Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.2021, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 „Ég vil hvergi annars staðar vera en hér,“ segir Agnes Óskarsdóttir, bóndi á Hundastapa á Mýrum. „Hér ólst ég upp og við Halldór Jónas Gunnlaugsson, maðurinn minn, komum hér inn með ömmu minni og afa, Ólöfu Guðmunds- dóttur og Ólafi Egilssyni, í búskapinn árið 2002. Tókum ekki löngu seinna alfarið við og efldum allan búskapinn. Byggðum nýtt fjós, settum þar upp róbóta og byggðum kálfahús. Erum í dag með 65 mjólkandi kýr, naut og kálfa, alls um 200 gripi í fjósi.“ Bæjarnafnið Hundastapi vekur athygli, en skýringar á tilurð eru ekki ljósar. Í gömlum bók- um eru líka til nöfnin Arnarstapi og Hind- arstapi, en í Jarðabókinni árið 1706 er nafnið Hundastapi orðið fast í sessi. „Auðvitað hefur margt breyst hér á Mýr- unum í seinni tíð og margar jarðir farið í eyði eða búskapur þar lagst af. Á móti kemur hins vegar að nokkur stór kúabú eru starfrækt hér; á Mel, Staðarhrauni, Lambastöðum, Þverholti, Laxaholti og hér á Hundastapa. Hvað fram- leiðslu viðvíkur er þetta eitt blómlegasta land- búnaðarsvæðið í Borgarfirði. Slíkt er líka að mörgu leyti eðlilegt; hér er nóg landrými þótt ræktunarskilyrði í súrum jarðveginum hér mættu vera betri.“ Ljósleiðari breytir öllu Alls 24 kílómetrar eru frá Hundastapa í Borg- arnes, en þangað er sótt í skóla og eftir nauð- synjum. Þar kemur Agnes líka – með nokkrum öðrum borgfirskum bændum – að rekstri versl- unar með heimaunnar afurðir. „Svo vel sé bú- andi í sveitinni þurfum við góðar samgöngur. Vegir eru mikilvægir en þó ekki síður fjarskipti. Ljósleiðarinn á að koma að Hundastapa í haust og slíkt breytir öllu,“ segir Agnes. Efldu búið og byggðu nýtt fjós STÓRBÝLI Á HUNDASTAPA ÞAR SEM UNGT FÓLK TÓK VIÐ KEFLINU Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sveitalíf Agnes Óskarsdóttir á Hundastapa hér með sonum sínum, sem eru frá vinstri talið: Sigurþór Ási, Ólafur Hrafn, Óskar Gísli og Jóhannes Benedikt Halldórssynir. Tími fyrir myndatöku á annasömum vordegi. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þegar farið er úr Borgarnesi vest- ur á Snæfellsnes liggur leiðin um Mýrar, landið milli Langár og Hít- arár. Svæðið ber nafn með rentu; er marflatt og í blautum flóum eru áberandi tjarnir og vötn sem gjarn- an liggja milli lágra skógi vaxinna klapparholta. Fyrir ofan byggð og upp til landsins er Grímsstaðamúli og útsýni út allan Snæfellsnesfjall- garðinn, þar sem Fagraskógarfjall, Ljósufjöll og tignarlegur jökullinn eru áberandi vörður. Ekki ferðamannasvæði Í greinarkorni þessu er láglendi Mýranna lýst – en þegar þangað er farið er beygt út af þjóðveginum til vinstri þegar komið er yfir Lang- árbrú skammt vestan við Borg- arnes. Á veginum niður með ánni er nú unnið að endurbótum, þörfum og nauðsynlegum, og ber þá að hafa í huga að úti á landi eru samgöngur og vegagerð gjarnan hagsmunamál númer eitt. Vegir þurfa að vera góðir og greiðfærir því á Mýrum eru stór kúabú þangað sem sótt er mjólk, börn sækja skóla í Borg- arnes og svo mætti áfram telja. Mýrarnar eru þó klárlega ekki ferðamannastaður; að minnsta kosti er þar fátt ef nokkuð sem kynnt hefur verið sérstaklega til að laða túrista á svæðið. Hítará og Langá eru þó eftirsóttar af lax- veiðimönnum. Á landakorti að sjá eru vegirnir um Mýrar sem liggja niður að ströndinni, eins og tvær lykkjur sem aðskiljast af Álftá; rétt eins og hinir fornu Álftanes- og Hraun- hreppar gerðu. Bæirnir standa flestir nærri vegum og um 30 jarðir eru í ábúð. Eyðijarðir eru nokkrar. Íbúar á svæðinu eru um 100 tals- ins. Fuglar og flóran blómstrar Alls er Mýravegurinn um 60 kíló- metrar að lengd. Hver árstíð hefur sinn svip í náttúrunni; fuglalíf á Mýrum er líflegt og þar má nefna fálka, erni og kríur. Jafnvel uglur. Og flóra svæðisins blómstrar. Gular sóleyjar brosa, lúpínan breiðir úr sér og túnin eru orðin græn. Víða niður við sjóinn á Mýrum er þurrlent, harðir bakkar og miklir sandar á löngum fjörum, svo sem við kirkjustaðinn Álftanes. Sker, boðar og rastir eru úti fyrir strönd- inni, sem hafa verið sjófarendum skeinuhættir. Er þar nærtækt að tiltaka rannsóknarskipið Pourqoui pas? sem fórst við Straumsfjörð á Mýrum 16. september 1936 og með því allir skipverjarnir utan einn, alls 39 manns. Örlagasögu þeirri hefur verið haldið vel til haga; með- al annars með minnismerki í bæj- arhlaði í Straumsfirði. Eyjar hér fyrir utan sem hafa verið í byggð eru Hjörsey, Knarr- arnes og Kóranes, en á síðast- nefnda staðnum var Ásgeir Ás- geirsson, forseti Íslands, fæddur árið 1894. Þar var faðir hans kaup- maður en verslun í eynni lagðist af laust fyrir aldamótin 1900. Ásgeir Eyþórsson verslunarmaður lét þá taka húsið á staðnum niður og flutti til Reykjavíkur, hvar það var endurreist við Bókhlöðustíg og er enn. Akrar í Grettlu og Eglu Á vesturhluta Mýranna ber hátt í sögu jafnt sem landslagi kirkju- jörðin Akrar. Hennar er getið í Grettlu og Eglu; í síðarnefndu sög- unni segir að þarna hafi verið stunduð jarðyrkja og af því kann bæjarnafnið að ráðast. Hér er gróðursælt. Komið er út úr vestari lykkju Mýravegarins við Fíflholt. Þar ör- skammt vestar er Hítará. Þar inn til landsins er Fagraskógarfjall í Hítardal, markað af skriðunni sem féll í júlí 2018 sem olli miklum land- spjöllum og breytti farvegi Hít- arár. Ummálið skriðunnar var talið allt að 20 milljónir rúmmetrar, sem gerir hana að einni þeirri umfangs- mestu sem fallið hefur á sögulegum tíma á Íslandi. Marflatar Mýrar Kyrrstaða Verkefnaskortur og vandi í vörubílaútgerð á Vogalæk. Landbúnaður Bolar á beit á bænum Þveholtum, þar sem er rekið stórt bú. - Bíltúr í Borgarfirði - Milli Langár og Hítarár - Um 30 bæir og 100 íbúar - Sóleyjar brosa - Ernir, uglur og krían Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fagraskógarfjall Markað af skriðunni miklu sem þarna féll sumarið 2018. La ng á Álftá Hítar á Álftanes Borgarnes Bo rg ar fjö rð ur Straumfjörður Kóranes Hjörsey Akrar Hítardalur 1 54 Mýrar Knarrarnes Hundastapi Fagra- skógar- fjall Aurskriða frá 2018 + +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.