Morgunblaðið - 17.06.2021, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Hæ hó og jibbí jei..
óskar íslendingum
til hamingju með daginn
Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík
13.596.- / St. 37-42
Vnr.: IMA-706800
13.596.- / St. 37-41
Vnr.: IMA-706800
SUMARTILBOÐ
20% AFSLÁTTUR AF IMAC SKÓM 17.-21. JÚNÍ
13.596.- / St. 37-43
Vnr.: IMA-706320
13.596.- / St. 37-42
Vnr.: IMA-707410
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
Jón Gnarr gefur í haust út bókina
Óorð – Bókin um vond íslensk orð. Í
viðtali við Síðdegisþáttinn segist
Jón hafa sankað að sér orðum í
mörg ár eða eiginlega frá því að
hann man eftir sér.
„Óorð sem mér finnst ótæk, bara
vond orð sem við þurfum bara að
gera upp við og afgreiða og sleppa
takinu á,“ segir hann.
Jón segir orðin ekki vera af neinni
ákveðinni tegund og að þau komi úr
öllum áttum.
„Ég er með svona ákveðna hug-
myndafræði varðandi orðanotkun í
íslensku. Til dæmis eru mörg af
þessum orðum sjúkdómaheiti og
það finnst mér mjög vafasamt að
vera að búa til einhver sniðug ís-
lensk orð yfir alþjóðlega þekkta
sjúkdóma og það koma svona orð
eins og legslímuflakk, þetta finnst
mér til dæmis bara þvæla og við eig-
um bara að hætta, við eigum bara
sem sagt að uppræta svona. Þetta
gengur ekki og síðan erum við með
svona tvöfalt orðakerfi líka á mörg-
um sviðum. Við erum með eitt orð
sem allur almenningur notar en svo
er annað tilbúið orð sem hið op-
inbera notar, það er að segja op-
inberar stofnanir og þar á meðal
RÚV. Til dæmis eins og að kalla bíla
bifreiðar, þetta er bara þvæla. Bíll
er bara bíll og hann verður ekkert
merkilegri ef við köllum hann bif-
reið,“ segir hann.
Illa hugsuð bullorð
Með orðanotkun sem þessari seg-
ir Jón að íslenskunám fyrir útlend-
inga sé til dæmis gert óþarflega
flókið.
„Síðan eru bara bullorð svona orð
sem eru bara illa hugsuð og eru bull
og það er fullt af svoleiðis orðum
eins og bílaleigubíll. Þú veist að
þetta er bara bull. Það þarf ekkert
að tvítaka bíl í sama orðinu. Eða
borðstofuborð, þetta er bara bull.
Bílaleigubíll kemur til vegna þess að
við gátum ekki notað taxi eins og er
alþjóðlega þekkt um allan heim. Þá
sérðu bíl með svona einhverju ljósi
ofan á þar sem stendur taxi en við
gátum ekki notað taxi af því að það
er útlenska. Þá þurftum við að búa
til íslenskt orð og við bjuggum til
orðið leigubíll. En svo komu túrist-
arnir og bílaleigurnar og þá fött-
uðum við; úps, við erum búin að nota
þetta orð. En ef við segjum það bara
tvisvar. Segjum bara aftur bíll og
heyrðu – brilliant, við leysum það.
Þannig að þetta er bara bull,“ segir
hann.
Þá segir Jón að sér finnist að í
ákveðnum tilfellum eigi einfaldlega
að nota alþjóðleg orð. Til að mynda
þegar varðar líf fólks og heilsu.
„Eins og varðandi sjúkdóma og
svona læknisfræðileg hugtök þá eig-
um við að sleppa algjörlega að vera
að búa til einhver sniðug íslensk orð.
Ég fór til læknis um daginn af því að
ég var með einhver útbrot og lækn-
irinn sagði við mig: „Þetta er ristill.“
Og ég vissi ekki að þetta væri til.
Þarna er húðsjúkdómur sem heitir
það sama og líffæri. Þetta er bara
bull. Ég er alls ekki mótfallinn ný-
yrðum en það þarf bara að gera það
almennilega. Það þýðir ekkert að
henda fram einhverju orði og segja
bara: „Heyrðu, fundur búinn og við
erum búin að afgreiða hérna tuttugu
orð.“ Það verður bara að gera þetta
almennilega og við verðum líka bara
að horfast í augu við það að stund-
um eru í umferð orð sem ná engri
átt og orð sem verður bara að drífa
út úr tungumálinu og það eru svona
orð eins og fílapensill til dæmis sem
er í rauninni læknisfræðilegt. Er
sjúkdómur, ég veit ekki hvort þetta
er sjúkdómur en það getur verið það
og þetta orð hefur hvorki með
pensla né fíla að gera, þetta er dreg-
ið úr dönsku og var grínorð í Dan-
mörku sem átti að vera eitthvert
grín á einhvern prins sem hét Filip
og „filipens“ sem sagt að ef þú varst
með fílapensla þá varstu eins og
þessi Filip. Ég þekki þessa sögu
ekki nákvæmlega en þetta er upp-
runi þessa orðs. Og það eru mörg
orð sem eru svona hljóðmyndir af
dönskum orðum eins og t.d. stígvél.
Þú ert ekkert að stíga á neina vél
þarna. Það er engin vél í stígvélum.
Þýðingin er oft byggð á misskilningi
sem er byggður á misskilningi upp-
runalega og þetta er ekkert nýtt af
nálinni í íslensku,“ segir hann.
Jón segir að það sé kominn tími
til þess að horfast í augu við orðin
og að mörg þeirra sé tímabært að
taka úr íslenskunni.
Útskrifast úr sviðslista-
námi í haust
Í haust mun Jón ekki aðeins gefa
bókina sína Óorð út heldur einnig
útskrifast úr MFA-námi sem er
sviðslistanám. Sem lokaverkefni
valdi Jón sér að syngja Völuspá.
„Af hverju, ég bara veit það ekki.
Mér var bara sagt að gera það eig-
inlega. Þetta er held ég fimmta
verkefnið sem mig langaði að gera
og ég fór svona að garfa í þessu og
þetta algjörlega greip hug minn all-
an. Ég mun flytja þetta formlega í
Þjóðminjsafni Íslands 26. ágúst, það
verða held ég þrjár sýningar og ég
syng þarna útgáfu, það eru til þrjár
mismunandi útgáfur af Völuspá og
ég flyt hina svokölluðu Hauksbók-
arútgáfu sem er 62-64 erindi,“ segir
hann.
Jón segist vera með meira sjálfs-
traust eftir námið og nú þori hann
betur að syngja fyrir framan fólk.
Viðtalið við Jón Gnarr má nálg-
ast í heild sinni á K100.is.
„Þetta er bara bull“
Jón Gnarr gefur út bókina Óorð í haust en hann hefur sankað að sér orðum sem
honum hafa þótt ótæk og vond síðan hann man eftir sér. Hann segir að mörg ís-
lensk orð eigi að fá að víkja úr íslenskri tungu enda séu þau hreinlega bull.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gefur út Óorð
Óorð sem mér
finnst ótæk, bara
vond orð.