrétti en refsing þeirra milduð
svo að þeir voru dæmdir í tveggja
ára fangelsi og til þess að greiða
brotaþola sínum 1.500.000 í miska-
bætur, auk vaxta.
Hæstiréttur staðfesti í dag niður-
stöður fyrri dómsstiga auk þess sem
refsing Tomazar og Lukaszar var
þyngd svo að þeir sæti fangelsi í þrjú
og hálft ár hvor um sig.
Þeim er hvorum um sig gert að
greiða brotaþola 1.800.000 krónur í
miskabætur, auk vaxta frá febrúar
2017 til júní 2019 og dráttarvaxta frá
júní 2019 til greiðsludags. Þeim er
einnig gert að greiða allan saka- og
áfrýjunarkostnað.
Í dóminum kemur fram að menn-
irnir hafi misnotað sér ástand og að-
stæður ungrar stúlku í því skyni að
ná fram vilja sínum og engu skeytt
um velferð hennar. Ættu þeir sér
engar málsbætur.
Brotin eru talin alvarleg og ófyr-
irleitin. Brotaþoli þeirra var 16 ára
þegar brotin áttu sér stað og máttu
þeir gera sér grein fyrir að um barn
væri að ræða.
Hæstiréttur þyngdi refs-
ingu fyrir nauðgun á barni
- Gert að greiða stúlkunni samtals 3,6 milljónir í miskabætur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dómsalur Brot mannanna eru talin
bæði alvarleg og ófyrirleitin.
Ekkert hefur
miðað í kjara-
deilum sjó-
manna. Þetta
segir Guð-
mundur Helgi
Þórarinsson, for-
maður VM, fé-
lags vélstjóra og
málmtækni-
manna, en samn-
ingar hafa verið
lausir í rúmt eitt og hálft ár. „Það
er ekkert að gerast og okkur er
boðið að færa peninginn úr hægri
vasanum yfir í hinn en við þurfum
ekkert að tala við SFS til þess,“
segir Guðmundur og bætir við að
hljóðið í sjómönnum sé þungt.
Hann vill ekki segja til um hvort
deilurnar verði að verkfalli. „Það
sýndi sig síðast að verkfallið beit
ekki neitt því menn færðu bara
kvótann til á milli ára,“ segir hann
en síðast þegar samningar náðust
var það eftir sjö vikna verkfall.
Hljóðið
þungt í sjó-
mönnum
Guðmundur Helgi
Þórarinsson
- Deilan óleyst