Morgunblaðið - 17.06.2021, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Þá er leiðtogafundi Bidens ogPútíns lokið í Sviss. Þar þykir
fínast að ostarnir séu götóttir, og
flottast ef götin séu yfirþyrmandi,
eins og karlinn sagði.
- - -
Það ætti að gleðjaheimamenn,
gestgjafana, að út-
koma leiðtogafund-
arins virðist glæsi-
lega götótt, þótt
ekki megi útiloka að
einhver fylling eigi
eftir að bætast í síð-
ar.
- - -
Í vandræðum sín-um hafa velvilj-
aðir fréttamenn
reynt að lesa í
merkjasendingar
aðalleikaranna. „Þeir höfðu ber-
sýnilega ákveðið að heilsast eins og
menn, en á fundum Nató ráku þeir
alla daga olnbogana hver í annan
þótt þar hafa eingöngu farið marg-
bólusettir menn. En þessi breyting
þýddi að Biden meinti bissness.“
- - -
Sem þýðir, með öðrum orðum, aðhann hafi ekki meint bissness
dagana á undan. Hið eina sem virð-
ist fast í hendi eftir fund mik-
ilmenna er að þau ákváðu að sendi-
herrar í Moskvu og Washington
fengju að fara á sinn stað aftur eftir
að hafa verið kallaðir heim í mót-
mælaskyni síðast.
- - -
Það styrkir stöðu beggja þegarnæst þarf að bregðast hart við í
kjölfar þess að eftirlíkingin af
gamla KGB hafi haft hendur í hári
„mótmælanda“. Þá má kalla sendi-
herra heim með þjósti á ný, með
áhrifamikilli aðferð við að gera ekki
neitt.
- - -
Svo segja úrtölumenn að leiðtoga-fundir verði þýðingarminni
með hverjum nýjum forseta.
Vladimír Pútín
Götóttir fundir
STAKSTEINAR
Joe Biden
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
ÁTVR hefur ákveðið að frá og með
næstu mánaðamótum verði ekki
hægt að fá einnota poka í Vínbúð-
unum. Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu taka nýjar reglur
stjórnvalda gildi í júlí sem banna
sölu á einnota pokum við af-
greiðslukassa verslana. Þessar
reglur taka til allra einnota poka,
einnig lífbrjótanlegra poka, til að
mynda maíspoka sem margir töldu
að kæmu í stað gömlu plastpokanna
og hafa náð talsverðri útbreiðslu.
Matvöruverslanir munu ætla að
selja maíspokana áfram en það
verður óheimilt á skilgreindum
kassasvæðum. Pokana verður því
að finna inni í miðjum verslunum.
Í tilkynningu á vefsíðu ÁTVR er
því lýst yfir að fyrirtækið láti sig
umhverfisvernd varða og hún sé
stór liður í samfélagsábyrgð þess.
Fjölbreytt úrval fjölnota poka
„Fyrirtækið hefur í nokkur ár
hvatt viðskiptavini til að skipta yfir
í margnota poka og haft metnað í
að bjóða fjölbreytt úrval slíkra
poka á sanngjörnu verði. Við höfum
fulla trú á því að viðskiptavinir taki
vel í þessa góðu þróun og taki þátt í
því með okkur að vera fyrirmynd í
samfélagsábyrgð,“ segir á vef
ÁTVR.
Engir einnota pokar í Vínbúðunum
- Aðeins verður hægt að fá fjölnota
poka í Vínbúðunum frá mánaðamótum
Morgunblaðið/Eggert
Vínbúð Viðskiptavinir þurfa hér
eftir að muna eftir fjölnota pokum.
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Hafbjörg, nýtt björgunarskip, kom í
fyrsta sinn til heimahafnar í Nes-
kaupstað á þriðjudag.
Til stendur að endurnýja björg-
unarskipaflota landsins með smíði
nýrra báta, en ljóst er að það ferli
mun taka nokkur ár. Sökum þess
var ákveðið að Björgunarbátasjóður
Austurlands skyldi fjárfesta í notuðu
skipi meðan unnið er að nýsmíða-
málum. Áætlað er að heildarkostn-
aður við verkefnið verði milli 50 og
60 milljónir króna að því er fram
kemur á vef Síldarvinnslunnar.
Nýja Hafbjörg í stað gömlu
Nýja skipið, sem einnig ber nafnið
Hafbjörg, er keypt frá sænsku sjó-
björgunarsamtökunum og þykir
henta vel fyrir þær aðstæður og
verkefni sem skip og áhöfn eru að
sinna. Skipið er byggt árið 1997 og
er sambærilegt núverandi skipi að
stærð en hefur þó nokkra hluti fram
yfir gömlu Hafbjörgu. Aukið farsvið,
aukinn ganghraði og mikil sjóhæfni
er meðal þess sem nýja Hafbjörg á
að hafa fram yfir gamla skipið. Auk
þess sem allur aðbúnaður áhafnar er
betri og uppfyllir nútímakröfur.
Verkefni Hafbjargar hafa verið af
ýmsum toga í gegnum tíðina. Hún
var mikilvægur hlekkur í ferjun á
mannskap í björgunarstarfi eftir
skriðuföllin á Seyðisfirði síðasta vet-
ur skv. frétt Síldarvinnslunnar.
Formleg móttaka nýja björgunar-
skipsins verður í dag á þjóðhátíð-
ardeginum í Neskaupstað milli kl. 16
og 18 og verður skipið til sýnis.
Ný Hafbjörg komin
til Neskaupstaðar
- Fjárfestu í notuðu
skipi - Til sýnis á
þjóðhátíðardaginn
Ljósmynd/Síldarvinnslan
Nýr Björgunarbáturinn
Hafbjörg siglir inn Norðfjörð.
Baðinnréttingar
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Sumaropnun:
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga LOKAÐ
2
0
0
0
—
2
0
2
0