Morgunblaðið - 17.06.2021, Síða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
✝
Ágúst Ísfjörð
fæddist í
Reykjavík 3. ágúst
1944. Hann lést 13.
maí 2021.
Ágúst var sonur
Ragnhildar Þórð-
ardóttur, sauma-
konu frá Vogum í
Ísafjarðardjúpi.
Eiginkona
Ágústar var Krist-
ín Björg Einars-
dóttir, f. 28.6. 1945, d. 25.10.
2020. Afkomendur þeirra hjóna
eru: 1) Ragnhildur, f. 1965,
maki Ólafur Baldursson, börn
þeirra eru Guðrún Ósk og
Helgi, maki hans er Herdís og
eiga þau einn son, Ísak Óla. 2)
Kristrún, f. 1970, maki Stein-
grímur Ellertsson, börn þeirra
haníasi og keyrði á milli
Reykjavíkur og Blönduóss frá
1966-1972. Síðan leyfishafi hjá
BSR í tvö ár. Frá 1974-1980
vann hann hjá Reykjavík-
urborg sem húsnæðisfulltrúi,
og aðstoðarmaður byggingar-
verkfræðinga frá 1980-1984, en
flutti þá norður að Efra-
Vatnshorni í Miðfirði, Vestur
Húnavatnssýslu, þar sem hann
var með bílaverkstæði og mat-
sölustað sem þau hjónin ráku.
Svo fluttu þau aftur suður árið
1989 og settust að í Keflavík,
þar vann Ágúst hjá Njarðtaki
við að keyra gámabíl í 10 ár.
Síðastliðin 20 ár var Ágúst
rekstrarstjóri hjá Teiti Jónas-
syni, fyrst með starfsstöð í
Keflavík en fluttist inn á höfuð-
stöðvar í Kópavogi 2006, ásamt
því að keyra leigubíl hjá
Hreyfli.
Útförin fór fram frá Linda-
kirkju 26. maí 2021.
eru Ellert og Birg-
itta, maki hennar
er Marvin og börn
þeirra Einar og
Ragna.
3) Einar Rúnar
Ísfjörð, f. 1972,
maki Guðný María
Bragadóttir, börn
Ágúst og Elsa,
maki hennar er
Daníel og sonur
þeirra er Aron
Gauti. 4) Jens Karl Ísfjörð, f.
1978, maki Maríanna S. Bjarn-
leifsdóttir, börn þeirra eru
Björgvin Árni, Bjarki Rafn og
Lilja Kristín.
Ágúst starfaði sem búr-
maður á ms. Lagarfossi frá
1962-1966. Eftir það vann hann
sem flutningabílstjóri hjá Zóp-
Elsku afi Gústi var hinn mesti
tækjakarl, átti alltaf nýjasta dót-
ið þó svo að hann kynni nú ekki
mikið á það og lét sig aldrei
vanta í forpöntun á nýjasta Sam-
sung-símanum, þó svo hann hafi
nú ekki notað hann í mikið
meira en að hringja og senda
SMS. Myndavélar í tugatali,
gamlir símar, snúrur, prentarar
og alls konar sniðugt dót frá
Ameríku þöktu hillur og fylltu
skúffur tölvuherbergisins, en
þetta tiltekna tölvuherbergi var
heilagur staður, og óviðkomandi
aðgangur bannaður.
Afi var líklega einn þjóf-
hræddasti maður sem ég hef
kynnst. Á kvöldin áður en hann
fór að sofa tók hann í allar úti-
hurðir að minnsta kosti tvisvar,
og þegar hann læsti bílnum
labbaði hann hring í kringum
bílinn og tók í allar hurðir til
þess að athuga hvort þær voru
ekki örugglega allar læstar, já
og skottið líka.
Ég gleymi því ekki þegar ég
fór eitt sumarið með mömmu og
pabba í bústaðinn hjá ömmu og
afa á Laugarvatni, um kvöldið
ætluðum við að setjast niður og
fara að fletta öllum þeim hundr-
uðum rása sem voru í boði í
sjónvarpinu. Nema hvað við
fundum ekki fjarstýringuna.
Mamma hringir í afa og spyr
hann hvort hann kannist eitt-
hvað við að fjarstýringin að sjón-
varpinu sé týnd, okkar maður
vissi nákvæmlega hvar hún var,
hann var búinn að fela hana inni
í kassa, uppi á hillu, því ef það
kæmu þjófar og ætluðu að stela
sjónvarpinu, þá væru þeir ólík-
legri til þess að taka það ef þeir
fyndu ekki fjarstýringuna.
Heima hjá ömmu og afa var
líka þjófavarnakerfi, ekkert eitt-
hvert lítið krúttlegt færð-til-
kynningu-í-símann-ef-eitthvað-
er-óeðlilegt-dæmi, nei nei; þjófa-
varnakerfi sem var tengt við
Securitas, og ef það var ekki
slökkt á því innan 30 sekúndna
var Securitas komið í málið.
Þetta kerfi var á bæði á daginn
þegar þau voru ekki heima og á
nóttunni, það var ekkert djók að
gista hjá ömmu og afa og vakna
og þurfa að pissa.
Afi fylgdist vel með verði og
afsláttum, og vissi alltaf hvað
hlutirnir kostuðu í búðunum,
upp á krónu. Eitt skiptið voru
amma og afi hjá okkur á Ísafirði
og afi fór með mömmu í Bónus,
enda skortur á afakexi og afa-
jógúrt á heimilinu. Búðarferðin
gekk áfallalaust fyrir sig þangað
til afi fór að lesa afritið, það
munaði sjö krónum á afakexi í
Bónus Keflavík og Bónus Ísa-
firði!
Afi lét nú ekki bjóða sér
þetta, sneri við og talaði við af-
greiðslustúlkuna, hvernig stæði
nú á þessu, er þetta ekki sama
keðjan með sama verði þó að
hún sé ekki á sama stað á land-
inu?! Það fór svo að mamma
skammaðist sín svo mikið og
vorkenndi greyið afgreiðslu-
stúlkunni svo mikið að hún labb-
aði út. Afi kom út í bíl nokkrum
mínútum seinna hinn sælasti,
með sjö krónur í lófanum. Þú
veður ekkert yfir afa Gústa,
hann fékk sínu framgengt.
Að koma í pössun til ömmu og
afa var hið mesta dekur, rúntur
og búðaráp með ömmu og kók
light, hrís og tækjaspjall með
afa. Sjónvarpsgláp fram á rauða-
nótt, kósí kúr, sofið fram eftir og
cocoa puffs í morgunmat. Dæmi
sem gat ekki klikkað.
Ég veit að amma mun taka
vel á móti þér í sumarlandinu
góða, þið passið hvort upp á ann-
að þarna uppi. Ég elska ykkur.
Guðrún Ósk Ólafsdóttir.
Ein er spurning efst í mér,
enda skal hún núgjörð.
Hefur þú nokkuð heyrt eða séð,
heiðursmanninn Ísfjörð.
Þessi litla vísa barst mér frá
samstarfsmanni okkar Ágústar
við Félagsmálastofnun Reykja-
víkurborgar, en þar störfuðum
við saman í húsnæðisdeild um
margra ára skeið.
Ágúst var ráðagóður og
skjótráður til verka og tókst
óhræddur á við hvers konar
verkefni undir yfirskriftinni:
„Gera það sem gera þarf og
spyrja ekki hvort einhver annar
gæti framkvæmt verkið.“ Ágúst
var jákvæður með góða lund og
gekk vel að umgangast viðskipa-
vini deildarinnar.
Kristín kona Ágústar lést í
október sl. og virtist í framhaldi
af því sem krabbamein í lungum
hans ágerðist, en hann lést í
faðmi fjölskyldunnar hinn 13.
maí sl.
Margs er að minnast frá sam-
starfi okkar Ágústar, og margar
gleðistundir áttum við með þeim
hjónum. Tjaldferðalög með
börnum okkar, ferðalag að Vest-
urhópsvatni með veiði og gerð
stuttmyndarinnar „Brennuvarg-
urinn“ þar sem kunnátta Ágúst-
ar nýttist vel við myndatöku.
Ágúst var snyrtipinni og
skipulag verkfæra var honum
auðvelt þótt rými væri takmark-
að.
Ágúst og Kristín voru um
tíma félagar okkar í St. Eining-
unni í IOGT og nýttust kraftar
þeirra vel við dagskrárgerð.
Kristín var frábær söngkona og
Ágúst töframaður og búktalari.
Minna samband var á milli
okkar síðustu árin, en við leið-
arlok er þakkað fyrir samveru
og samstarf eldri tíma. Hug-
heilar samúðarkveðjur sendum
við þeirra mannvænlegu börnum
og fjölskyldum þeirra.
Vinir og ættmenn sem harm-
þrungin sitjið í sorgum, sólarljós
æðraheims brotnar í jarðneskum
tárum. Guðs góði son gaf öllum
samfundarvon. Kvíðið ei kom-
andi árum.
Gunnar Þorláksson og
Kolbrún Hauksdóttir.
Ágúst Ísfjörð
Okkur langar að minnast móður
og tengdamóður okkar, Rögnu
Ólafsdóttur, sem kvaddi okkur
þann 29. maí sl. Ragna ólst upp í
Eylandi í Vestur-Landeyjum en
hún fæddist þar 5. september 1940.
Eiginmaður Rögnu var Einar
Benediktsson, f. 5.1. 1933, d. 8.7.
Ragna Ólafsdóttir
✝
Ragna Ólafs-
dóttir fæddist
5. september 1940 í
Eylandi, Vestur-
Landeyjum. Hún
lést 29. maí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafur Jóns-
son, f. 29.5. 1909, d.
15.8. 2003, og Gísl-
ína Sörensen, f.
15.2. 1917, d. 15.12.
2007.
Systkini: Þórunn, f. 1939,
Árni, f. 1947, og Jón, f. 1953.
Maki Rögnu var Einar Bene-
diktsson, f. 5.1. 1933, d. 8.7. 2019.
Sonur þeirra er Ólafur, f. 1960.
Útförin fór fram frá Graf-
arvogskirkju 11. júní 2021.
1919. Einar og
Ragna voru einstak-
lega samrýnd hjón
og innan tveggja ára
frá því Einar kvaddi
okkur eru þau sam-
einuð á ný. Notalegt
er að hlýja sér við þá
hugsun að Ragna gat
ávallt dvalið á sínu
eigin heimili, þar
sem hún hugsaði vel
um alla hluti og átti
alla tíð fallegt heimili. Afar sárt er
að missa Rögnu en mikill friður og
ró var yfir henni er hún kvaddi og
nú vitum við að þau Einar eru sam-
einuð á ný.
Ragna var einstaklega hlý og
traust kona og var ávallt glöð. Hún
hafði gaman af söng og átti það til
að raula falleg lög frá því hún var í
kór, en einnig var hún meðlimur í
hljómsveit á Hvolsvelli á sínum
yngri árum. Gaman er að skoða
myndir af henni á sviði frá þeim
tíma en þar var einstaklega glæsi-
leg söngkona á ferð. Hún starfaði í
kaupfélaginu á Hvolsvelli til
margra ára og var einnig verslun-
arstjóri í Vogue. Það sem Ólafi er
minnisstætt frá hans uppvexti eru
fjöldamargar ferðir upp á hálendi
og í útilegur um verslunarmanna-
helgar með foreldrum sínum.
Hvolsvöllur á stóran sess í lífi fjöl-
skyldunnar en þar kynntust þau
Ragna og Einar og byrjuðu sinn
búskap, en fluttu í höfuðborgina
1985.
Við áttum margar góðar sam-
verustundir og erum við þakklát
þeim öllum. Eins og allir vita hefur
Covid-tímabilið verið einkennilegt
en það hefur einnig fært okkur
góða hluti og það fundum við svo
sannarlega, þar sem samveru-
stundir okkar við Rögnu voru
margar og ánægjulegar. Regluleg
matarboð á heimili okkar, ferðir í
bústaðinn, bíltúrar og 80 ára af-
mælisveisla í Bláa lóninu þann 5.
september sl.
Ragna hafði gaman af ferðalög-
um og fórum við með þeim heið-
urshjónum í nokkrar ferðir, þar má
nefna Brussel, Tenerife, Alicante
og Flórída. Eftirminnileg var sigl-
ing sem við fórum í Karabíska haf-
ið en þar naut Ragna sín vel þar
sem við upplifðum saman nýjar
slóðir og sérstaklega þegar við
heimsóttum eyjuna Jamaica en þar
fórum við í ógleymanlega ferð um
eyjuna sem oft var vitnað í.
Samband þeirra hjóna, Rögnu
og Einars, var afar fallegt og
Ragna sýndi okkur fjölskyldunni
ávallt mikla umhyggju. Dásamlegt
er að hugsa til þess að hún fékk að
upplifa brúðkaupið okkar hjóna og
að sjá langömmubörnin og það
yngsta sem er rétt tveggja mánaða
dóttir alnöfnu hennar.
Rögnu verður ávallt saknað.
Eftir sitjum við með sorg í hjarta
en eigum dýrmætan fjársjóð sem
er minning um einstaka konu.
Blessuð sé minning elsku
mömmu og tengdamömmu.
Ólafur Einarsson og
Jenný Davíðsdóttir.
Þegar Ragna Ólafsdóttir og
Einar Benediktsson fluttu í íbúð-
ina á móti mér varð okkur fljótlega
vel til vina. Þau höfðu einstaklega
góða nærveru, voru hlýleg og vina-
leg og löðuðu fólk að sér. Við áttum
fjölmargar stundir í eldhúsinu yfir
kaffibolla og spjalli um málefni líð-
andi stundar og bar þá pólitík iðu-
lega á góma og færðist þá fjör í
leikinn. Góðar minningar frá yngri
árum og sögur af mönnum og mál-
efnum voru rifjaðar upp og skolað
niður með góðum kaffisopa og úr-
vals bakkelsi sem Ragna töfraði
fram af sinni alkunnu snilld. Þau
hjónin voru ekki einungis glæsileg
á velli heldur einnig höfðingjar
heim að sækja og heimili þeirra
einstaklega fallegt. Það einkennd-
ist af góðum vinnubrögðum og
snyrtimennsku og segja má að allt
hafi verið gert af miklum metnaði
og fagmennsku. Gleðin og ástin í
lífi þeirra var sonur þeirra, tengda-
dóttir og afkomendur sem þau
voru ákaflega stolt af og vil ég
senda þeim mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Það er einkennileg tilfinning að
hafa Rögnu ekki lengur hinum
megin á ganginum og geta ekki
skotist til hennar og leitað ráða við
prjónaskap, matargerð og bakstri,
flísalögn, málningar- eða smíða-
vinnu, en hún gat einatt greitt úr
öllu, sama hvers eðlis það var. Ég
hef því misst mikið og mun minn-
ast þeirra hjóna með mikilli hlýju
og þökk fyrir góðar samveru-
stundir og einlæga vináttu. Bless-
uð sé minning þeirra.
Kristín.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri
Útför í kirkju
Þjónusta
kirkjunnar
við andlát
utforikirkju.is
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
✝
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
ERLA HJARTARDÓTTIR
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 14. júní.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 23. júní
klukkan 11.
Á sama tíma verður minningarathöfn um son hennar,
HARALDUR KRISTJÁNSSON ,
sem lést 12. janúar í Los Angeles, Bandaríkjunum.
Kristján Ragnar Kristjánsson
Krista Takefusa Kristjánsdóttir
Ragnar Orri Benediktsson
Erla Heiðrún Benediktsdóttir
Kristján Haraldsson
Davíð Örn Kristínarson
Guðný Ósk Árdal Sveinbjörnsdóttir
Guðrún Helga Sveinbjörnsdóttir
Dagur Steinn Sveinbjörnsson
fjölskyldur og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
STEFÁN ALEXANDERSSON
frá Ólafsvík
lést í faðmi fjölskyldunnar á
Landspítalanum þann 14. júní.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 24. júní klukkan 13.
Laila Michaelsdóttir
Valborg Stefánsdóttir Gnúpur Halldórsson
Íris Stefánsdóttir Þóroddur Bjarnason
Tinna Stefánsdóttir
Alexander Stefánsson Ólína Elísabet Rögnudóttir
og barnabörnin þrettán