Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 49
Laust er til umsóknar starf félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum félagsþjónustu sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Félagsmálastjóri hefur yfirumsjón með félagsþjónustu sveitarfélagsins, þjónustar íbúa Hvalfjarðarsveitar á því sviði, er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn og nefndir og vinnur skv. samþykktum þeirra. Félagsmálastjóri vinnur að faglegri uppbyggingu og stefnumótum í málaflokkum sem heyra undir starfssviðið. Eftirfarandi heyrir m.a. undir verkefna- og ábyrgðarsvið félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar: • Félagsleg þjónusta, ráðgjöf, greining og aðstoð • Málefni fatlaðra • Málefni aldraðra og félagsleg heimaþjónusta • Barnavernd • Málefni barna og ungmenna • Húsnæðismál • Forvarnar- og jafnréttismál Félagsmálastjóri ber ábyrgð á meðferð og varðveislu gagna, úrvinnslu og upp- lýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Félagsmálastjóri sinnir teymisvinnu og starfar með mismunandi fagstéttum á þjónustusvæði sveitarfélags- ins. Félagsmálastjóri er starfsmaður fjölskyldu- og frístundanefndar. Almennt stjórnunarsvið: Félagsmálastjóri starfar og stjórnar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um félagsþjónustu sveitarfélaga, eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórn- sýslu, samkvæmt markmiðum sveitarstjórnar og í samræmi við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar á hverjum tíma. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í félagsráðgjöf er skilyrði • Þekking og reynsla í félagsráðgjöf, barnavernd og málefnum fatlaðra er skilyrði • Reynsla af stjórnun úr sambærilegu umhverfi er æskileg • Þekking á svæði félagsþjónustunnar er mikill kostur • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika • Sjálfstæði í vinnubrögðum og þjónustulund • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Reynsla af notkun kerfanna One System og Navision er kostur Kjör: Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 5. júlí 2021. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu linda@hvalfjardarsveit.is Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 650 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar er nægt lóðaframboð, fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á atvinnusvæðinu við Grundartanga með fjölbreyttum fyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is Félagsmálastjóri Byggingafélag námsmanna auglýsir eftir starfsfólki í viðhaldsteymi og á skrifstofu félagsins Vegna aukinna umsvifa og fjölgunar íbúða leitar Byggingafélag námsmanna eftir tveimur starfsmönnum í viðhaldsteymi félagsins auk starfs- manns í bókhald í 50% starf. Umsóknarfrestur er til 25. júní og skal öllum umsóknum skilað með rafrænum hætti í tölvupósti á netfangið bodvar@bn.is.Tilgreina skal helstu persónuupplýsingar ásamt ferilskrá og menntun.Öllum umsóknum verður svarað. Málari/umsjónarmaður fasteigna Helstu verkefni: • Málun íbúða félagsins, bæði heilmálun og viðgerðir • Eftirlit með íbúðum og fasteignum • Samskipti við leigutaka og úttektir íbúða við skil • Þrif og frágangur íbúða til afhendingar fyrir nýja leigjendur. Kröfur: • Menntun og reynsla á sviði húsamálunar • Jákvætt hugarfar og góðir samskiptahæfileikar • Rík þjónustulund • Haldgóð íslenskukunnátta • Hreint sakavottorð Starfsmaður í þrif Helstu verkefni: • Þrif á íbúðum félagsins og frágangur íbúða til afhendingar fyrir nýja leigjendur • Samskipti við leigutaka og úttektir íbúða við skil • Eftirlit með íbúðum og fasteignum Kröfur: • Reynsla af þrifum • Jákvætt hugarfar og góðir samskiptahæfileikar • Rík þjónustulund • Haldgóð íslenskukunnátta • Hreint sakavottorð Bókhald/skrifstofa (50% starf) Helstu verkefni: • Færsla bókhalds og afstemmningar • Símsvörun • Þjónusta við viðskiptamenn • Almenn skrifstofustörf Kröfur: • Reynsla og þekkning af færslu bókhalds • Menntun og/eða haldbær reynsla sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af bókhaldskerfinu DK er kostur • Góð almenn tölvukunnátta • Haldgóð íslenskukunnátta • Rík þjónustulund • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð • Hreint sakavottorð Byggingafélag námsmanna á og leigir út til námsmanna um 500 íbúðir á höfuðborgar- svæðinu. Félagið er með yfir 150 íbúðir í byggingu og áformar að byggja um 150 íbúðir til viðbótar á næstu 5 árum. Ennfremur sér félagið um rekstur stúdentagarða Háskólans í Reykjavík þar sem eru yfir 250 íbúðir. Störfin henta bæði konum og körlum og eru bæði kyn hvött til að sækja um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.