Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 Elsku Ragnheið- ur Kristín Bene- diktsson (Dúlla) sem fæddist 27. desember 1939 er fallin frá. Mamma okkar og hún kynntust ungar í Gaggó Vest og voru þrettán ára gaml- ar þegar þær stofnuðu sauma- klúbb ásamt fjórum öðrum vin- konum. Í gegnum alla okkar barnæsku hittust þær oft og reglulega eins og góðum klúbbi sæmir. Þegar saumaklúbbur var hjá mömmu var gott á borðum og notalegur kliður barst frá stofunni þar sem mik- ið var skrafað og hlegið. Það var líf og fjör í kringum vin- konurnar enda miklir persónu- leikar; Anna Lovísa, Gunna, Ragnheiður, Maggý, Dúlla og mamma okkar, Anna Garðars- dóttir. Hjónin Dúlla og Haukur voru samhent og lífsglöð og þau áttu skemmtileg áhugamál. Það var alltaf svo gaman að vera í kringum þau. Börnin þeirra Þórdís og Orri eru á svipuðum aldri og við systur og fjölskyld- urnar héldu mikið saman þegar Ragnheiður Krist- ín Benediktsson ✝ Ragnheiður Kristín Bene- diktsson (Dúlla) fæddist 27. desem- ber 1939. Hún lést 8. maí 2021. Útför hennar fór fram 28. maí 2021. við vorum að alast upp. Ferðirnar í sumarbústaðinn þeirra, Árdal, eru ógleymanlegar. Gleði fyllti húsið og nóg var við að vera. Við spiluðum, fórum í berjamó, á hestbak og ýmis- legt fleira. Þegar Haukur tók svo upp á að fela sæl- gæti á óvæntum stöðum í nátt- úrunni fyrir okkur krakkana urðu göngutúrarnir að einu stóru ævintýri. Og þá hló Dúlla. Okkur hefur alltaf fundist Dúlla skemmtileg. Hún hafði svo fallegt bros og dillandi hlát- ur sem var mjög innilegur og smitandi. Hún var góð og áhugasöm um okkur systurnar, það var eins og hún sæi beint inn í sál manns. Okkur fannst hún vera vitur. Hún vildi miðla og kenna okkur ýmislegt. Við munum svo vel hvað okkur fannst hún vera góður kennari og létum okkur dreyma í barnslegu sakleysi að hún gæti kennt okkur alla daga. Við hugsum með hlýhug til elsku Dúllu og vottum Hauki, Þórdísi, Orra og öðrum að- standendum innilega samúð. Minningin um glaðværa, góða og umhyggjusama fyrirmynd lifir. Hrönn og Anna Margrét Marinósdætur. Elsku Dogga frænka. Það er flókið að lýsa því hvernig þú í mínum barnshuga brúaðir bilið fyrir mig á milli mömmu og ömmu. Frá barnæsku okkar varst þú til staðar fyrir okkur öll og gæska þín og viska vísuðu veginn á svo ein- faldan og fallegan hátt. Aldrei skammir, bara leiðsögn, stundum smá ströng ef okkur datt einhver vitleysan í hug. Þegar mýflugurnar flugu inn í eyrað á manni þá hljóp maður inn í eldhús á Grímsstöðum og þú helltir vatni í eyrað og við því áttu þær sér enga vörn. Á Gríms- stöðum lærði ég líka að eina leiðin til að afbera mývarginn var að snúa andlitinu upp í goluna/vindinn. Ég var mjög ung, held ég, þegar ég áttaði mig á því að ef mömmu minnar nyti ekki við, þá vildi ég vera hjá þér. Þið systur svo ynd- islega ólíkar en samt svo líkar, heil- steyptar, heiðarlegar og sann- gjarnar, stórmerkilegar konur. Eitt af því sem ég dáðist að frá barnsaldri og þótti og þykir enn magnað er hve mörg ljóð þú kunnir og fluttir stundum fyrir okkur svo fallega að unun var á að hlýða. Seinna fór ég að taka eftir því að þér féll nánast aldrei verk úr hendi. Þegar gestagangurinn á Gríms- stöðum lét undan, þá voru prjón- arnir alltaf í seilingarfjarlægð og ég er svo heppin að eiga nokkra hluti eftir þig sem ég held mikið upp á og passa vel. Sem barn skildi ég ekki hvernig þetta stóra heimili gekk fyrir sig, reyndi bara að vera ekki fyrir, en ýmislegt brösuðum við þó yngstu dætur þínar og við systkinin. Í sveitinni varð allt spennandi og Þorgerður Egilsdóttir ✝ Þorgerður Egilsdóttir fæddist 3. desem- ber 1927. Hún lést 31. maí 2021. Þorgerður var jarðsungin 12. júní 2021. nýtt fyrir okkur sem komum af mölinni. Hitt man ég líka að ógrynni var til af bókum í öllum her- bergjum á Gríms- stöðum sem hentaði bókaorminum í mér einstaklega vel. Með árunum fjölg- aði ferðum þínum suður og ég komst sjaldnar norður en einmitt á þeim árum áttum við tvær oft okkar ánægjustundir, ég rak fyrirtæki að heiman og gat unnið þegar mér hentaði svo við höfðum nægan tíma til að spjalla saman um alla heima og geima. Enda hafðir þú áhuga á svo mörgu og vissir svo margt. Og auðvitað prjónaðir þú á meðan. Það var svo gaman þegar þið mamma komuð til Kaupmanna- hafnar, sumarið 1987, og mamma spilaði á hvíta píanóið í eldhúsinu fyrir þig á morgnana og okkur öll í skrítnu íbúðinni sem við leigðum þar um tíma, þið fóruð víða og sáuð alls konar áhugaverða hluti, stund- um tvær saman og stundum fórum við öll. Ég held að þessi ferð hafi styrkt systrasamband ykkar og verið okkur öllum til ánægju. Seinna fóruð þið mamma saman í Hveragerði og höfðuð bæði gagn og gaman af. Ég man sérstaklega eftir því hvað þú varst ötul við að leggja kapal og kunnir ótal útgáfur. Nú þegar litla systir þín, mamma mín, er farin að eldast þá er hún farin að leggja kapal. Þegar ég spurði hana af hverju hún gerði það, þá sagði hún mér að það væri svo róandi fyrir hugann. Ég leyfi mér að reikna með að líkindin með ykkur systrunum komi líka fram þar. Ég mun ávallt minnast þín með virðingu og hlýju, elsku frænka mín, og óska þér þess að þér líði vel þar sem þú ert núna og kveð þig í bili. Þín systurdóttir, Halldóra Björnsdóttir. Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST •REYNSLA Óli Pétur Útfararstjóri s. 892 8947 Hinrik Valsson Útfararstjóri s. 760 2300 Dalsbyggð 15, Garðabæ Sími 551 3485 osvaldutfor@gmail.com Ástkær eiginkona mín, KRISTÍN RAGNHILDUR DANÍELSDÓTTIR frá Tirðilmýri, lést þriðjudaginn 8. júní. Minningarathöfn verður í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 19. júní klukkan 15.30. Útför fer fram frá Unaðsdalskirkju sunnudaginn 20. júní klukkan 14. Vefstreymi verður frá Ísafjarðarkirkju á slóðinni https://www.facebook.com/vidburdastofa. Engilbert Ingvarsson börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elsku hjartans eiginmanns míns, föður okkar og bróður, JOHNS SNORRA SIGURJÓNSSONAR fjallgöngumanns, var saknað á fjallinu K2 föstudaginn 5. febrúar síðastliðinn. Útför fer fram frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 22. júní klukkan 13. Lína Móey Halla Karen Johnsdóttir Kjartan Orri Johnsson Silvía Stella Hilmarsdóttir Baltazar Elí Johnsson Ragnhildur Vala Johnsdóttir Sigurjón Blær Johnsson Karen Kristjánsdóttir Kristín Sigurjónsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi, HRAFN G. JOHNSEN tannlæknir, lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 22. júní klukkan 13. Sigurrós Skarphéðinsdóttir Örn Tryggvi Johnsen Erla Kristinsdóttir Gísli J. Johnsen Bryndís Ósk Jökla Björnsd. Smári Stav Ingunn Stav Hlynur Johnsen Eva Huld Friðriksdóttir Ásdís Anna Johnsen barnabörn og langafabörn Ástkær móðir, amma og langamma, MARLIES E. ÁRNASON WILKE, Ísafold, Strikinu 3, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold föstudaginn 30. apríl. Útför hennar hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Árni E. Jónsson Katrín H. Jónsdóttir Gunnar P. Jónsson Erna Valgeirsdóttir Þórarinn A. Jónsson Nataliya Ginzhul Þórunn H. Jónsdóttir Haraldur A. Gunnarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR, Mosgerði 23, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans mánudaginn 14. júní. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 23. júní klukkan 13. Gunnhildur Óskarsdóttir Gunnar Guðlaugsson Katrín Óskarsdóttir Pétur Árni Óskarsson Jakobína Sveinsdóttir Sumarliði Óskarsson Elín Ruth Reed Þorgeir Óskarsson Erla Þorsteinsdóttir Ingiríður Brandís Þórhallsd. Hafsteinn Óskarsson Sigurrós Erlingsdóttir Margrét Dröfn Óskarsdóttir Viktor Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, DIÐRIK JÓHANNSSON, fyrrv. framkvæmdastjóri Nautastöðvar BÍ, Mýrarvegi 111, Akureyri, sem lést 11. júní, verður jarðsunginn mánudaginn 21. júní klukkan 13.00 frá Glerárkirkju. Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðunni Jarðarfarir í Glerárkirkju. Elsa Björg Diðriksdóttir Ralf Heese Líney Snjólaug Diðriksdóttir Kristján Jónsson afabörn Gustav, Wilhelm og Hermann Kuhn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, FULVIO BOSIO, lést á líknardeild Misericordia Rossello í Savona 16. júní. Jarðarförin fer fram í Basilica San Nicolò í Pietra Ligure 18. júní. Sólveig Ragna Sigurþórsdóttir Kristian Þór Jessica Piero Sigurður Katia Giselle Björg Ástkær faðir okkar, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÁKI LÚÐVÍGSSON viðskiptafræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 14. júní. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 23. júní klukkan 13. Sigríður Guðmundsdóttir Erna Steina Guðmundsdóttir Gestur R. Bárðarson barnabörn og barnabarnabörn Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.