Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 57
DÆGRADVÖL 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
„Þeir standa fyrir vikulegum hjóla-
túrum í kringum borgina, yfirleitt á
þriðjudagskvöldum, og ég ákvað að
slá til og er núna kominn í liðið. Ég
hlakka mikið til að fara í fyrsta sinn
í Cyclothonkeppni Símans 23.-25.
júní með Riddurum spandexins, en
þar söfnum við áheitum fyrir Land-
vernd.“ Þegar Hávarður varð fimm-
tugur hjólaði hann Vestfjarðahring
til styrktar Grensásdeildinni, svo
hann er allvanur hjólreiðamaður.
Fjölskylda
Eiginkona Hávarðar er Þórunn
María Jónsdóttir, f. 11.3. 1965, bún-
inga- og sviðshönnuður í leikhúsum
og kvikmyndum og kennari í MÍR
og LHÍ. Foreldrar hennar eru hjón-
in Jón Ingi Rósantsson, f. 20.4. 2928,
d. 9.11. 1987, klæðskeri og Guðbjörg
Pálsdóttir, f. 26.9. 1928, d. 17.5.
2020. Börn Hávarðar og Þórunnar
eru Hildur Franziska, f. 27.7. 1998,
nemi í sálfræði í HÍ, og Tryggvi
Kormákur, f. 27.1. 2006, nemi í
Hagaskóla.
Systkini Hávarðar eru Helga
Tryggvadóttir Stolzenwald (sam-
mæðra), f. 29.11. 1954, d. 15.10.
2016, húsmóðir og listakona í
Grundarfirði síðari árin; Ingólfur
Helgi Tryggvason, f. 15.7. 1957,
kerfisfræðingur í Mosfellsbæ; Jónas
Tryggvason, f. 12.9. 1959, fram-
kvæmdastjóri í Moskvu í Rússlandi;
Dóra Tryggvadóttir, f. 7.1. 1965,
markaðsfræðingur í Danmörku, og
Ólöf Tryggvadóttir, f. 12.9. 1966,
framkvæmdastjóri og frumkvöðull í
Reykjavík.
Foreldrar Hávarðar eru hjónin
Tryggvi Þorvaldsson, f. 6.11. 1917,
d. 8.9. 1994, sjómaður, sendibílstjóri,
verkamaður og frístundabóndi, og
Jóhanna Rakel Jónasdóttir, f. 6.8.
1935, húsmóðir og saumakona. Þau
bjuggu í Reykjavík.
Hávarður
Tryggvason
Þórunn Magnúsdóttir
vinnukona á Brekkum, Hvolhr., síðar húsfreyja í Nýjahúsi, Vestmannaeyjum
Þorkell Guðmundsson
trésmiður í Bolungavík og
járnsmiður í Reykjavík
Ágústa Þorkelsdóttir
húsfreyja í Vetleifsholti í Holtum
Jónas Kristjánsson
bóndi í Vetleifsholti í Holtum
Jóhanna Rakel Jónasdóttir
húsmóðir og saumakona í Reykjavík
Guðrún Sigurðardóttir
frá Breiðavaði, A-Hún., húsfreyja
Vetleifsholti í Holtum
Kristján Kristjánsson
bóndi í Stekkholti í Biskupstungum og Vetleifsholti í Holtum
Guðný Jónsdóttir
húsfreyja í Hlíð, Grafarsókn, Skaftártungu,V-Skaft.
Jón Eiríksson
bóndi í Hlíð, Grafarsókn,
Skaftártungu,V-Skaft.
Ólöf Jónsdóttir
húsfreyja á Skúmsstöðum,
V-Landeyjum
Þorvaldur Jónsson
bóndi á Skúmsstöðum,V-Landeyjum
Hildur Vigfúsdóttir
húsfreyja á Hemru í Grafarsókn,
Skaftártungu,V-Skaft.
Jón Einarsson
bóndi og hreppstjóri í Hemru, Grafarsókn, Skaftártungu,V- Skaft.
Úr frændgarði Hávarðs Tryggvasonar
Tryggvi Þorvaldsson
verkamaður í Reykjavík
„ENGAN SEM ER OF ÞÆGILEGUR. ÉG
VIL EKKI AÐ ÞAU GISTI TVÆR NÆTUR
Í RÖÐ.“
„NUDDAÐU ÞESSU Á TÆRNAR ÞRISVAR Á
DAG Á MATMÁLSTÍMA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að gleyma henni ekki
yfir fótboltaleiknum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
SLÆMARFRÉTTIR.
TÓFÚIÐ ER BÚIÐ
Ó SLÆMARFRÉTTIR,
GRETTIR …
JÁ!!TÓFÚIÐ ER
BÚIÐ!!
HEIMSKI HRAFN!!
HRAFNAR ERU Í RAUN MJÖG
GÁFAÐIR! ÞEIR GETA
TALAÐ MEIRA EN SUMIR
PÁFAGAUKAR!
JA, ÉG HEF ENN
EKKI HEYRT
„FYRIRGEFÐU“!
SVEFN-
SÓFAR
Mér þykir við hæfi að rifja uppstöku Stephans G. Stephans-
sonar:
Hlustir þú og sé þér sögð
samankveðna bagan,
þér er upp í lófa lögð
landið, þjóðin sagan.
Bergljót Benediktsdóttir á Garði
í Aðaldal orti um konuna á út-
nesinu:
Þú hefur horft á hafrótið,
hlustað á brim og vinda.
Samt hefur blessað sólskinið
svip þinn náð að mynda.
Björg Pétursdóttir Húsavík orti:
Þótt ég hafi erfitt átt,
orðið sárt að kanna,
margan góðan dreg ég drátt
úr djúpi minninganna.
Egill Jónasson hafði lesið ljóð
Einars Benediktssonar og orti:
Eyrun heyra, augun sjá,
allt er í góðu standi,
þó hef ég tapað áttum á
Einars „Stórasandi“.
Einar Kristjánsson bóndi á Her-
mundarfelli orti:
Í ferskeytlunni frægu mest
finnst af gulli og stáli,
og hún talar einnig best
alþýðunnar máli.
Emelía Sigurðardóttir á Brett-
ingsstöðum orti og kallaði:
„HERRA, HERRA!“
Herra láttu í himninum
hæfan stað mér gera.
Eg vil ekki innan um
aðra þurfa að vera.
Tekurðu ekki eftir því
að eg er betri en fjöldinn,
- biblíunni blaða í,
bið og syng á kvöldin?
Heiðrekur Guðmundsson orti:
Þegar vindur þyrlar snjá,
þagna og blindast álar
það er yndi að eiga þá
auðar lindir sálar.
Í formála fyrir „Ljóðmælum“
Páls Ólafssonar, útg. 1944, segir
Gunnar Gunnarsson rithöfundur að
hann hafi séð tvær síðustu vísur
Páls tilfærðar. Önnur er norðan af
Sléttu:
Ég hef hvorki rænu né ráð,
réni drottinn þetta stríð.
Hvorki sé ég lög eða láð,
lifað hef ég betri tíð.
Hin er af Héraði:
Nú er boginn brostinn
og bilaður sérhver strengur
en sami er sálarþorstinn
að syngja lengur, lengur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Landið, þjóðin, sagan