Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 BÍLABÚÐ BENNA KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is Bílasala Suðurnesja Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Ib bílar Selfoss Fossnes A Sími: 480 8080 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 OPEL CORSA-E / 100% RAFMAGN BÍLLÁRSINS Í SÍNUM FLOKKI HJÁ ÍSLENSKUM BÍLABLAÐAMÖNNUM B irt m e ð fy rirv a ra u m m y n d - o g t e x t a b re n g l. CORSA-E Verð: 3.990.000 kr. það felur ráðuneyti Íslands að svo stöddu meðferð þessa valds.“ Í raun þýddi það að ráðherrum í ríkisstjórn Íslands var fengið konungsvaldið í hendurnar. Guðni segir að þetta fyr- irkomulag, sem varði fram á sumar 1941, hafi verið heldur ankannaleg lausn. „Það er til dæmis boðaður ríkisráðsfundur í maí 1940, og það er þá ráðuneytið sem boðar sjálft sig á fundinn. Og hvað ef það hefði þurft að mynda nýja ríkisstjórn, hver átti þá að skipa nýja ráðherra?“ Guðni segir því augljóst að konungsvaldið gat ekki verið til frambúðar í hönd- um ríkisstjórnarinnar. Hinn 17. maí 1941 samþykkti Al- þingi því þingsályktun um að þingið myndi kjósa ríkisstjóra til að fara með æðsta vald í málefnum ríkisins. Sú atkvæðagreiðsla fór fram 17. júní 1941, á afmælisdegi Jóns Sigurðs- sonar, og var Sveinn Björnsson kjörinn einróma til eins árs. Hann var svo endurkjörinn án mótfram- boðs árin 1942 og 1943. En hvers vegna var Sveinn kjör- inn í þetta þýðingarmikla hlutverk? „Hann var fyrsti sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, og þekktur að því. Hann hafði áður verið þingmað- ur um örstutt skeið, og var að öðrum ólöstuðum sá Íslendinga sem bjó að mestri reynslu í utanríkis- og samn- ingamálum almennt séð og var ráð- gjafi stjórnvalda í utanríkismálum. Hann þótti því af þeim sökum manna hæfastur til að taka sér þetta verkefni að höndum,“ segir Guðni og bætir við að það hafi þótt sér- stakur kostur, að hann var ekki tengdur neinum einum flokki á Al- þingi sterkum böndum. Guðni segir að Sveinn hafi einsett sér í upphafi að gegna embætti rík- isstjóra á þann veg, að hann træði ekki þingmönnum um tær og því síður ráðherrum. „Hann sagði að eðli embættisins ætti að vera svipað og konungs, og vakti máls á því að helstu ræður og ávörp ætti hann að semja í samráði við ríkisstjórn hverju sinni.“ Málin þróuðust hins vegar þann- ig, að Sveinn neyddist til þess að stíga á hið pólitíska svið. „Það ríkti mikil óeining á vettvangi stjórnmál- anna, sem réð því meðal annars að þjóðstjórnin svokallaða, sem skipuð var Framsóknarflokki, Sjálfstæð- isflokki og Alþýðuflokki undir stjórn Hermanns Jónassonar, baðst lausn- ar í upphafi ársins 1942 og sat fram í maí sama ár. Í kjölfarið var mynduð minni- hlutastjórn Sjálfstæðisflokks undir forsæti Ólafs Thors,“ segir Guðni, en hlutverk þeirrar stjórnar var einkum og helst að koma í gegn breytingum á kjördæmaskipan í stjórnarskrá, sem framsókn- armönnum og Hermanni féllu illa og töluðu þeir um „eiðrof“ af hálfu Ólafs og sjálfstæðismanna. „Svo fer, að Sveini sýnist nauð- ugur einn kostur að skipa ut- anþingsstjórn, og gerir það í mikilli óþökk Ólafs Thors og Sjálfstæð- isflokksins,“ segir Guðni. Hann bæt- ir við að þetta hafi verið örþrifaráð hjá Sveini. „Það verður að hafa í huga, að þingið gat, hvern einasta Morgunblaðið/Eggert Bessastaðir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir ríkisstjóratíð Sveins Björnssonar 1941-1944 hafa verið mótunarár forsetaembættisins. Árin sem mótuðu embættið - Áttatíu ár liðin frá því Sveinn Björnsson var kjörinn ríkisstjóri Íslands - Um líkt leyti gaf Sigurður Jónasson ríkinu Bessastaði - Harðar deilur urðu um hvar ríkisstjórinn ætti að eiga sér búsetu 5 SJÁ SÍÐU 20 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní, eru liðin áttatíu ár frá því Sveinn Björnsson var kjörinn rík- isstjóri Íslands, en embættið var nokkurs konar undanfari forseta- embættisins. Um líkt leyti, eða 13. júní 1941, bauð Sigurður Jónasson íslenska ríkinu jörðina Bessastaði og var hún þá þegar hugsuð sem embættisbústaður ríkisstjóra. „Sambandslagasamningurinn geymdi engin ákvæði um konungs- sambandið, og þegar leið að lokum þess 25 ára tímabils sem hann átti að vara, þá fór fólk að leiða hugann að því hvað myndi gerast næst,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, for- seti lýðveldisins, en hann hefur í sagnfræðirannsóknum sínum rann- sakað nokkuð sögu forsetaembætt- isins og um leið ríkisstjóratímann, er varði í nákvæmlega þrjú ár, frá 17. júní 1941 og til lýðveldisstofn- unarinnar á Þingvöllum 1944. Þau ár voru því nokkurs konar mót- unarár fyrir lýðveldið og embættið sem var fyrirrennari forsetaemb- ættisins. Konungsvaldið fært heim Guðni segir að á árunum fyrir síð- ari heimsstyrjöld hafi Sveinn Björnsson verið í hópi þeirra sem töldu að konungssambandið við Danmörku myndi vara áfram, hvernig svo sem stjórnskipulegu sambandi Íslands og Danmerkur yrði hagað að öðru leyti eftir að sambandslagasamningurinn rynni út í fyrsta lagi eftir árið 1943. „En svo skall á heimsstyrjöld,“ segir Guðni, „og hinn 10. apríl 1940 er Danmörk hernumin. Þá er þjóðhöfð- ingi Íslendinga, konungur Íslands og Danmerkur, nánast í stofufang- elsi í höll sinni.“ Þá þóttu góð ráð dýr hér heima á Íslandi, og var skotið á neyðarfundi hér á Alþingi, þar sem samþykkt var með þingsályktun að konungs- valdið yrði fært heim. Í henni segir m.a.: „Með því að ástand það sem nú hefir skapast hefir gert konungi Ís- lands ókleift að fara með vald það sem honum er fengið í stjórn- arskránni, lýsir Alþingi yfir því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.