Morgunblaðið - 17.06.2021, Page 64

Morgunblaðið - 17.06.2021, Page 64
Sumarsýningar Safnahúss- ins hafa verið opnaðar. Að þessu sinni eru þær 12 og fjalla allar um svipbrigða- ríka tjáningu í nánd innan félagslegra takmarkana, hvort sem það eru hópar eða einstaklingar sem raða sér upp af skyldleika í list- inni. „Á hlaðinu tekur há- vaxni safnvörðurinn blá- klæddi eftir Huglistar- hópinn á móti gestum og við innganginn er málverk eftir Eggert Magnússon og höggmynd eftir Hauk Halldórsson sem sýnir guðinn Þór lyfta Miðgarðsormi í kattarlíki,“ segir í tilkynningu. Meðal annarra sýnenda sumarsins eru Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Svava Skúladóttir, Jonna (Jónborg Sigurðardóttir), Magnhildur Sigurðar- dóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Vilmundur Þorgrímsson, Örn Karlsson, Sigurður Einarsson, Guðjón Ketilsson, María Sjöfn Dupuis Dav- íðsdóttir, Loji Höskuldsson, Helga Páley Friðþjófsdóttir og Arna Guðný Valsdóttir. Safnasafnið er opið daglega milli kl. 10 og 17 til 12. september, en eftir það er tekið á móti hópum fram eftir hausti. Sumarsýningar Safnasafnsins 2021 Litagleði Eitt verka Jonnu í Safnasafni. Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, slagverks- og trommuleikari, varð í gær þess heiðurs aðnjótandi að hljóta styrk úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Svanhildur segir að það hafi komið sér á óvart að vera valin til að hljóta styrkinn en það sé mikill heiður. „Þar sem þetta er ekki eitthvað sem maður sækir um sjálfur þá vissi ég ekki af þessu þar til ég fékk sím- tal frá Þórarni Eldjárn þar sem hann tilkynnir mér að ég hafi hlotið styrkinn,“ sagði Svanhildur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Ótal ólík verkefni á ferilskránni Svanhildur Lóa er fædd í Reykja- vík 1997. Hún var átta ára þegar hún hóf slagverksnám og -leik í Skólahljómsveit Grafarvogs og út- skrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH með framhaldspróf í klassísku slag- verki 2017. Meðfram þessu klass- íska námi lærði hún á trommusett hjá Matthíasi Hemstock, einnig við FÍH. Verkefni hennar gegnum tíðina hafa verið fjölbreytileg. Hún hefur leikið með fjölmörgum klassískum samspilshópum, svo sem Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Ung- fóníunni, Kammersveitinni Elju, Slagverksdúettinum HalLó, einnig lék hún með í ævintýraóperunni Baldursbrá. Auk þessa hefur hún leikið á trommusett og slagverk inn á plötur og í hljómsveitum ótal ólíkra listamanna. Má þar nefna Sal- óme Katrínu, Gabríel Ólafs, Rakel, Raven, Halldór Eldjárn, Elínu Sif og Cell7. Hún hefur komið fram með mörgum mismunandi djass- hópum, í batucada samba-slagverks- hópi Samma og spilað á slagverk með hljómsveitinni Moses Highto- wer. Að undanförnu hefur hún séð um slagverkið í uppfærslu Þjóðleik- hússins á Kardemommubænum og einnig kennt á trommur og slagverk í Skólahljómsveit Vestur- og Mið- bæjar. „Það er mikil hvatning í því að líða eins og maður sé að gera eitt- hvað sem einhverjum finnst flott og vill styrkja. Það er mjög góð tilfinn- ing,“ sagði Svanhildur. Þá segist hún ekki vera búin að ákveða ná- kvæmlega hvað hún vilji gera við styrkinn en segir að styrkurinn komi sér vissulega vel. „Sérstaklega þegar maður er búinn að reyna að vera tónlistarmaður í Covid, þannig að ég er mjög þakklát.“ Svanhildur segir framtíðarplön sín vera að vinna við það að spila og að vera alltaf í tónlistargeiranum. „Þessi styrkur nýtist náttúrlega í að hjálpa manni að geta gert það, sýnir manni að það sé hægt og að þetta skiptir máli.“ Þá lýsti Svanhildur því hve dýrmætt það er að hljóta slíkan styrk: „Þetta er mikil viðurkenning og mikill heiður og aðallega bara ofboðslega mikil hvatning.“ Gríðarleg hvatning - Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, slagverks- og trommu- leikari, hlýtur styrk úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárns Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gleði „Það er mjög góð tilfinning,“ sagði Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, slagverks- og trommuleikari. 64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 Y fir hálfan hnöttinn býður les- andanum í óvænt ferðalag til Víetnams, ferðalag sem marga er eflaust farið að þyrsta í eftir takmarkanir á ferða- frelsi fólks. Bókin er uppfull af ná- kvæmum lýsingum á staðháttum og matarmenningu landsins. Hún byrjar óvenjulega og nokkuð spennandi en áður en langt líður á bókina er lítil spenna eftir í henni og fyrir- sjáanleikinn óþarflega mikill. Yfir hálfan hnöttinn fjallar um Júlíu, 35 ára gamla konu sem lendir í því að heimsmynd hennar og áætlanir koll- varpast. Sagan hefst þegar Júlía finn- ur miða frá kærasta sínum til 10 ára, miða sem hún gerir sér ekki grein fyr- ir hvort sé uppsögn eða ástarjátning. Hún ákveður að elta manninn sinn yf- ir hálfan hnöttinn, eins og titill bókar- innar gefur til kynna, til þess að kom- ast að sannleikanum. Þar bíður hennar ekki það sem hún hafði vonast til en Júlía ákveður að gera gott úr stöðunni og fara í ferðalag með ókunnugu fólki um Víetnam. Þar byrj- ar hin eiginlega ferðasaga og þar fer spennan í sögunni að dofna verulega. Það sem er afar vel unnið í bókinni eru lýsingar á staðháttum og fólki sem verður á vegi hópsins sem Júlía slæst í för með. Nákvæmar lýsingar eru einnig settar fram á matnum sem hópurinn borðar, með þeim afleið- ingum að lesandinn fær vatn í munn- inn. Bókin nær með þessu að kveikja ferðaþrá hjá lesandanum. Í bókinni er aftur á móti gjarnan dvalið lengi við smáatriði sem skipta ekki öllu máli fyrir framvinduna eða fagurfræðina, eins og það klukkan hvað hópurinn átti að vera tilbúinn til þess að takast á við næsta dag eða nákvæmlega hverjir ákváðu að fara á barinn um kvöldið. Sorgarferlið leikur stórt hlutverk Þá er málfarið í bókinni oft óeðlilegt og þvingað. Það varð til þess að undir- rituð átti erfitt með að gleyma sér í atburðarás bókarinnar. „Manni hlýnar í hjartanu að horfa á svona einlæga barnsgleði,“ sagði Max og Júlía samsinnti, enda sjálf brosandi út að eyrum. Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé ekki fullur af spennu er athyglivert hvernig höfundur notar stigin í sorg- arferlinu til þess að byggja hann upp, þ.e. afneitun, reiði, úrvinnslu tilfinn- inga o.fl. Það gæti einmitt verið helsta ástæðan fyrir lesandann til þess að halda sig við efnið, að fá að fylgjast ná- ið með því hvernig Júlía tekst á við sorgina, skref fyrir skref. Júlía er nefnilega vel mótuð persóna sem er auðvelt að finna til samkenndar með. Heilt yfir er Yfir hálfan hnöttinn létt og skemmtileg saga, þrátt fyrir að vera ekki bókmenntalegt meistara- verk. Bókin er ef til vill tilvalin fyrir þá sem vilja líta út fyrir landsteinana án þess að leggja á sig það erfiði sem ferðalög eru gjarnan á tímum kórónu- veiru. Ferðalag án fyrirhafnar Skáldsaga Yfir hálfan hnöttinn bbmnn Eftir Ásu Marin. JPV, 2021. Kilja, 303 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Eva Björk Höfundurinn Ása Marin. KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS Ú T S K R I F TA G J A F I R KARTELL BOURGIE lampi chrome – 59.900,- KLIPPAN ullarteppi 14.900,- ROSENDAHL PREMIUM bjórglös 2stk – 4.290,- URBAN BAR MOSCOW MULE bolli 32 cl – 1.990,- sjússamælir – 2.490,- RIG TIG hnífa- standur – 9.990,- AIDA hnífaparasett 60.stk. – 39.990,- BIALETTI rafmagns mjólkurflóari – 12.990,- HEKLA skúlptúr LÓA lítill 7.500,- stór 10.900,- SPECKTRUM FLOW vasi 25cm – 7.690,- SPECKTRUM SQUARE kertastjaki – 7.690,- AIDA pizzabretti 46 cm – 6.990,- DESIGN LETTERS FAVOURITE bolli – 3.290,- VORHÚS handklæði 70x150 cm 6.790,- Bernskubrek nefnist plata sem Ingólfur Steins- son hefur gefið út og fagnar með útgáfu- tónleikum í Hannesarholti annað kvöld, föstudag, kl. 20. „Lögin á plöt- unni fjalla um æskuárin á Seyðis- firði þar sem Ingólfur fæddist og ólst upp. Horft er til sjötta og sjö- unda áratugarins og uppvaxtar- árin skoðuð með augum hins full- orðna. Einnig er reynt að ganga inn í hugarheim æskunnar og lýsa henni með augum barnsins. Flest eiga lögin rætur í þjóðlögum og þjóðlagarokki,“ segir í tilkynn- ingu. Þar kemur fram að Ingólfur hafi gefið út nokkra diska með eigin efni en á árum áður var hann liðsmaður í hljómsveitinni Þokkabót. Miðar fást á tix.is. Bernskubrekum fagnað í Hannesarholti Ingólfur Steinssson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.