Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 58
58 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Pepsi Max-deild karla
Keflavík – HK........................................... 2:0
ÍA – KA ..................................................... 0:2
Valur – Breiðablik ................................. (2:0)
_ Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun.
FH – Stjarnan........................................ (1:1)
_ Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun.
Staðan fyrir tvo seinni leikina:
Víkingur R. 8 5 3 0 14:6 18
Valur 8 5 2 1 14:9 17
KA 7 5 1 1 13:3 16
KR 8 4 2 2 14:9 14
Breiðablik 7 4 1 2 16:10 13
FH 7 3 1 3 12:9 10
Leiknir R. 8 2 2 4 9:12 8
Fylkir 8 1 4 3 10:15 7
HK 8 1 3 4 9:15 6
Keflavík 7 2 0 5 8:15 6
Stjarnan 8 1 3 4 5:12 6
ÍA 8 1 2 5 8:17 5
Lengjudeild karla
Fram – Þróttur R ..................................... 5:1
Staðan:
Fram 7 7 0 0 24:4 21
Fjölnir 6 4 1 1 10:5 13
Grindavík 6 4 0 2 11:11 12
Kórdrengir 6 3 2 1 11:9 11
ÍBV 6 3 1 2 12:8 10
Vestri 6 3 0 3 10:14 9
Grótta 6 2 2 2 15:11 8
Þór 6 2 1 3 13:14 7
Afturelding 6 1 2 3 10:13 5
Þróttur R. 7 1 1 5 11:19 4
Selfoss 6 1 1 4 7:15 4
Víkingur Ó. 6 0 1 5 7:18 1
EM karla 2021
A-RIÐILL:
Tyrkland – Wales ..................................... 0:2
Ítalía – Sviss.............................................. 3:0
Staðan:
Ítalía 2 2 0 0 6:0 6
Wales 2 1 1 0 3:1 4
Sviss 2 0 1 1 1:4 1
Tyrkland 2 0 0 2 0:5 0
B-RIÐILL:
Rússland – Finnland ................................ 1:0
Staðan:
Belgía 1 1 0 0 3:0 3
Rússland 2 1 0 1 1:3 3
Finnland 2 1 0 1 1:1 3
Danmörk 1 0 0 1 0:1 0
Leikir í dag:
C: Úkraína – Norður-Makedónía ............ 13
B: Danmörk – Belgía................................. 16
C: Holland – Austurríki ............................ 19
Noregur
Bodö/Glimt – Strömsgodset .................. 7:2
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt og lagði upp eitt mark.
- Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á
hjá Strömsgodset á 68. mínútu og Ari
Leifsson á 78. mínútu.
Molde – Sarpsborg .................................. 4:1
- Björn Bergmann Sigurðarson hjá Molde
er frá keppni vegna meiðsla.
- Emil Pálsson lék fyrstu 63 mínúturnar
með Sarpsborg.
Vålerenga – Odd...................................... 1:1
- Viðar Örn Kjartansson lék ekki með
Vålerenga vegna meiðsla.
Staðan:
Bodø/Glimt 8 6 1 1 20:6 19
Molde 8 5 2 1 21:10 17
Kristiansund 7 5 0 2 7:5 15
Rosenborg 8 4 2 2 20:13 14
Vålerenga 8 3 3 2 14:12 12
Viking 7 4 0 3 14:14 12
Tromsø 7 2 2 3 9:12 8
Strømsgodset 6 2 1 3 8:14 7
Odd 6 1 3 2 5:7 6
Sarpsborg 6 1 3 2 4:6 6
Lillestrøm 5 2 0 3 5:8 6
Mjøndalen 5 1 2 2 5:5 5
Haugesund 5 1 2 2 5:6 5
Stabæk 5 1 2 2 6:9 5
Brann 8 1 1 6 7:17 4
Sandefjord 5 1 0 4 6:12 3
Svíþjóð
B-deild:
Kalmar – Borgeby ................................... 2:1
- Andrea Thorisson kom inn á á 73. mín-
útu hjá Kalmar sem er í fjórða sæti deild-
arinnar.
>;(//24)3;(
Úrslitakeppni karla
Fyrsti úrslitaleikur:
Keflavík – Þór Þ. ................................ (34:54)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Brooklyn – Milwaukee ..................... 114:108
_ Staðan er 3:2 fyrir Brooklyn.
>73G,&:=/D
Arnór Atlason, fyrrverandi lands-
liðsmaður í handknattleik, vann í
gærkvöld sinn þriðja meistaratitil í
röð með Aalborg í Danmörku þegar
Álaborgarliðið vann Bjerringbro-
Silkeborg, 32:27, í oddaleik um tit-
ilinn. Arnór tók við starfi aðstoð-
arþjálfara liðsins árið 2018, eftir að
hafa lokið þar ferlinum sem leik-
maður næstu tvö tímabil á undan,
og liðið hefur nú unnið meistaratit-
ilinn öll þrjú árin frá þeim tíma.
Liðið fær góðan liðsauka í sumar
þegar Aron Pálmarsson kemur til
félagsins frá Barcelona.
Þriðji titillinn í
röð hjá Arnóri
Ljósmynd/HSÍ
Sigursæll Arnór Atlason á góðu
gengi að fagna í Álaborg.
Ómar Ingi Magnússon, landsliðs-
maður í handknattleik, er orðinn
markahæsti leikmaður þýsku 1.
deildarinnar eftir enn einn stórleik-
inn með Magdeburg í gær. Ómar
skoraði níu mörk og átti sex stoð-
sendingar í sigri á Ludwigshafen,
37:29. Hann hefur nú skorað 247
mörk á tímabilinu og fór upp fyrir
Marcel Schiller sem hefur skorað
242 mörk fyrir Göppingen. Viggó
Kristjánsson er fimmti markahæst-
ur en hann gerði 5 mörk fyrir Stutt-
gart sem vann Nordhorn, 29:26, á
útivelli og er kominn með 209 mörk.
Morgunblaðið/Eggert
Níu Ómar Ingi Magnússon var enn
og aftur atkvæðamikill í gærkvöld.
Ómar orðinn
markahæstur
KEFLAVÍK – HK 2:0
1:0 Joey Gibbs 41.
2:0 Joey Gibbs 90.
MM
Joey Gibbs (Keflavík)
M
Magnús Þór Magnússon (Keflavík)
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Ástbjörn Þórðarson (Keflavík)
Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Stefan Ljubicic (HK)
Ívar Örn Jónsson (HK)
Birnir Snær Ingason (HK)
Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Dómari: Erlendur Eiríksson – 8.
Áhorfendur: 265.
ÍA – KA 0:2
0:1 Dusan Brkovic 11.
0:2 Ásgeir Sigurgeirsson 69.
M
Þórður Þ. Þórðarson (ÍA)
Alexander Davey (ÍA)
Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Dusan Brkovic (KA)
Rodrigo Gómez (KA)
Brynjar Ingi Bjarnason (KA)
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Rautt spjald: Óttar Bjarni Guðmunds-
son (ÍA) 85. Hrannar Björn Steingríms-
son (KA/liðsstjóri) 85.
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 7.
Áhorfendur: Um 150.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
og 2:0,“ skrifaði Stefán Stefánsson
m.a. um leikinn á mbl.is.
Keflavík galopnaði baráttuna
Keflvíkingar réttu sinn hlut ræki-
lega eftir fjögur töp í röð og unnu
verðskuldaðan sigur á HK, 2:0.
Óhætt er að segja að þeir hafi gal-
opnað fallbaráttuna þar sem nú
skilja aðeins þrjú stig að sex neðstu
liðin og Skagamenn eru dottnir nið-
ur í botnsætið.
„Markið í lok fyrri hálfleiks virtist
vera ákveðið rothögg fyrir HK-inga
því þeir voru nánast algerlega getu-
lausir eftir það og sköpuðu sér lítið
eins og þeir spiluðu nú prýðilega í
fyrri hálfleik. Úrslitin eru svo sem
sanngjörn þar sem að Keflvíkingar
sköpuðu sér töluvert fleiri og hættu-
legri færi. Annar sigur Keflvíkinga í
sumar og spilamennska þeirra í
seinni hálfleik vonandi eitthvað fyrir
þá til að byggja á fyrir komandi
leiki,“ skrifaði Skúli B. Sigurðsson
m.a. um leikinn á mbl.is.
_ Ástralski framherjinn Joey
Gibbs kom Keflvíkingum yfir gegn
HK beint úr aukaspyrnu undir lok
fyrri hálfleiks og innsiglaði svo sig-
urinn með fallegu skoti í uppbót-
artímanum. Hann hefur nú skorað
fjögur mörk í þremur síðustu leikj-
um Keflvíkinga. Gibbs skoraði 21
mark fyrir Keflavík í 1. deildinni í
fyrra.
_ Valur og Breiðablik mættust
einnig í gærkvöld, sem og FH og
Stjarnan, en þessum leikjum var
ekki lokið þegar blaðið fór í prentun.
Þeir tilheyra 12. umferð sem annars
er leikin 11. og 12. júlí, en þessi fjög-
ur lið spila Evrópuleiki um það leyti.
KA með fæst
töpuð stig í
deildinni
Ljósmynd/Hilmar/Víkurfréttir
Tvenna Joey Gibbs fagnar ásamt Kian Williams eftir að hafa skorað annað
mark sitt og Keflavíkur og gulltryggt liðinu dýrmætan sigur gegn HK.
- Vann ÍA á Akranesi og hefur aðeins
fengið á sig þrjú mörk á tímabilinu
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KA-menn gáfu til kynna að þeim
væri full alvara með að taka þátt í
toppbaráttunni í sumar með góðum
sigri gegn ÍA á Akranesi, 2:0, í gær-
kvöld.
Akureyringarnir hafa tapað fæst-
um stigum allra liða í deildinni og
Steinþór Már Auðunsson hefur
ásamt sterkri vörninni fyrir framan
sig aðeins fengið á sig þrjú mörk í
fyrstu sjö leikjunum á tímabilinu.
Skagamenn töpuðu hins vegar
sínum þriðja leik í röð og eru nú
dottnir niður í botnsæti deild-
arinnar, stigi á eftir næstu liðum, og
eru með einn sigur í átta leikjum.
_ Serbneski miðvörðurinn Dusan
Brkovic skoraði sitt fyrsta mark hér
á landi þegar hann kom KA yfir á
Akranesi á 11. mínútu leiksins.
Hann er hins vegar vanur marka-
skorari en Brkovic skoraði 12 mörk
fyrir Diósgyör og Debreceni í efstu
deild Ungverjalands þar sem hann
lék í sex ár.
_ Ásgeir Sigurgeirsson innsiglaði
sigurinn með sínu fjórða marki á
tímabilinu. Hann hefur nú gert 22
mörk fyrir KA í deildinni og náði
Þorvaldi Örlygssyni í þriðja sæti yf-
ir markahæstu menn félagsins frá
upphafi.
„Ásgeiri brást sjálfum ekki boga-
listin á 69. mínútu þegar hann var
snöggur til þegar boltinn hrökk af
varnarmönnum ÍA eftir skot Hall-
gríms Mar Steingrímssonar og
skaut í stöng og inn. Flott afgreiðsla
Framarar virðast vera gjör-
samlega óstöðvandi í 1. deild karla
í fótbolta, Lengjudeildinni, en þeir
léku Þróttara grátt í Safamýrinni
í gærkvöld, 5:1, og hafa nú unnið
alla sjö leiki sína til þessa.
Þeir eru með sigrinum komnir
með 21 stig, átta stigum meira en
Fjölnir sem er í öðru sæti deild-
arinnar. Þróttarar eru áfram með
aðeins 4 stig og eru jafnir Selfyss-
ingum í tíunda og ellefta sæti
deildarinnar.
Kyle McLagan kom Frömurum
yfir á 15. mínútu en Róbert
Hauksson jafnaði fyrir Þrótt á 28.
mínútu.
Framarar voru fljótir að komast
yfir á ný því Þórir Guðjónsson
skoraði tveimur mínútum síðar,
2:1. Á síðustu fimm mínútum fyrri
hálfleiks bætti Guðmundur Magn-
ússon við tveimur mörkum og
staðan því 4:1 í hálfleik.
Strax á sjöttu mínútu síðari
hálfleiks skoraði Þórir sitt annað
mark og kom Fram í 5:1. Þar við
sat og stórsigur Framara stað-
reynd.
vs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Tvenna Þórir Guðjónsson skýtur að marki Þróttar í leiknum í Safamýri í
gærkvöld en hann skoraði tvö af mörkum Framara.
Óstöðvandi Framarar
með 8 stiga forskot
KNATTSPYRNA
3. deild karla:
Sindravellir: Sindri – Víðir ....................... 12
Dalvíkurvöllur: Dalvík/Reynir – KFS..... 14
Í DAG!