Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
BÍLABÚÐ BENNA
KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is
Bílasala Suðurnesja
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Ib bílar
Selfoss
Fossnes A
Sími: 480 8080
Bílabúð Benna
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
OPEL CORSA-E / 100% RAFMAGN
BÍLLÁRSINS
Í SÍNUM FLOKKI HJÁ ÍSLENSKUM BÍLABLAÐAMÖNNUM
B
irt
m
e
ð
fy
rirv
a
ra
u
m
m
y
n
d
-
o
g
t
e
x
t
a
b
re
n
g
l.
CORSA-E
Verð: 3.990.000 kr.
það felur ráðuneyti Íslands að svo
stöddu meðferð þessa valds.“ Í raun
þýddi það að ráðherrum í ríkisstjórn
Íslands var fengið konungsvaldið í
hendurnar.
Guðni segir að þetta fyr-
irkomulag, sem varði fram á sumar
1941, hafi verið heldur ankannaleg
lausn. „Það er til dæmis boðaður
ríkisráðsfundur í maí 1940, og það
er þá ráðuneytið sem boðar sjálft sig
á fundinn. Og hvað ef það hefði þurft
að mynda nýja ríkisstjórn, hver átti
þá að skipa nýja ráðherra?“ Guðni
segir því augljóst að konungsvaldið
gat ekki verið til frambúðar í hönd-
um ríkisstjórnarinnar.
Hinn 17. maí 1941 samþykkti Al-
þingi því þingsályktun um að þingið
myndi kjósa ríkisstjóra til að fara
með æðsta vald í málefnum ríkisins.
Sú atkvæðagreiðsla fór fram 17. júní
1941, á afmælisdegi Jóns Sigurðs-
sonar, og var Sveinn Björnsson
kjörinn einróma til eins árs. Hann
var svo endurkjörinn án mótfram-
boðs árin 1942 og 1943.
En hvers vegna var Sveinn kjör-
inn í þetta þýðingarmikla hlutverk?
„Hann var fyrsti sendiherra Íslands
í Kaupmannahöfn, og þekktur að
því. Hann hafði áður verið þingmað-
ur um örstutt skeið, og var að öðrum
ólöstuðum sá Íslendinga sem bjó að
mestri reynslu í utanríkis- og samn-
ingamálum almennt séð og var ráð-
gjafi stjórnvalda í utanríkismálum.
Hann þótti því af þeim sökum
manna hæfastur til að taka sér þetta
verkefni að höndum,“ segir Guðni
og bætir við að það hafi þótt sér-
stakur kostur, að hann var ekki
tengdur neinum einum flokki á Al-
þingi sterkum böndum.
Guðni segir að Sveinn hafi einsett
sér í upphafi að gegna embætti rík-
isstjóra á þann veg, að hann træði
ekki þingmönnum um tær og því
síður ráðherrum. „Hann sagði að
eðli embættisins ætti að vera svipað
og konungs, og vakti máls á því að
helstu ræður og ávörp ætti hann að
semja í samráði við ríkisstjórn
hverju sinni.“
Málin þróuðust hins vegar þann-
ig, að Sveinn neyddist til þess að
stíga á hið pólitíska svið. „Það ríkti
mikil óeining á vettvangi stjórnmál-
anna, sem réð því meðal annars að
þjóðstjórnin svokallaða, sem skipuð
var Framsóknarflokki, Sjálfstæð-
isflokki og Alþýðuflokki undir stjórn
Hermanns Jónassonar, baðst lausn-
ar í upphafi ársins 1942 og sat fram í
maí sama ár.
Í kjölfarið var mynduð minni-
hlutastjórn Sjálfstæðisflokks undir
forsæti Ólafs Thors,“ segir Guðni,
en hlutverk þeirrar stjórnar var
einkum og helst að koma í gegn
breytingum á kjördæmaskipan í
stjórnarskrá, sem framsókn-
armönnum og Hermanni féllu illa og
töluðu þeir um „eiðrof“ af hálfu
Ólafs og sjálfstæðismanna.
„Svo fer, að Sveini sýnist nauð-
ugur einn kostur að skipa ut-
anþingsstjórn, og gerir það í mikilli
óþökk Ólafs Thors og Sjálfstæð-
isflokksins,“ segir Guðni. Hann bæt-
ir við að þetta hafi verið örþrifaráð
hjá Sveini. „Það verður að hafa í
huga, að þingið gat, hvern einasta
Morgunblaðið/Eggert
Bessastaðir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir ríkisstjóratíð Sveins Björnssonar 1941-1944 hafa verið mótunarár forsetaembættisins.
Árin sem mótuðu embættið
- Áttatíu ár liðin frá því Sveinn Björnsson var kjörinn ríkisstjóri Íslands - Um líkt leyti gaf Sigurður
Jónasson ríkinu Bessastaði - Harðar deilur urðu um hvar ríkisstjórinn ætti að eiga sér búsetu
5 SJÁ SÍÐU 20
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga
17. júní, eru liðin áttatíu ár frá því
Sveinn Björnsson var kjörinn rík-
isstjóri Íslands, en embættið var
nokkurs konar undanfari forseta-
embættisins. Um líkt leyti, eða 13.
júní 1941, bauð Sigurður Jónasson
íslenska ríkinu jörðina Bessastaði
og var hún þá þegar hugsuð sem
embættisbústaður ríkisstjóra.
„Sambandslagasamningurinn
geymdi engin ákvæði um konungs-
sambandið, og þegar leið að lokum
þess 25 ára tímabils sem hann átti
að vara, þá fór fólk að leiða hugann
að því hvað myndi gerast næst,“
segir Guðni Th. Jóhannesson, for-
seti lýðveldisins, en hann hefur í
sagnfræðirannsóknum sínum rann-
sakað nokkuð sögu forsetaembætt-
isins og um leið ríkisstjóratímann,
er varði í nákvæmlega þrjú ár, frá
17. júní 1941 og til lýðveldisstofn-
unarinnar á Þingvöllum 1944. Þau
ár voru því nokkurs konar mót-
unarár fyrir lýðveldið og embættið
sem var fyrirrennari forsetaemb-
ættisins.
Konungsvaldið fært heim
Guðni segir að á árunum fyrir síð-
ari heimsstyrjöld hafi Sveinn
Björnsson verið í hópi þeirra sem
töldu að konungssambandið við
Danmörku myndi vara áfram,
hvernig svo sem stjórnskipulegu
sambandi Íslands og Danmerkur
yrði hagað að öðru leyti eftir að
sambandslagasamningurinn rynni
út í fyrsta lagi eftir árið 1943. „En
svo skall á heimsstyrjöld,“ segir
Guðni, „og hinn 10. apríl 1940 er
Danmörk hernumin. Þá er þjóðhöfð-
ingi Íslendinga, konungur Íslands
og Danmerkur, nánast í stofufang-
elsi í höll sinni.“
Þá þóttu góð ráð dýr hér heima á
Íslandi, og var skotið á neyðarfundi
hér á Alþingi, þar sem samþykkt
var með þingsályktun að konungs-
valdið yrði fært heim. Í henni segir
m.a.: „Með því að ástand það sem nú
hefir skapast hefir gert konungi Ís-
lands ókleift að fara með vald það
sem honum er fengið í stjórn-
arskránni, lýsir Alþingi yfir því að