Morgunblaðið - 17.06.2021, Page 39
39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Í lausu lofti Margir hafa að undanförnu fengið sér salíbunu í aparólu sem sett hefur verið upp við Perluna í Öskjuhlíð og skemmt sér hið besta eins og myndin ber með sér.
Eggert
Vel heppnuð próf-
kjör Sjálfstæðis-
flokksins að und-
anförnu hafa aukið
meðbyr með flokknum.
Tuttugu þúsund stuðn-
ingsmenn hans hafa
tekið þátt í að velja öfl-
uga frambjóðendur.
Þessi lýðræðishátíð
okkar um allt land er
frábær upptaktur að
alþingiskosningum í haust.
Þingkosningarnar eru auðvitað
stóra prófið sem mestu skiptir. Þar
ætlum við sjálfstæðismenn að
standa saman sem sterk liðsheild.
Aðeins þannig tryggjum við að
grunngildin sem sameina sjálfstæð-
isfólk hafi áfram sterka rödd við
stjórn landsins.
Við höfum meðbyr
Sem varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins er ég bjartsýn fyrir kosn-
ingarnar. Flokkurinn hefur meðbyr.
Ríkisstjórnin hefur meðbyr, ekki
síst vegna þess hvernig tekist hefur
að standa vörð um bæði heilsufars-
lega og efnahagslega hagsmuni í
heimsfaraldri. Kröft-
ugur stuðningur rík-
issjóðs við fólk og
fyrirtæki á þessum
erfiðu tímum hefur
skipt sköpum. Ábyrg
efnahagsstjórn á und-
anförnum árum undir
forystu Sjálfstæð-
isflokksins gerði þetta
kleift.
Og það sem meira
er: Ísland hefur með-
byr. Tækifærin til
nýrrar sóknar eru
hvarvetna, ekki síst á
landsbyggðinni. Í Norðvest-
urkjördæmi hefur t.d. á und-
anförnum dögum verið skrifað und-
ir fjórar viljayfirlýsingar um
spennandi verkefni til verðmæta-
og atvinnusköpunar, þrjú á Grund-
artanga og eitt í Stykkishólmi.
Svipuð tækifæri eru ýmist komin af
stað eða eru í deiglunni víðar um
landið.
Á sama tíma og við erum á leið
„út úr kófinu“ með auknu persónu-
legu frelsi erum við þannig á leið til
nýrrar sóknar í verðmætasköpun
og atvinnutækifærum. Og stefna
okkar sjálfstæðismanna um frjálst
framtak er best til þess fallin að
hlúa betur að slíkum tækifærum.
Árangur og tækifæri
Framfarir og árangur í lands-
málum byggjast oftast á skýrri
stefnu sem leiðir saman þá fjölmörgu
hagsmunaaðila sem þurfa að róa í
sömu átt til að markmiðin náist. Ég
lagði því áherslu á það á kjör-
tímabilinu að mótuð yrði skýr stefna
fyrir Ísland í nokkrum mikilvægustu
málaflokkum okkar: orkumálum, ný-
sköpun og ferðaþjónustu. Þetta tókst
og var gert í víðtæku samráði. Á
þessum grunni hafa þegar verið stig-
in mikilvæg framfaraskref og næstu
skref liggja fyrir.
Dæmin um árangur eru fjölmörg.
Lóa, nýsköpunarsjóður landsbyggð-
arinnar, hefur verið stofnaður, sá
fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.
Kría, hvatasjóður vísifjárfestinga,
stórbætir fjármögnunarumhverfi
frumkvöðlafyrirtækja. Framlög úr
framkvæmdasjóði ferðamannastaða
hafa verið aukin og sjóðurinn stuðlar
að uppbyggingu nýrra segla í ferða-
þjónustu um allt land, meðal annars í
Norðvesturkjördæmi. Full jöfnun
dreifikostnaðar raforku hefur verið
tryggð frá og með næsta hausti og
stórátak í þrífösun rafmagns og jarð-
strengjavæðingu er á fullri ferð. Ný-
samþykkt frumvarp mitt til breyt-
inga á raforkulögum mun stuðla að
lækkun bæði flutnings- og dreifi-
kostnaðar raforku. Spennandi verk-
efni um vetni og rafeldsneyti eru í
undirbúningi; þau samræmast full-
komlega markmiði orkustefnu um að
Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti
og við ætlum að styðja markvisst við
þá þróun.
Einföldunarbyltingin er næst
Ég hef talað fyrir því að næst á
eftir nýsköpunarbyltingunni, sem nú
stendur yfir á Íslandi, þurfum við að
ráðast í einföldunarbyltingu. Reglu-
verk okkar er á mörgum sviðum of
flókið og svifaseint. Í þeim anda hef
ég afnumið úrelt lög, breytt stofn-
anaumhverfi nýsköpunar með ein-
földun að leiðarljósi, lagt af verkefni
sem ekki þjóna lengur tilgangi sínum
og látið vinna ítarlegt mat á frekari
tækifærum til einföldunar reglu-
verki. Hér er mikið verk að vinna og
hægt að leysa gífurleg verðmæti úr
læðingi.
Verðmætasköpunin sem við stuðl-
um að með einfaldara regluverki er
ein af forsendum þess að ríkissjóður
standi áfram undir þeirri velferð sem
við viljum tryggja landsmönnum án
þess að hækka skatta í sífellu. Dæm-
in sanna að sú hætta er alltaf handan
við hornið, ekki síst eftir að rík-
issjóður hefur orðið fyrir áföllum
eins og nú. Aukin nýsköpunarhugsun
í opinberum rekstri er önnur nauð-
synleg forsenda fyrir þessu.
Hefjum sókn til sigurs
Prófkjör okkar sjálfstæðismanna í
Norðvesturkjördæmi hófst í gær en
seinni kjördagur er á laugardaginn.
Ég legg verk mín á kjörtímabilinu
bæði stolt og auðmjúk í dóm kjós-
enda. Ég gleðst yfir stuðningnum
sem ég finn fyrir við framboð mitt til
að fá að leiða sterkan lista kjördæm-
isins í haust. Ég gleðst líka yfir bjart-
sýninni sem einkennir flokksmenn í
kjördæminu líkt og annars staðar á
landinu.
Ég hvet ykkur, kæru flokksmenn í
Norðvesturkjördæmi, til að fjöl-
menna á kjörstað á laugardaginn.
Hefjum þar saman sóknina til sigurs
í haust.
Eftir Þórdísi
Kolbrúnu Reykfjörð
Gylfadóttur
»Ég legg verk mín á
kjörtímabilinu bæði
stolt og auðmjúk í dóm
kjósenda.
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir
Höfundur er varaformaður
Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Hefjum sóknina til sigurs í haust
Þegar Íslands fyrsti
faðir nam hér land var
eyjan okkar mannlaus
og af engum að taka
nema hinni miklu móð-
ur. Ekkert stjórnvald
og engin landslög.
Landnámsmennirnir
þurftu því engum að
svara. Einungis
hyggjuvitinu og forn-
um venjum.
Í heimahögum hafði
orðið stjórnarbylting undir forystu
Haraldar hárfagra. Hollustan við
sjálfstæðið og sjálfsvirðinguna
fleytti hinum útsjónarsömu for-
feðrum okkar yfir hafið kalda með
hjálp Njarðar. Sannir sjálfstæð-
ismenn voru þeir allir.
Um hálfri öld síðar, þegar Alþingi
var stofnað, varð Ísland formlega að
ríki. Þá hafði heil kynslóð, hin fyrsta
íslenska kynslóð, vaxið úr grasi.
Á kjördag árið 1953 gerði Sjálf-
stæðisflokkurinn þessum mikilvæga
uppruna okkar skil í fallegum
hvatningarorðum. Segir í þeim með-
al annars: „Sem faðir þjóðarinnar
reisti hann hér bú í óbyggðu landi,
er hann hafði flúið ættland sitt und-
an ofríki, kúgun og gaf þjóð sinni í
vöggugjöf trú á mátt
og helgi frelsisins.
Frelsisþrá sína, fram-
tak og djörfung tók
þjóðin hans að erfð-
um.“
Á þessum grunni var
Ísland okkar reist og
það er hægt að færa
gild rök fyrir því að
stjórnarform þjóðveld-
isins, hins fyrsta ís-
lenska lýðveldis, hafi
vegna þessa verið mót-
að á lítt ræddum en þó
mikilvægum grunni
lýðræðis og laga.
Úlfljótur hét maður
Þann 17. júní árið 1929 flutti Guð-
mundur Björnsson, þáverandi land-
læknir, áhugaverða ræðu í tilefni
þúsund ára afmælis íslenska rík-
isins. Ræðan var birt í 38. tölublaði
Ísafoldar hið sama ár. Í ræðunni
segir Guðmundur meðal annars:
„Ingólfur var faðir íslensku þjóð-
arinnar. Um hann vitum við margt.
Úlfljótur var faðir íslenska ríkisins.
Um hann vitum við fátt. […] Úlf-
ljótslög voru aldrei skráð. Og þó vit-
um við enn með fullri vissu allra
merkilegasta atriðið í þessum
fyrstu stjórnskipunarlögum lands-
ins. En það var þetta: Með Úlfljóts-
lögum var stofnað sjálfstætt og full-
valda þjóðríki á Íslandi. Og þetta
ríki var ekki konungsríki, heldur
lýðveldi. […] Það er sá mikli við-
burður sem hér gerðist fyrir 1000
árum, að þegar konungsvaldið er að
magnast alstaðar annars staðar, þá
fæðist hér ný þjóð í áður ónumdu
landi. Og þessi unga þjóð vill ekki
hafa konung yfir sér.“
Guðmundur snertir hér á mikil-
vægum þræði og það er hugmyndin
um sjálft lýðveldið og hvaðan um-
boð til stjórnvalds kemur. Hug-
myndina um frjálsa þjóð í frjálsu
landi sem hafa verið vígorð okkar
sjálfstæðismanna frá upphafi.
Valdið kemur frá þjóðinni
Hornsteinn íslensks samfélags er
lýðveldið okkar sem við endur-
reistum á þessum allra helgasta
degi landsmanna þann 17. júní 1944.
Í því felst að allsherjarvald lýtur
lýðræðislegum yfirráðum okkar Ís-
lendinga og engra annarra. Þetta er
okkar dýrmætasta auðlind. Það að
fá að stjórna okkur sjálf.
Við kjósum okkur æðstu fulltrúa
löggjafarvaldsins sem sitja á þessu
elsta og merkilegasta þingi ver-
aldar. Við kjósum okkur forseta lýð-
veldisins í beinum kosningum án af-
skipta stjórnmálamanna. Það er
merkileg og oft á tíðum vanmetin
staðreynd. Með lýðræðislegum leik-
reglum sækja æðstu fulltrúar fram-
kvæmdar- og dómsvalds umboð sitt
til Alþingis og forseta og þar af leið-
andi óbeint til þjóðarinnar.
Þetta er það stjórnskipulega
frelsi sem við þurfum að halda vörð
um og verja með öllum tiltækum
ráðum. Þetta er sú stjórnskipan
sem tók öll þessi ár að endurheimta
og þessi stjórnskipan er sérsniðin
fyrir okkur Íslendinga.
Þetta er hugmyndafræðilega
ástæðan fyrir því að við sjálfstæð-
ismenn erum bundnir tryggðabönd-
um í viðleitni okkar til sjálfstæðisins
og erum sammála um að utan Evr-
ópusambandsins skulum við Íslend-
ingar standa; enda myndi innganga
í sambandið rjúfa tengsl þjóð-
arinnar við handhafa allsherj-
arvalds um ókomna tíð. Á sama
tíma gjöldum við auknum varhuga
við þróun samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið enda er hann
hægt og rólega að rjúfa þessi allra
mikilvægustu tengsl.
Til umhugsunar
Þjóðin glataði frelsinu árið 1262
við samþykkt Gamla sáttmála. Á
þessum myrkasta tímapunkti í sögu
þjóðarinnar hófst innleiðing nýs
stjórnskipulags sem byggðist á
formlegri undirgefni við erlenda
valdhafa. Bölið sem fylgdi
sjálfstæðismissinum mikla varði í
mörg hundruð ár. Á því tímabili
voru ákvarðanir teknar hinum meg-
in við hafið við hverja við Íslend-
ingar máttum versla, hvernig við
skyldum haga okkar löggjöf og
hvernig nýtingu auðlinda okkar
skyldi háttað.
Það er margt sem bendir til þess
að ráðamenn okkar hafi blindast af
eigin dýrðarljóma og tapað áttum í
málum er varða fullveldið.
Skeytingarlausir gagnvart upp-
runanum og afleiðingum gjörða
sinna sigla þeir áfram á sjálfstýr-
ingu alþjóðavæðingarinnar og feta
sig áfram í fótsporum Gissurar Þor-
valdssonar. Týndir í bergmálshelli
alþjóðlegra möppudýra.
Eftir Viðar
Guðjohnsen »Hornsteinn íslensks
samfélags er lýð-
veldið okkar sem við
endurreistum á þessum
allra helgasta degi
landsmanna þann 17.
júní 1944.
Viðar H.
Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur
og sjálfstæðismaður.
Uppruninn og sjálfstæðisstefnan