Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 38
Staða bólusetninga í heiminum 15. júní Listi Bloomberg yfir flestar bólusetningar á íbúa, 20 efstu á lista* og viðmiðunar- og nágrannalönd Íslands Hafa fengið a.m.k. einn skammt af bóluefni, % af íbúafjölda Fullbólusettir, % af íbúafjölda 6 Sviss 8 Barein 9 Malta 11 Bútan 12 Ísland 13 Bretland 15 Kanada 16 Síle 18 Ísrael 19 Úrúgvæ 29 Bandaríkin 31 Finnland 37 Danmörk 43 ESBmeðaltal 52 Svíþjóð 59 Noregur *Sjálfstjórnarsvæði og örríki á lista Bloomberg eru ekki höfð með hér en á lista yfir 20 efstu eru: 1 Gíbraltar, 2 Falklandseyjar, 3Maldíveyjar,4 Seychelles-eyjar, 5Mön, 7 Caymaneyjar, 10 San Marínó, 14 Bermúda, 17 Angvilla og 20 Sankti Helena 72% 28% 69% 59% 69% 54% 65% – 63% 39% 63% 45% 62% 8% 61% 47% 61% 57% 60% 35% 53% 44% 52% 13% 48% 26% 45% 25% 41% 22% 37% 25% Heimild: Bloomberg SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is B ólusetningar gegn kór- ónuveirunni hafa gengið vel hér á landi og er Ísland langt á veg komið í bólu- setningum þegar litið er á framgang bólusetninga á heimsvísu. Yfirlit Bloomberg-fréttastofunnar yfir bólu- setningar meðal þjóða og sjálfstjórnar- svæða og örríkja um allan heim, sem uppfært er daglega, sýndi í fyrradag að Ísland var í 12. sæti á lista yfir þær þjóðir heims sem hafa fengið a.m.k. einn skammt af bóluefni. Samkvæmt þeim tölum var þá bú- ið að gefa tæplega 327 þúsund skammta hér á landi sem duga fyrir 45,8% allrar þjóðarinnar og höfðu 62,8% fengið a.m.k. eina sprautu af bóluefni. Er Ísland efst á listanum meðal Norðurlandaþjóðanna. Sumar þjóðir gefa eingöngu upp fjölda skammta sem gefnir eru en ekki fjölda einstaklinga sem eru bólusettir. Íbúar Gíbraltar eru efstir á listanum en tölur Bloomberg sýna að þar er bú- ið að gefa fleiri skammta en sem nem- ur fjölda íbúa. Íbúar Falklandseyja eru í öðru sæti þar sem 87,7% hafa fengið fyrri sprautuna. Fáar Evrópuþjóðir eru meðal þeirra sem lengst eru komnar í bólusetningum fyrri spraut- unnar en 73,4% íbúa á Mön og 71,6% Svisslendinga hafa fengið a.m.k. einn bóluefnaskammt gegn veirunni og Bretar eru á svipuðum stað og Íslend- ingar. Í 20. sæti yfir fullbólusetta Ísland er nokkru neðar á listan- um á heimsvísu yfir hlutfall íbúa allra ríkja og sjálfstjórnarsvæða sem eru fullbólusettir samkvæmt yfirliti Bloomberg og deila 20. sæti á lista Bloomberg með Mónakó, þar sem 38,8% þjóðarinnar töldust fullbólusett líkt og hér. Bólusetningum vindur hins vegar hratt fram á Íslandi dag frá degi og segir í tilkynningu Landlæknis og almannavarna í gær að af íbúum Ís- lands sem eru eldri en 16 ára séu nú 49,1% fullbólusett. Ísraelar hafa verið í hópi þeirra þjóða sem tryggðu sér bóluefni snemma í faraldrinum og eru langt komnar, en skv. yfirlitinu yfir stöðuna 15. júní er búið að gefa tæplega 11 milljónir skammta þar í landi, um 61% hefur fengið a.m.k. einn skammt og 57% íbúa teljast fullbólusett. Í Banda- ríkjunum hafa verið gefnir um 312 þúsund bóluefnaskammtar og hafa 536% þjóðarinnar fengið a.m.k. fyrri skammtinn og 44% þjóðarinnar teljast fullbólusett þar í landi. Norðurlöndin eru mislangt á veg komin. 37% Norð- manna hafa fengið fyrri skammtinn og 25,3% eru orðin fullbólusett. Í Dan- mörku hafa 48% fengið a.m.k. einn skammt og rúm 26% teljast full- bólusett miðað við fjölda bóluefna- skammta 15. júní. Samkvæmt yfirliti heilbrigðis- yfirvalda hér á landi höfðu rúmlega 224 þúsund manns fengið a.m.k. einn skammt 15. júní og tæplega 139 þús- und fullbólusettir. Gjáin stækkar Í baráttu þjóða um aðgang að bóluefni og kapphlaupinu við veiruna má glöggt sjá af ólíkum framgangi bólusetninga að gjáin stækkar á milli ríkari og fátækari ríkja heims. Gefnir hafa verið rúmlega 2,4 milljarðar bóluefnaskammta í 180 löndum eða um 35 milljónir skammta á hverjum degi að jafnaði að undanförnu. Þeir duga fyrir 15,8% mannkyns. Í um- fjöllun Bloomberg er bent á að bólu- setningar ganga þrjátíu sinnum hrað- ar fyrir sig meðal ríkustu þjóða heims en í fátækustu ríkjunum, sem mörg hver hafa ekki fengið aðgang að bólu- efni fyrir nema örlítið brot íbúa. Ísland í hópi fremstu þjóða í bólusetningum 38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sólin hækkará lofti hér álandi um þessar mundir og kemur ekki á óvart þegar horft er til árstíma. Ekki kemur heldur á óvart að hún er við það að ná hæstu stöðu sinni og sumarið um leið með albjartri nóttu ofan á bjartan dag. Þetta er árstími sem lands- menn hlakka til frá því að skammdegið leggst yfir af fullum þunga, þó að það geti vissulega verið notalegt líka. En birtan er eftirsóknarverð- ari og næstu daga og vikur má njóta hennar til fulls á Íslandi. Þetta árið er það ekki að- eins hin eiginlega birta sem gleður landsmenn heldur einnig sú sem töluvert er til umræðu um þessar mundir og gleður ekki síður. Eftir allt of langan kórónuveirufaraldur er allt útlit fyrir að innan skamms verði hægt að lýsa yf- ir sigri á þeim vágesti sem kórónuveiran er, þó að hún muni sjálfsagt aftur skjóta upp kollinum hér og þar. Bólusetningar hafa gengið vel að undanförnu, eftir brösulega byrjun, og nú er svo stór hluti þjóðarinnar bólu- settur að hluta eða öllu leyti að vandséð er hvernig veiran gæti náð verulegri útbreiðslu á ný. Að ekki sé talað um eftir fáeinar vikur þegar útlit er fyrir að flestir eða allir full- orðnir sem vilja bóluefni hafi fengið það. Af þessum sökum verður þetta sumar allt annað en sumarið í fyrra. Þá hafði tekist að slá á faraldurinn, en þar sem landsmenn voru enn óvarðir gat það aldrei verið annað en svikalogn, eins og kom á daginn. Sú staða er ekki uppi nú og þess vegna geta landsmenn farið að anda rólegar, þó að sjálfsagt sé að viðhafa varúð og að hver gæti að eigin vörnum. Slíkt er raunar alltaf skynsamlegt enda fleiri pestir sem valda mannkyninu skráveifu en kór- ónuveiran sem kölluð hefur verið því miður þjála nafni Covid-19. Og það birtir til á enn fleiri sviðum. Í efnahagsmálum skiptast á skin og skúrir og óhætt er að segja að í fyrra og framan af þessu ári hafi lítið grillt í sólina í þeim efnum. Nú er annað upp á teningnum og það tengist vissulega tíð- indum af bólusetningum, rétt eins og tíðindi af veirunni og aðgerðir sem henni tengdust hægðu á efnahagslífinu í fyrra svo að heimurinn hefur varla séð annað eins á friðartímum. Hér á landi máttu íbúar þola töluverðar lokanir og aðr- ar hömlur en það var þó hátíð hjá því sem sums staðar var raunin. Þar var fólki fyrirskipað að halda sig heima langtímum saman og fara ekki út úr húsi nema brýna nauðsyn bæri til. Engan þarf að undra að efnahagslíf taki harkalega dýfu þegar gripið er til slíkra aðgerða og áhrif- anna af því gætti mjög hér á landi, jafnvel á þeim tímum þegar aðgerðir hér innanlands voru tiltölulega hófstilltar. Áhrifanna gætti til að mynda í minni eftirspurn eftir útflutn- ingsvörum og takmörkunum á þeim vörum sem landsmenn vildu kaupa að utan, enda skrapp framleiðslan saman og hefur raunar ekki enn náð sér að fullu. En það kemur. Sú útflutningsgrein sem fékk mesta skellinn í þessum efnum var vitaskuld ferða- þjónustan, sem missti nánast alla sína viðskiptavini eins og hendi væri veifað. Stjórnvöld hér á landi, líkt og víða, gripu til afar óvenjulegra aðgerða sem virðast í meginatriðum hafa heppnast vel. Nú fer straumur ferðamanna vaxandi á ný og er búist við hraðri aukningu áfram. Það er mikið ánægjuefni og vonandi tekst að stýra umferð um náttúru- perlur betur en áður og stuðla að því að ferðamennskan verði í góðum takti við náttúru landsins. Ferðaþjónustan, líkt og aðr- ar atvinnugreinar, verður að taka tillit til þess að lands- mönnum er annt um náttúr- una. Í því felst vitaskuld ekki að þeir vilji ekki nýta hana, en umgengnin verður að vera eins góð og unnt er. Í huga flestra er ástin á náttúru landsins hluti af því að vera Íslendingur, rétt eins og ástin á tungunni, sögunni og sjálfstæðinu. Í dag fagna landsmenn sjálfstæðinu og minnast þeirra sem börðust fyrir því og tryggðu að hér býr fullvalda og sjálfstæð þjóð. Það var ekki sjálfsagður hlutur þegar sú barátta hófst og þótti jafnvel fjarstæðu- kennd hugmynd fyrir fámenna og fátæka þjóð, fjarri öllum öðrum þjóðum. Nú er þjóðin ekki fátæk heldur rík, hún er enn fámenn, en þó mun fjöl- mennari en þá, og þó að vega- lengdin yfir hafið hafi ekki minnkað, þá hefur tæknin tryggt það að fjarlægðin hefur dregist mjög saman. Nú, þegar Íslendingar hafa komist í þá góðu stöðu sem raun ber vitni, mega þeir ekki gleyma því til hvers var barist og að sjálfstæði og fullveldi eru ekki sjálfsögð og sjálf- gefin, heldur ómetanleg verð- mæti sem stöðugt þarf að gæta að, verja og vernda. Því má aldrei gleyma til hvers var barist} 17. júní F ullveldi er að vera þjóð meðal þjóða. Í upphafi ríkisstjórnarsam- starfsins var einangrunarhyggja samt ráðandi. Fyrir þremur árum mættu tveir svarnir andstæðingar NATO á leiðtogafund bandalagsins: Katrín Jakobsdóttir og Donald Trump. Í liðinni viku funduðu leiðtogarnir aftur og nú mættu þangað einungis stuðningsmenn þessa friðar- og afvopnunarbandalags. Að sögn Katr- ínar var „mjög mikið rætt um mikilvægi þess að standa vörð um lýðræði og mannréttindi“, en þetta er einmitt tilgangur bandalagsins. Ein- hverjir telja forsætisráðherra til hnjóðs að átta sig á þessu. Það er þvert á móti þroskamerki að skipta um skoðun og viðurkenna staðreyndir. Forsætisráðherra skilur nú líka hve mikil- vægt það er að Ísland taki virkari þátt í Evr- ópusamstarfinu. Bóluefnasamflot Evrópu hefur verið þjóð- inni mjög farsælt og undirstrikar hag Íslendinga af nánu samfloti við þessar vinaþjóðir. Katrín skaut við heimkom- una lítt dulbúnu skoti á utanríkisráðherra og sagði að nauðsynlegt væri „að halda vöku sinni og standa stöðugan vörð um hagsmuni Íslands“. Skensið er sannarlega að gefnu tilefni, því samkvæmt tvennum hagsmunasamtökum voru bæði hagsmunir neyt- enda og framleiðenda fyrir borð bornir í nýlegum fríversl- unarsamningi við Breta. Félag atvinnurekenda sagði: „Bresk stjórnvöld höfðu áhuga á að auka talsvert fríversl- un með búvörur. Þau buðu umtalsverða aukningu á toll- frjálsum innflutningskvóta fyrir undanrennuduft sem hefði átt að vera augljóst hagsmunamál ís- lenskra mjólkurbænda og -framleiðenda, enda hefði kvótinn nýst nýrri skyrverksmiðju Íseyj- ar-skyrs í Wales. Bretar fóru á móti fram á aukna tollkvóta fyrir osta og kjötvörur, miklu minni að umfangi en þeir tollkvótar sem Ís- landi stóðu til boða í Bretlandi. Vegna harðrar andstöðu hagsmunaaðila í landbúnaði við auk- inn tollfrjálsan innflutning var þessu tækifæri fórnað.“ Formaður Bændasamtakanna staðfestir að „á fundi sem við áttum með fulltrúum ráðu- neytisins heyrðum við aðrar og hærri tölur um leyfilegan innflutning“. Hörð andstaða bænda- forystunnar leiddi til þess að hagsmunum neytenda var fórnað. Svipað metnaðarleysi réð um aðgang sjávar- afurða að breskum markaði. Þar eru háir tollar á einstaka sjávarafurðir, líkt og lax, karfa og ýmsa flat- fiska, sem hamla því verulega að vinnsla þeirra sé möguleg hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði: „Í þeim fríverslunarsamningi sem var undirritaður var þetta, einhverra hluta vegna, ekki sótt. Tækifærin voru ekki gripin. Verðmæti, sem hægt hefði verið að sækja með bættum tollakjörum, verða ekki til.“ Ort var um fræ sem aldrei verða blóm. Ríkisstjórnin sá- ir engum fræjum og uppsker engin blóm. Fullvalda þjóð býr til tækifæri og grípur þau óttalaus. Benedikt Jóhannesson Pistill Tækifærin sem aldrei verða til Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.