Morgunblaðið - 17.06.2021, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Aðalfundur í Valsmönnum hf. verður
haldinn fimmtudaginn 8. júlí nk. kl. 9:30 að
Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs.
2. Ársreikningur félagsins ásamt endurskoðunarskýrslu
lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um hvernig fara eigi með tap eða hagnað ársins.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
5. Kjör stjórnar.
6. Kjör endurskoðanda.
7. Önnur mál.
Dagskrá, tillögur, ársreikningur, skýrsla stjórnar og skýrsla
endurskoðanda vegna ársreiknings, munu liggja frammi á
skrifstofu félagsins að Hlíðarenda við Laufásveg í Reykjavík til
sýnis fyrir hluthafa fram að fundinum. Hluthafar sem hyggjast
skoða gögnin gefi sig fram við framkvæmdastjóra félagsins,
Sigurð Lárus Hólm.
Reykjavík, 14. júní 2021
Stjórn Valsmanna hf.
AÐALFUNDUR VALSMANNA hf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ö
ræfin hafa alltaf heillað
mig,“ segir Jónas Guð-
mundsson ferðamála-
fræðingur. Út er komin
hjá forlaginu Sölku bókin Göngu-
leiðir á hálendinu, þar sem finna
má frásagnir og lýsingar Jónasar
á nærri 30 leiðum og slóðum á
sunnanverðu hálendinu. Undir er
svæðið frá Þjórsárdal í vestri að
Langasjó og nærliggjandi slóðum í
austri. Miðja þessa svæðis er þá
Friðland að Fjallabaki; stórbrotið
umhverfið í Landmannalaugum, en
þaðan er vinsælt að ganga um
Laugaveginn suður í Þórsmörk.
Frá þeirri gönguleið, sem rómuð
hefur verið á heimsvísu, segir í
bókinni og svo mörgu öðru.
Verið á fjöllum allt mitt líf
„Ég hef verið á fjöllum allt
mitt líf. Þegar líða tekur á vetur
leitar hugurinn á Fjallabakssvæðið
þar sem ég reyni alltaf að eiga
nokkra daga á sumri hverju,“ seg-
ir Jónas. Þar hefur hann sinnt
landvörslu, verið skálavörður í
húsum Ferðafélags Íslands og far-
ið víða um. „Er gagnkunnugur öll-
um staðháttum, sem kemur sér
vel,“ segir Jónas sem að aðalstarfi
er verkefnisstjóri hjá Slysavarna-
félaginu Landsbjörg. Hefur þar
meðal annars stýrt upplýsinga-
gáttinni savetravel.is og fleiri þátt-
um sem miða að auknu öryggi. Þá
hefur hann komið að fjölda leitar-
og björgunaraðgerða á sunn-
anverðu hálendinu, þar sem oft
hafa orðið slys og óhöpp á und-
anförnum árum sem kallað hafa á
aðgerðir björgunarsveita. Mótleik
þar segir Jónas vera fræðslu um
staðhætti og góða ferðamennsku
og að því leyti geti bókin komið
sér vel.
Í bók Jónasar segir frá
gönguleiðum á Etnujökul, Brenni-
steinsöldu, Búrfell í Þjórsárdal,
Heklu, Ljótapoll, Loðmund, Ein-
hyrning, Strútslaug og svo mætti
áfram telja. Einnig frá gönguleið-
inni vinsælu yfir Fimmvörðuháls;
frá Skógum undir Eyjafjöllum að
Básum á Goðalandi.
„Fólk ferðast auðvitað hvað
með sínu móti, en sjálfum finnst
mér alltaf gaman að líta til lands-
ins með augum barnanna. Dætur
mínar tvær, sem nú eru nánast
uppkomnar, hafa verið góðir ferða-
félagar,“ segir Jónas. „Viðmið mitt
í bókinni er að göngufólk komist
yfir þrjá kílómetra á klukkustund,
þótt margir geti farið hraðar. En
sé farið rólega yfir gefst tími til að
njóta og vera til. Ferðalög eiga
ekki að vera kapphlaup, heldur
tækifæri til að líta til fjalla og
gæta að gróðri, fuglum og öðru í
náttúrunni. Að þessu vík ég meðal
annars í bókinni, sem ég skrifaði
síðasta vetur. Það var á tímum
þegar samfélagið allt var í ládeyðu
vegna veirunnar og því gott að
nýta tímann í eitthvað gagnlegt og
gott.“
Fer vel í vasa
Bókin Gönguleiðir á hálendinu
er í fremur litlu broti og mjúk-
bandi og fer því vel í vasa á ferða-
lögum. Er 190 blaðsíður, prýdd
fjölda korta og fallegra mynda,
sem Jónas og förunautar hans í
gegnum tíðina hafa tekið. Nefnd
eru hnit upphafsstaða á hverri
gönguleið, erfiðleikastig hennar og
fleira slíkt.
„Svo fléttast þarna saman við
fróðleikur, skemmtilegar sögur,
lýsingar á náttúrufari og annað.
Þetta er góð bók þegar haldið er í
ferðalög á fjöll,“ segir Jónas Guð-
mundsson að síðustu.
Lít til landsins með augum barnanna
Ævintýri á gönguför!
Landið faðminn breiðir í
nýrri bók Jónasar Guð-
mundssonar. Sunnanvert
hálendið er undir og sagt
frá tugum góðra göngu-
leiða. Ljótipollur, Loð-
mundur og Laugavegur.
Ljósmynd/Jónas Guðmundsson
Staðhættir Í bókinni góðu segir meðal annars frá gönguleiðum á Búrfell í Þjórsárdal, þann tilkomumikla stapa.
Hér er horft til fjallsins úr Landsveit, þar sem fremst er Þjófafoss í náttúrulegum farvegi Þjórsár sunnan fjallsins.
Ljósmynd/Jónas Guðmundsson
Fjallastúlkur Ferðalög eru ævintýri fyrir alla og þegar er haldið upp til
öræfa og um fjöll og dali verður slíkt mikil upplifun, ekki síst fyrir börnin.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðagapur „Svo fléttast þarna saman við fróðleikur, skemmtilegar sögur,
lýsingar á náttúrufari og annað,“ segi Jónas Guðmundsson um bókina.
Þjóðhátíðardeginum, 17. júní, verð-
ur fagnað í Kópavogi með fimm
hverfishátíðum; í og við menningar-
húsin í Kópavogi, við Fífuna, í
Fagralundi, við Salalaug og Kórinn.
Fyrirkomulagið var tekið upp í
fyrra, þótti takast vel og því er
haldið áfram á sömu braut. Dag-
skráin er milli 14 og 16. Á meðal
þeirra sem fram koma á hverfis-
hátíðum við íþróttahúsin fjögur
eru: Bríet, Selma og Regína Ósk,
Lína langsokkur, Saga Garðars-
dóttir, Ræningjarnir úr Kardi-
mommubæ, Leikhópurinn Lotta,
Karíus og Baktus, Þorri og Þura,
Gugusar, Sikurs, Eva Ruza og
Hjálmar.
Við menningarhúsin á Borgar-
holti í Kópavogi verður dagskráin
með öðru sniði, þar verður boðið
upp á tónlistaratriði, draumfang-
arasmiðju, sirkussýningu og ævin-
týraþrautir. Dagská í Bókasafni
Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópa-
vogs og í Gerðarsafni verður frá 13-
16. Þá má geta þess að kl. 10 verð-
ur 17. júní-hlaup á Kópavogsvelli í
umsjón frjálsíþróttadeildar Breiða-
bliks, ætlað börnum í 1.- 6. bekk.
Kaupmannasýning
í Hafnarfirði
Í Hafnarfirði verður fjölbreytt
þjóðhátíðardagskrá. Kukkan 13 fer
skrúðganga frá skátaheimilinu
Hraunbyrgi við Hjallabraut og endar
við Menntasetrið við Lækinn. Þar
mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila
nokkur lög í lok skrúðgöngu, um kl.
14. Kl. 13:30 hefst þjóðhátíðar-
dagskrá í Hellisgerði. Þar flytur
Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
bæjarráðs ávarp og fjallkonan
Bergrún Íris Sævarsdóttir flytur
ljóð. Þá verður skemmtidagskrá á
ýmsum stöðum í bænum; við
Hörðuvelli, Víðistaðatún og á
Thorsplani. – Í menningarmiðstöð-
inni Hafnarborg og söfnum bæj-
arins verður margt í boði. Opið
verður í öllum húsum Byggðasafns-
ins milli kl. 11 og 17 og þar er meðal
annars uppi ný þemasýning um
kaupmanninn á horninu.
Dagskrá á Sjálandi í Garðabæ
Á dagskrá þjóðhátíðardagsins í
Garðabæ eru viðburðir sem öll fjöl-
skyldan ætti að geta notið.
Skátafélagið Vífill verður með dag-
skrá á ylströndinni í Sjálandi en
boðið verður upp á þrautabraut og
kanósiglingar frá kl. 11.
Dansinn mun duna í glerhýsinu
Garðatorgi 7 en þau Friðrik Agni og
Anna Claessen leiða arabískt dans-
partí sem hefst kl. 13. Á Garðatorgi
verður einnig fánasmiðja fyrir alla
fjölskylduna og á Bókasafni Garða-
bæjar grímusmiðja. Opið verður í
sundlaugum bæjarins en allir dag-
skrárliðir sem og aðgangur í söfn
og sundlaugar er ókeypis.
Ávarp fjallkonunnar í dag verður
sýnt á facebooksíðu Garðabæjar
sem og ávarp formanns menningar-
og safnanefndar, Gunnars Vals
Gíslasonar, og forseta bæjar-
stjórnar sem er Sigurður Guð-
mundsson.
Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá í Kópavogi og víðar á höfuðborgarsvæðinu
Hverfishátíðir, skrúðgöngur og tónleikar
Þjóðhátíðardagur 17. júní er öðrum þræði hátíð barnanna, þótt boðskapur
dagsins sé skýr. Hátíðlegt lúðrasveitarspil ómar víða og vekur gleði.