Morgunblaðið - 17.06.2021, Side 37
FRÉTTIR 37Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
17.995.- / St. 36-42
Vnr.: E-820193
14.995.- / St. 36-41
Vnr.: E-820183
ECCO MX
FRÁBÆRIR Í GÖNGUFERÐIRNAR
14.995.- / St. 37-42
Vnr.: E-820183
14.995.- / St. 36-41
Vnr.: E-820183
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
AFP
Með heiminn í höndum sér Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funduðu í gær í Genf.
Ræddu þeir þar um fjölmörg ágreiningsefni Bandaríkjamanna og Rússa, og var fundurinn að beggja sögn góður.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Mikil eftirvænting ríkti í Genf í gær
er þeir Joe Biden Bandaríkjaforseti
og Vladimír Pútín Rússlandsforseti
tókust í hendur í aðdraganda leið-
togafundar síns þar í borg. Þetta er
fyrsti fundur Bidens og Pútíns frá því
að Biden tók við embætti, en sam-
skipti Bandaríkjanna og Rússlands
hafa þótt stirð á síðustu árum.
Fundurinn stóð í um þrjár og hálfa
klukkustund og var þar snert á ýms-
um deilumálum ríkjanna. Sagði Pút-
ín eftir fundinn að hann hefði verið
„uppbyggilegur“ og að forsetarnir
hefðu samþykkt að ríkin tvö myndu
ræða áfram netöryggismál og af-
vopnunarmál.
Pútín sagði á blaðamannafundi
sínum eftir fundinn að Biden væri
„mjög uppbyggilegur, í góðu jafn-
vægi og þaulreyndur, þú sérð það
strax“. Biden fyrir sitt leyti sagði
alltaf betra að hitta fólk augliti til
auglitis, og að tilgangur fundarins
hefði verið að setja samskipti
ríkjanna á betri stað.
Bandaríkin ekki barnanna best
Bandaríkjamenn hafa sakað
Rússa um að hafa staðið að nokkrum
stórum netárásum á hendur Banda-
ríkjunum og öðrum vestrænum ríkj-
um á síðustu árum.
Pútín gaf hins vegar í skyn að
Bandaríkin væru sjálf ekki barnanna
best þegar þessi mál væru annars
vegar, og sagði að hann hefði veitt Bi-
den allar upplýsingar um tíu mis-
munandi netárásir, sem talið var að
hefðu átt uppruna sinn í Rússlandi. Á
móti hefðu Rússar hins vegar krafið
Bandaríkjamenn um skýringar á 35
slíkum atvikum í ár, og 45 netárásum í
fyrra. „Og við höfum ekki fengið nein
svör,“ sagði Pútín.
Biden sagði á sínum blaðamanna-
fundi að hann hefði sagt Pútín að mik-
ilvægir innviðir yrðu að vera friðhelg-
ir frá árásum, hvort sem væri í net-
eða raunheimum, og að Bandaríkin
myndu ekki líða inngrip í lýðræði sitt
eða kosningaferli.
Biden tók undir með Pútín um að
fundur þeirra hefði verið góður og
uppbyggilegur, og sagði að það síð-
asta sem Pútín vildi væri nýtt kalt
stríð á milli stórveldanna tveggja.
Hafa sérstaka skyldu á herðum
Pútín sagði að ríkin tvö bæru sér-
staka skyldu á herðum sér í alþjóða-
öryggismálum, þar sem þau hafa
stærstu kjarnorkuvopnabúrin. Sagði
Pútín að Biden hefði tekið skynsam-
lega ákvörðun í febrúar, þegar hann
ákvað að framlengja nýja START-
sáttmálann, en það er nú eini afvopn-
unarsamningurinn sem enn er í gildi á
milli Bandaríkjanna og Rússlands.
Sagði Pútín stóru spurninguna þá
hvernig ríkin tvö myndu haga málum
sínum næst. „Við samþykktum að við-
ræður myndu hefjast á milli utanrík-
is- og varnarmálaráðuneyta okkar.“
Uppbyggilegar viðræður
- Netöryggi og afvopnunarmál voru ofarlega á baugi á leiðtogafundi Bandaríkj-
anna og Rússlands - Opnuðu á frekari viðræður um kjarnorkuafvopnunarmál
AFP
Leiðtogafundur Ljósmyndarar biðu eftir handabandi forsetanna tveggja með mikilli eftirvæntingu. Vel virtist fara á með leiðtogunum tveimur.
Mega koma
frá Banda-
ríkjunum
Evrópusam-
bandið sam-
þykkti í gær að
aflétta öllum
hömlum á ferða-
lög vegna kór-
ónuveirufarald-
ursins frá
Bandaríkjunum
til aðildarríkj-
anna. Albanía,
Norður-
Makedónía, Serbía, Líbanon, Taív-
an, Makau og Hong Kong voru
einnig sett á lista yfir ríki og svæði
þaðan sem ferðalög eru nú heimil til
ESB, en nú fer í hönd helsti ferða-
mannatíminn í aðildarríkjum sam-
bandsins. Ferðabann sambandsins
var sett á í mars 2020, skömmu eft-
ir að Bandaríkjastjórn setti slíkt
bann á Evrópuríkin.
Stjórnvöld í Frakklandi ákváðu
sömuleiðis að aflétta grímuskyldu
utandyra frá og með deginum í dag,
og verður útgöngubanni vegna kór-
ónuveirunnar aflétt á sunnudaginn,
en upphaflega stóð til að það yrði
gert um mánaðamótin.
Jean Castex, forsætisráðherra
Frakklands, sagði þetta mögulegt,
því ástandið hefði batnað framar
öllum vonum, en mjög hefur hægt á
fjölgun nýrra tilfella í Frakklandi.
Jean
Castex
- Grímuskyldu
aflétt í Frakklandi
Ísraelski flugherinn hóf loftárásir
aðfaranótt miðvikudags gegn
hryðjuverkasamtökunum Hamas á
Gaza-svæðinu eftir að íkveikju-
sprengjur voru sendar með blöðr-
um frá svæðinu til Ísraels. Blöðr-
urnar kveiktu um 20 elda í suður-
hluta Ísraelsríkis.
Í yfirlýsingu frá ísraelska hern-
um segir að herþotur þeirra hafi
sprengt herstöðvar Hamas í borg-
inni Khan Yunis á Gaza. Enginn
slasaðist í átökunum. Ísraelar full-
yrða að í herstöðinni hafi farið
fram hryðjuverkastarfsemi og að
varnarliðið sé reiðubúið að hefja
átök aftur af fullum krafti.
Vopnahlé tók gildi 21. maí eftir
ellefu daga átök á milli þjóðanna
sem kostuðu 260 Palestínumenn líf-
ið og 13 Ísraelsmenn.
ÍSRAEL OG PALESTÍNA
AFP
Ísraelar varpa aftur
sprengjum á Gaza