Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 31
+ + + = 19.990 kr. A L LT ÓTA K M A R K A Ð FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2020 Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Við finnum sterkt fyrir því að fólk hefur áhuga á að flytja í Hörgár- sveit,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri. Íbúum hefur fjölgað, nýjar íbúðir rísa hratt í þéttbýlis- hverfi við Lónsbakka og leikskólinn Álfasteinn sem þar er hefur tvisvar verið stækkaður á skömmum tíma, um 110 fermetra í hvort skipti. Boðið var til fögnuðar þegar nýja byggingin við Álfastein var tekin formlega í notkun. Hún var tilbúin síðla í mars þegar samkomubann var í gildi og ekki unnt að bjóða fólki að skoða en full ástæða þótti til að gera sér glaðan dag af þessu tilefni. Þetta er þriðja viðbyggingin við leikskólann frá því hann var fyrst tekinn í notkun árið 1995. Fyrir fimm árum voru 25 börn í leikskólanum og var hann þá um 175 fermetrar að stærð. Nú eru börnin 58 talsins og fermetrarnir orðnir nær 400. Nýrri deild var að þessu sinni bætt við sem og rúmgóðum sal með sviði sem notaður verður við sam- komur ýmiskonar. Þar er einnig að finna klifurvegg sem börnin hafa mjög gaman af. Íbúar í Lónsbakkahverfinu verða um 400 talsins Stækkun á leikskólabyggingunni helst í hendur við fjölgun íbúa Hörg- árbyggðar sem senn verða 700 tals- ins. Íbúum hefur á allra síðustu árum fjölgað um á annað hundrað manns. Snorri segir væntanlega íbúa horfa til þess að sveitarfélagið sé vel rekið, með sterka innviði og þar sé unnt að sameina bestu kosti bæði þéttbýlis og dreifbýlis. Rúm tvö ár eru frá því hafist var handa við gatnagerð og síðar bygg- ingarframkvæmdir í þéttbýlinu við Lónsbakka, í tveimur götum við Reyni- og Víðihlíð. Þar eru nú 30 nýjar íbúðir með 70 íbúum. Í bygg- ingu eru 28 íbúðir og styttist í að byrjað verði á jafnmörgum. Lóðir eru til reiðu í hverfinu fyrir 32 íbúðir og gert ráð fyrir að bygging á þeim hefjist á næsta ári. Þegar fram- kvæmdum lýkur í Lónsbakkahverf- inu verða þar 118 íbúðir með um 400 íbúa. Íbúðarhús verða byggð á Hjalteyri og við Glæsibæ Snorri segir að fjórar íbúða- húsalóðir séu tilbúnar á Hjalteyri. Búið er að úthluta þremur þeirra og framkvæmdir hefjast senn. Eins nefnir hann að við Glæsibæ séu í boði 18 stórar sjávarlóðir fyrir einbýlishús og hefur 11 þeirra verið úthlutað og fyrsti grunnur að fyrsta húsi þegar verið tekinn. Fallið hefur verið frá áformum um að útbúa litlar leiguíbúðir í fyrrver- andi heimavist Þelamerkurskóla, en hún verður í staðinn notuð sem fram- tíðarskólahúsnæði. „Það er gert ekki síst í ljósi mik- illar íbúafjölgunar og klárlega mun einn daginn verða komin upp þörf fyrir stærra skólahúsnæði,“ segir hann. Fjöldi íbúða í byggingu á þremur stöðum - Uppgangur í Hörgársveit, íbúðum fjölgar hratt og íbúar verða senn 700 talsins- Leikskólinn stækkar í takt við fjölgun íbúa en börnum í skólanum hefur fjölgað úr 25 börnum í 58 á fimm árum Morgunblaðið/Margrét Þóra Leikskóla fagnað Boðið var til fögnuðar þegar nýja byggingin við Álfastein var tekin formlega í notkun. Áhugi Snorri Finnlaugsson segist finna sterkt fyrir því að fólk hafi áhuga á að setjast að í Hörgársveit. Fjölgun 25 börn voru í leikskólanum fyrir 5 árum og var hann þá um 175 fermetrar. Nú eru börnin 58 talsins og fermetrarnir orðnir nær 400.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.