Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva, tölva og dróna Körfur frá 25.000 kr. Startpakkar frá 5.500 kr. og margt fleira Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is Allt fyrir frisbígolf Töskur frá 3.990 kr. Diskar frá 2.500 kr. Fjarlægðarmælir 24.990 kr. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Anders Magnus, hinn litríki fréttarit- ari norska ríkisútvarpsins NRK, er á heimleið, að þessu sinni frá Wash- ington. Magnus er fyrir margt löngu orðinn stofustáss og heimilisvinur norskrar þjóðar, sem fylgst hefur með honum á skjánum greina frá gangi mála í blóðugri borgarastyrjöld í Síerra Leóne, segja af skelfingu lostnum íbúum og löskuðu kjarn- orkuveri í Fukushima og öskureiðum mótmælendum í Minneapolis í kjölfar vígs George Floyds. Er þar aðeins dropi á ferð í hafsjó ferils sem hófst fyrir 43 árum, en síð- an hefur Magnus flutt löndum sínum í Noregi fréttir frá alls 76 löndum í öllum álfum heimsins, að frátöldu Suðurskautslandinu. Magnus starfaði meðal annars sem fréttaritari ríkisútvarpsins norska í Afríku árin 1998 til 2002, Asíu 2010 til 2014 og Bandaríkjunum frá 2017 til dagsins í dag. „Ég ætla að vinna í eitt ár eftir að ég kem aftur til Noregs, verð í einhverjum sérverkefnum þar til ég fer á eftirlaun á næsta ári,“ seg- ir Magnus í stuttu samtali við Morg- unblaðið frá Washington, en hann verður sjötugur árið 2022. „Ég hætti nú samt ekkert alveg þá, ég verð eitt- hvað hjá Miðstöð rannsóknarblaða- mennsku í Bergen [Senter for Undersøkende Journalistikk, SUJO], bæði sem leiðbeinandi og í einhverj- um verkefnum,“ bætir hann við, enda alkunna að innvígðir hætta ekki svo glatt í blaðamennsku. Í tilefni heimflutnings á norska grund sendi Magnus frá sér fróðlega samantekt um minnisverð augnablik á ferli sínum síðustu áratugi undir yfirskriftinni „Heimurinn er minn vinnustaður“ og er hér stiklað á stóru. „Ert þú ekkert smeykur?“ Sautján ára gamall sat Magnus við hlið vörubifreiðarstjóra á M1-braut- inni á norðurleið frá London. Hann var puttaferðalangur og auk þess í fyrsta sinn einn á ferðalagi utan Norðurlandanna. Ökumaðurinn strompreykti sígarettur sem hann rúllaði sér sjálfur og þeir Norðmað- urinn ungi ræddu um daginn og veg- inn. Magnus spurði hikandi hvort ferðafélaginn óttaðist aldrei að taka upp bláókunnuga puttaferðalanga sem hann vissi engin deili á. Var hann ekkert hræddur við að lenda í bí- ræfnu ráni? „Þá dreg ég bara upp þessa hérna,“ svaraði ökumaðurinn grafalvarlegur með stingandi augna- ráði og sýndi unglingnum vígalega silfurgljáandi Colt-skammbyssu. Svo stökk andlit hans sundur í innilegum hlátri, hann lagði vopnið frá sér og spurði til baka: „En ert þú ekkert smeykur um á hverjum þú lendir á vegum úti?“ Sú spurning hefur vafalaust oft leitað aftur á Magnus á ferli hans sem fréttaritari um gervalla heimsbyggð- ina. Ekki síst fyrstu ár Afríkutíma- bilsins þar sem algengasta fréttaefn- ið snerist um valdarán og styrjaldir. „Ég hef sloppið lifandi frá eþíópískri stórskotaliðsárás í Eritreu og skot- hríð liðsmanna Mugabes í Simbabve. En aldrei varð taugatitringurinn meiri í umfjöllun um Afríkustríðin, en þegar hópur herbarna umkringdi mig og tvo samstarfsmenn á víglín- unni utan við Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, og kváðust ætla að drepa okkur,“ skrifar Magnus í sam- antekt sinni. Þessir berfættu litlu stríðsmenn, viti sínu fjær af kókaínneyslu, beindu öflugum AK-47-hríðskotarifflum sín- um að hópnum frá NRK og þóttist Magnus þess viss á þeirri stundu, að hann lifði sín síðustu augnablik. „En, eins og þið vitið núna, lifðum við allir þrír. Þökk sé ísköldum óttanum, löngum samningaviðræðum og þykk- um seðlabúntum. Ég var með pen- inga í öllum vösum og í skónum líka – einmitt til að nota við svona aðstæð- ur. Viku seinna skutu þeir og drápu ljósmyndara frá Associated Press sem var með okkur í þessari ferð.“ Þá var Magnus mættur á vígvelli annars stríðs, annars staðar í Afríku, til að segja Norðurlandabúum frá. Þrýstingur í Kína Stóri draumurinn var þó alltaf Kína, það þótti Magnus forvitnilegt ríki og þangað kom hann fyrst árið 1977, árið eftir andlát Maós for- manns, enda var það fyrsta sem hann heyrði, þegar hann gekk út af járn- brautarstöðinni í Peking, ómur lags- ins Austrið er rautt, óopinbers þjóð- söngs Kína á árum menningarbyltingarinnar, sem hljómaði frá klukkuturnum brautar- stöðvarinnar. Löngu síðar, árið 2010, var Magn- us staddur í Kína á ný, þá sem ný- sleginn Asíufréttaritari NRK. Þegar ráðamenn alþýðulýðveldisins áttuðu sig á að þar færi Norðmaður í hlut- verki fréttaritara, drógu þeir sam- stundis þá ályktun, að hann hlyti að ráða lögum og lofum í heimalandi sínu. Og akkúrat árið 2010 skipti það Kínverska kommúnistaflokkinn höf- uðmáli að hafa aðgang að áhrifa- manni í Noregi. Norska Nóbelsverðlaunanefndin hafði þá nýverið tilkynnt þá ákvörðun sína, að veita kínverska rithöfundin- um og lýðræðissinnanum Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels, nokkuð sem að mati kínverskra ráðamanna mátti alls ekki gerast. „Fu Ying var aðstoðarutanríkis- ráðherra Kína 2010. Hún bauð mér á dýrasta veitingahúsið í Peking til að biðja mig að hindra að Nóbelsverð- launanefndin veitti lýðræðissinnan- um Liu Xiaobo friðarverðlaunin,“ skrifar Magnus. Aðstoðarutanríkis- ráðherrann hafi ekki lagt minnsta trúnað á að fréttaritarinn gæti ekki talið nefndinni hughvarf. Því næst hafi Fu Ying farið með Magnus í lystigarð nokkurn þar sem lífverðir fylgdu þeim hvert fótmál. Tjáði ráðherra Norðmanninum þar, að fengi baráttumaður fyrir lýð- ræði, sem sæti í fangelsi, friðarverð- laun Nóbels liti það verulega illa út fyrir Kína og Noreg. „En Liu Xiaobo fékk verðlaunin og í kjölfarið mátti ekki bara Noregur sæta reiði stór- veldisins – það mátti ég líka. Vefsíða NRK var bönnuð í Kína og næstu fjögur árin tók enginn opinber emb- ættismaður símann þegar ég hringdi,“ rifjar fréttaritarinn upp. Sú afneitun hafi þó aðeins verið dropi í hafið. Segir Magnus kínverska leyniþjónustumenn hafa elt hann og eiginkonu hans á röndum og farið með leynd inn á heimili þeirra, stjórn- arandstæðingar sem veittu honum viðtöl hafi sætt ofsóknum og hand- tökum og yfirvöld hlerað síma hans og netumferð. Í niflheimi Engan skyldi því undra að frétta- ritaranum hafi verið stórlega létt að komast um stundarsakir úr mengun í tvennum skilningi í kínversku höfuð- borginni, þegar hann var sendur til japönsku borgarinnar Fukushima í mars 2011 þar sem allt var í hers höndum í kjölfar jarðskjálfta og flóð- bylgju 11. mars sem kostaði 20.000 mannslíf auk þess sem stórlaskað kjarnorkuver ógnaði þar öllu nánasta umhverfi. „Ég hef séð miklar náttúruhamfar- ir á mínum starfsferli, en ekkert sem jafnaðist á við þetta. Flóðbylgjan hafði bókstaflega mulið strandbæina niður og stór svæði inn til landsins voru óíbúðarhæf vegna geislavirkni. Við vorum í niflheimi, þetta var eins og kjarnorkustyrjöld, með háskaleg- an, en ósýnilegan óvin allt um kring,“ skrifar Magnus. Svo sigraði Trump Þegar hann stóð að lokum frammi fyrir því vali að sækja um stöðu fréttaritara NRK í Washington ræddi hann málið við konu sína og þau veltu upp möguleikum. Lítið hafði verið um lognmollu á Asíuár- unum 2010 til 2014 og enn minna á Afríkutímabilinu. Yrðu Bandaríkin næsti vettvangur yrði rólgheitablær- inn töluvert meiri. „En svo sigraði Trump í kosning- unum! Aldrei nokkurn tímann á mín- um 40 árum í fréttamennsku hef ég unnið eins sleitulaust og það tímabil sem þá tók við. Trump bjó til fréttir nánast daglega með ummælum sín- um á Twitter. Ráðherrar komu og fóru í endalausri bunu, Mueller-rann- sóknin, tvenn réttarhöld, þingkosn- ingar og síðast en ekki síst forseta- kosningarnar og árásin á þinghúsið,“ skrifar Magnus. Enginn hörgull hafi verið á frétta- efni með Donald Trump í Hvíta hús- inu, en eins hafi aðrir og stórir at- burðir komið eins og þrumur úr heiðskíru lofti og nefnir Magnus þar sérstaklega Floyd-málið og mót- mælaölduna í kjölfarið og faraldurinn sem lagðist þungt á alla heimsbyggð- ina og liggur sums staðar enn. Gömlu filmuvélarnar Magnus kveður venjulegt fólk skilja mest eftir sig þegar kemur að viðmælendum, ekki síst fólk sem orð- ið hafi fyrir áföllum og líf þess breyst í einu vetfangi fyrir atbeina styrjalda, sjúkdóma eða náttúruhamfara. Hafi hann þó átt orðastað við margt heimsþekkt fólk og nefnir þar Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, Des- mond Tutu biskup, Palestínuleiðtog- ann Yasser Arafat, Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, Aung San Suu Kyi, leiðtoga búrmísku Lýðræð- isfylkingarinnar, Dalai Lama, and- legan leiðtoga Tíbeta, og Bandaríkja- forsetana Jimmy Carter og Bill Clinton, þó báða eftir að þeir létu af embætti. „Þegar ég hóf störf hjá NRK árið 1978 notuðum við gömlu góðu filmu- vélarnar og vorum með margar rúll- ur af filmu sem svo voru færðar yfir á útsendingarform. Núna getur maður gert það sama með símanum sínum,“ rifjar Magnus upp af tækniframför- um síðustu fjögurra áratuga. Átti að stöðva Nóbelsnefndina - Anders Magnus hættir eftir áratugi sem fréttaritari - Hefur flutt fréttir frá 76 löndum - Börn á kókaíni með AK-47-riffla - Kínverjar gerðu allt til að hindra að Liu Xiaobo fengi friðarverðlaunin Ljósmynd/NRK Washington Anders Magnus mátar ræðustól Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu, mynd NRK notuð með góðfúslegu leyfi fréttaritarans sem nú lætur gott heita og er á heimleið til Noregs eftir að hafa sagt fréttir síðan 1978. Lengri útgáfa verður birt á mbl.is. mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.