Morgunblaðið - 17.06.2021, Side 35
FRÉTTIR 35Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Upplýsingatæknifyrirtækið Origo
hefur tekið í notkun stafrænar und-
irskriftir fyrir samninga sem felur í
sér að fyrirtækið mun einungis sýsla
með reikninga og samninga á staf-
rænu formi. Þá hyggst fyrirtækið
einungis senda út reikninga og gögn
til viðskiptavina á stafrænu formi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
fyrirtækinu.
Þar segir jafnframt að ákvörðunin
styðji við sjálfbærnistefnu Origo,
sem hafi það að markmiði að auka
umhverfisvæna upplýsingatækni og
stuðla að umbúðalausu samfélagi.
Kemur frá Dokobit
Lausnin fyrir stafrænar undir-
skriftir kemur frá íslenska hugbún-
aðarfyrirtækinu Dokobit sem er
samkvæmt tilkynningunni eini þjón-
ustuveitandinn á Íslandi sem hefur
lokið við eIDAS-vottun sem „full-
gildur traustþjónustuveitandi til
staðfestingar um samræmi við gild-
andi lög um rafrænar undirskriftir
og aðrar traustþjónustu“ eins og það
er orðað í tilkynningunni.
Origo verður jafnframt megin-
samstarfsaðili Dokobit.
Allir samningar
stafrænir hjá Origo
- Styður við sjálfbærnistefnu félagsins
Upplýsingatækni Origo mun bæði þróa nýjar lausnir og tengja stafrænar
undirritanir Dokobit við núverandi lausnir fyrirtækisins.
Steypustöðin hefur sameinað vöru-
merkin Loftorku Borgarnesi og
Hólaskarð undir nafninu
Steypustöðin. Sameinað fyrirtæki
hefur einnig fengið nýtt og uppfært
útlit sem endur-
spegla á hlutverk
og stefnu félags-
ins til framtíðar.
Þetta kemur
fram í tilkynn-
ingu frá félaginu.
Þar segir einn-
ig að lausnafram-
boð Steypustöðv-
arinnar muni ná
til víðtækari sviða
í byggingar-
framkvæmdum, allt frá
framleiðslu og dreifingu á blaut-
steypu, framleiðslu á forsteyptum
einingum og hellum, múrvörum og
fylliefnum til framkvæmda. Auk
þess mun félagið leggja enn frekari
áherslu á endurvinnslu á steypu
og malbiki.
Lokahnykkur sameiningar
„Þetta er lokahnykkurinn á sam-
einingarferli Steypustöðvarinnar og
dótturfélaga þess sem hófst fyrir
um tveimur árum,“ segir Björn
Ingi Victorsson í tilkynningunni.
„Við höfum nýtt þann tíma vel í að
straumlínulaga starfsemina, þétta
framboð félagsins á byggingar-
lausnum og sækjum nú sterkari
fram sem ein heild.“
Björn Ingi segir að nýtt útlit og
vörumerki endurspegli fjölbreyttara
framboð félagsins á byggingar-
lausnum og skarpari áherslur í þjón-
ustu við byggingariðnaðinn og sam-
eini að auki alla starfsmenn undir
eitt sterkara vörumerki. „Við teljum
mikil sóknarfæri fólgin í því að sam-
eina heildarstarfsemi félagsins und-
ir eitt vörumerki Steypustöðvarinn-
ar. Í þessu felst skilvirkara sölu- og
markaðsstarf og aukið hagræði í
rekstri.“
Nýja vörumerkinu er ætlað að
leggja áherslu á vegferð félagsins til
aukinnar sjálfbærni og útlit þess
taki nú talsverðum breytingum til
að
endurspegla þessa nýju sýn fé-
lagsins. „Við ætlum okkur að vera
skrefi á undan á byggingamarkaðn-
um og bjóða viðskiptavinum okkar
sterkari þjónustu og ráðgjöf á þeim
lausnum sem við höfum upp á að
bjóða. Þetta þýðir aukin breidd í
starfseminni, nýsköpun og betri og
heildstæðari þjónusta. Við erum nú
vel í stakk búin til að þjónusta við-
skiptavini okkar ennþá betur með
víðtækari og spennandi lausnum
sem hafa ekki verið til staðar á
markaðnum. Það eru svo sannarlega
spennandi tímar fram undan,“ segir
Björn Ingi að lokum í tilkynning-
unni.
Frumkvöðull í blautsteypu
Steypustöðin var stofnuð árið
1947 og var frumkvöðull í Evrópu
með dreifingu á blautsteypu úr
steypubifreiðum og varðaði þann-
ig brautina í mannvirkjagerð á Ís-
landi samkvæmt tilkynningunni.
Loftorka var stofnuð árið 1962 og
malarnámur Hólaskarðs og Vatns-
skarðs eiga rætur að rekja til níunda
áratugar síðustu aldar.
Hjá Steypustöðinni starfa um 300
manns á 10 starfsstöðvum í Reykja-
vík, Hafnarfirði, Reykjanesi, Borg-
arnesi, Selfossi og Vík með fram-
leiðslugetu upp á um 600 rúmmetra
af steypu á klukkustund. Velta árs-
ins 2020 var tæpir átta milljarðar
króna.
Loftorka og Hólaskarð
undir Steypustöðina
- Nýtt útlit endurspeglar hlutverk og stefnu til framtíðar
Steypubíll Nýja vörumerkið leggur
áherslu á aukna sjálfbærni.
Björn Ingi
Victorsson