Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 1
Kátt var á hjalla í samfélagshúsinu í Bólstaðarhlíð í gær þeg-
ar skellt var í vöfflukaffi í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslend-
inga, 17. júní. Finnbogi Arndal var á svæðinu, í miklu þjóðhá-
tíðarskapi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Víða verða
hátíðahöld í dag, þótt samkomutakmarkanir vegna kór-
ónuveirunnar setji að einhverju leyti svip sinn á þau.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gleðilega
þjóðhátíð!
F I M M T U D A G U R 1 7. J Ú N Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 140. tölublað . 109. árgangur .
SETTI MARK
SITT Á FOR-
SETAEMBÆTTIÐ
RÚM 77%
VERKA
ÍSLENSK
ANNAÐ
ÆVINTÝRI
WALESVERJA?
LEIKÁRIÐ GERT UPP 60 EM Í KNATTSPYRNU 5980 ÁR FRÁ KJÖRI 18
Lægra verð – léttari innkaup
GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ!
OPIÐ Í ÖLLUM VERSLUNUM NETTÓ Í DAG, 1
7. JÚNÍ
TILBOÐ Í SÓL
FLUG & GISTING TIL
TENERIFE
67.500 KR.*
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN 23. - 30. JÚNÍ
WWW.UU.IS | 585 4000
Baldur S. Blöndal
Unnur Freyja Víðisdóttir
Forstjóri Eimskips segir að sáttin
sem fyrirtækið gerði við Samkeppn-
iseftirlitið vegna brota félagsins á
samkeppnislögum eyði þeirri óvissu
sem uppi hafi verið. Með sáttinni,
sem undirrituð var í gær, viðurkenn-
ir Eimskip alvarleg brot á sam-
keppnislögum vegna víðtæks sam-
ráðs við keppinautinn Samskip.
Þá mun Eimskip greiða 1,5 millj-
arða í stjórnvaldssekt sem rennur í
ríkissjóð og mun skuldbinda sig til
þess að grípa til aðgerða sem vinna
gegn því að brot endurtaki sig.
„Úr því sem komið er erum við
sátt við þessa niðurstöðu,“ segir Vil-
helm Már Þorsteinsson, forstjóri
Eimskips.
Með undirritun sáttarinnar er
rannsókn Samkeppniseftirlitsins á
Eimskip lokið. Ætluð brot Samskipa
eru hins vegar enn til rannsóknar
hjá Samkeppniseftirlitinu. Það hefur
haft ætluð brot Eimskips og Sam-
skipa hf. (og tengdra félaga) til rann-
sóknar í rúm ellefu ár. Umfang rann-
sóknarinnar er án fordæma hvað
varðar rannsókn samkeppnismála
hér á landi.
Nýir stjórnarhættir hafa verið
teknir upp innan Eimskips á undan-
förnum árum. Spurður um það segir
Vilhelm að breytingarnar hafi verið
gerðar á víðum grunni. „Það eru auð-
vitað nýir aðaleigendur að félaginu,
nýr forstjóri. Töluvert af breyting-
um á skipulagi félagsins, breytingum
í framkvæmdastjórn, verkferlum,
upplýsingagjöf til stjórnar og út á
markaðinn,“ segir Vilhelm.
Hverju mun sáttin breyta fyrir
reksturinn?
„Fyrst og fremst eyðir hún þeirri
óvissu sem hefur verið. Þetta er
gamalt mál sem hefur fylgt okkur á
meðan við höfum verið að skerpa á
áherslum í rekstrinum. Það er liður í
þessum áherslubreytingum að klára
þetta mál til dæmis. Sem betur fer
tókst það.“
Vilhelm segir að sáttaviðræður við
Samkeppniseftirlitið hafi verið að
frumkvæði Eimskips. Aðspurður
segist hann ekki geta tjáð sig um það
hvort óánægja hafi ríkt innan Eim-
skips með framgöngu Samkeppnis-
eftirlitsins.
Sáttin eyðir óvissunni
- Eimskip viðurkennir alvarleg brot og greiðir sekt upp á 1,5 milljarða króna
- Forstjóri fyrirtækisins segist sáttur við niðurstöðuna - Stjórnarhættir breyttir