Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 „Þeir standa fyrir vikulegum hjóla- túrum í kringum borgina, yfirleitt á þriðjudagskvöldum, og ég ákvað að slá til og er núna kominn í liðið. Ég hlakka mikið til að fara í fyrsta sinn í Cyclothonkeppni Símans 23.-25. júní með Riddurum spandexins, en þar söfnum við áheitum fyrir Land- vernd.“ Þegar Hávarður varð fimm- tugur hjólaði hann Vestfjarðahring til styrktar Grensásdeildinni, svo hann er allvanur hjólreiðamaður. Fjölskylda Eiginkona Hávarðar er Þórunn María Jónsdóttir, f. 11.3. 1965, bún- inga- og sviðshönnuður í leikhúsum og kvikmyndum og kennari í MÍR og LHÍ. Foreldrar hennar eru hjón- in Jón Ingi Rósantsson, f. 20.4. 2928, d. 9.11. 1987, klæðskeri og Guðbjörg Pálsdóttir, f. 26.9. 1928, d. 17.5. 2020. Börn Hávarðar og Þórunnar eru Hildur Franziska, f. 27.7. 1998, nemi í sálfræði í HÍ, og Tryggvi Kormákur, f. 27.1. 2006, nemi í Hagaskóla. Systkini Hávarðar eru Helga Tryggvadóttir Stolzenwald (sam- mæðra), f. 29.11. 1954, d. 15.10. 2016, húsmóðir og listakona í Grundarfirði síðari árin; Ingólfur Helgi Tryggvason, f. 15.7. 1957, kerfisfræðingur í Mosfellsbæ; Jónas Tryggvason, f. 12.9. 1959, fram- kvæmdastjóri í Moskvu í Rússlandi; Dóra Tryggvadóttir, f. 7.1. 1965, markaðsfræðingur í Danmörku, og Ólöf Tryggvadóttir, f. 12.9. 1966, framkvæmdastjóri og frumkvöðull í Reykjavík. Foreldrar Hávarðar eru hjónin Tryggvi Þorvaldsson, f. 6.11. 1917, d. 8.9. 1994, sjómaður, sendibílstjóri, verkamaður og frístundabóndi, og Jóhanna Rakel Jónasdóttir, f. 6.8. 1935, húsmóðir og saumakona. Þau bjuggu í Reykjavík. Hávarður Tryggvason Þórunn Magnúsdóttir vinnukona á Brekkum, Hvolhr., síðar húsfreyja í Nýjahúsi, Vestmannaeyjum Þorkell Guðmundsson trésmiður í Bolungavík og járnsmiður í Reykjavík Ágústa Þorkelsdóttir húsfreyja í Vetleifsholti í Holtum Jónas Kristjánsson bóndi í Vetleifsholti í Holtum Jóhanna Rakel Jónasdóttir húsmóðir og saumakona í Reykjavík Guðrún Sigurðardóttir frá Breiðavaði, A-Hún., húsfreyja Vetleifsholti í Holtum Kristján Kristjánsson bóndi í Stekkholti í Biskupstungum og Vetleifsholti í Holtum Guðný Jónsdóttir húsfreyja í Hlíð, Grafarsókn, Skaftártungu,V-Skaft. Jón Eiríksson bóndi í Hlíð, Grafarsókn, Skaftártungu,V-Skaft. Ólöf Jónsdóttir húsfreyja á Skúmsstöðum, V-Landeyjum Þorvaldur Jónsson bóndi á Skúmsstöðum,V-Landeyjum Hildur Vigfúsdóttir húsfreyja á Hemru í Grafarsókn, Skaftártungu,V-Skaft. Jón Einarsson bóndi og hreppstjóri í Hemru, Grafarsókn, Skaftártungu,V- Skaft. Úr frændgarði Hávarðs Tryggvasonar Tryggvi Þorvaldsson verkamaður í Reykjavík „ENGAN SEM ER OF ÞÆGILEGUR. ÉG VIL EKKI AÐ ÞAU GISTI TVÆR NÆTUR Í RÖÐ.“ „NUDDAÐU ÞESSU Á TÆRNAR ÞRISVAR Á DAG Á MATMÁLSTÍMA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gleyma henni ekki yfir fótboltaleiknum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SLÆMARFRÉTTIR. TÓFÚIÐ ER BÚIÐ Ó SLÆMARFRÉTTIR, GRETTIR … JÁ!!TÓFÚIÐ ER BÚIÐ!! HEIMSKI HRAFN!! HRAFNAR ERU Í RAUN MJÖG GÁFAÐIR! ÞEIR GETA TALAÐ MEIRA EN SUMIR PÁFAGAUKAR! JA, ÉG HEF ENN EKKI HEYRT „FYRIRGEFÐU“! SVEFN- SÓFAR Mér þykir við hæfi að rifja uppstöku Stephans G. Stephans- sonar: Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan, þér er upp í lófa lögð landið, þjóðin sagan. Bergljót Benediktsdóttir á Garði í Aðaldal orti um konuna á út- nesinu: Þú hefur horft á hafrótið, hlustað á brim og vinda. Samt hefur blessað sólskinið svip þinn náð að mynda. Björg Pétursdóttir Húsavík orti: Þótt ég hafi erfitt átt, orðið sárt að kanna, margan góðan dreg ég drátt úr djúpi minninganna. Egill Jónasson hafði lesið ljóð Einars Benediktssonar og orti: Eyrun heyra, augun sjá, allt er í góðu standi, þó hef ég tapað áttum á Einars „Stórasandi“. Einar Kristjánsson bóndi á Her- mundarfelli orti: Í ferskeytlunni frægu mest finnst af gulli og stáli, og hún talar einnig best alþýðunnar máli. Emelía Sigurðardóttir á Brett- ingsstöðum orti og kallaði: „HERRA, HERRA!“ Herra láttu í himninum hæfan stað mér gera. Eg vil ekki innan um aðra þurfa að vera. Tekurðu ekki eftir því að eg er betri en fjöldinn, - biblíunni blaða í, bið og syng á kvöldin? Heiðrekur Guðmundsson orti: Þegar vindur þyrlar snjá, þagna og blindast álar það er yndi að eiga þá auðar lindir sálar. Í formála fyrir „Ljóðmælum“ Páls Ólafssonar, útg. 1944, segir Gunnar Gunnarsson rithöfundur að hann hafi séð tvær síðustu vísur Páls tilfærðar. Önnur er norðan af Sléttu: Ég hef hvorki rænu né ráð, réni drottinn þetta stríð. Hvorki sé ég lög eða láð, lifað hef ég betri tíð. Hin er af Héraði: Nú er boginn brostinn og bilaður sérhver strengur en sami er sálarþorstinn að syngja lengur, lengur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Landið, þjóðin, sagan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.