Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Kíktu til okkar
í góðan mat og
notalegt andrúmsloft
Borðapantanir á
www.matarkjallarinn.is
Nýttu ferðagjöfina
hjá okkur
Með skipulagsvaldi,
sem sveitarfélög á Ís-
landi fengu árið 1997,
geta sveitarfélög ráðið
bæði landverði, land-
notkun, hvenær og
hvernig lóðir eru bún-
ar til, hverjum þær
eru leigðar eða seldar
og hvernig heimilað er
að byggja. Sveit-
arfélögin voru samt
sem áður ekkert undir
það búin að taka við þessu nýja valdi
og sama máli gegndi um marga þá
ráðsala sem þau höfðu til að hjálpa
sér í þessum efnum, enda oft um
mjög flókin mál að ræða. Afleiðing-
arnar hafa m.a. verið vanhugsaðar
skipulagsákvarðanir sem hafa kost-
að okkur Íslendinga marga tugi ef
ekki hundruð milljarða sem við er-
um enn að borga og taka afleiðing-
unum af. Í skipulagi, undanfarna
áratugi, virðist það líka alveg hafa
gleymst á hvaða breiddargráðu Ís-
land liggur og hvaða áhrif það ætti
að hafa á hvernig við skipuleggjum
og byggjum íbúðir. Góðar íbúðir á
viðráðanlegu verði eru samt grund-
vallarmannréttindi þeirra sem búa
hér og ættu auðvitað að vera algert
forgangsatriði hjá þeim sem bjóða
sig fram til að hafa vit
fyrir okkur hinum. Nú
ríkir hér umtalsverður
markaðsbrestur á íbúð-
arhúsnæði, íbúðir
hækka óheyrilega í
verði og sveitarstjórn-
armenn og ráðsalar
þeirra, sem ættu að vita
orsakirnar, segjast
steinhissa, þótt þeir
hafi sjálfir skapað
þennan vanda. Auðvitað
ætti það ekki að vera
neitt stórmál, í jafn
strjálbýlu landi, að tryggja íbúunum
góðar íbúðir á viðráðanlegu verði –
ef einhver vilji væri fyrir hendi.
Birta og sólarljós
Lengi hefur verið vitað um mik-
ilvægi birtu og sólarljóss í bygg-
ingum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk
þarf sólarljós til þess að framleiða og
geta nýtt ákveðin vítamín og stein-
efni. Í byggingum er sólarljós líka
mikilvægt til að koma í veg fyrir
bakteríur og sveppagróður. Þetta
vissi próf. Guðmundur Hannesson,
sem skrifaði „Um skipulag bæja“
fyrir meira en 100 árum, og þetta
ítrekuðu Hildur Gunnarsdóttir arki-
tekt, Ásta Logadóttir verkfræðingur
og fleiri líka á nýlegri ráðstefnu í
Norræna húsinu. Ef skipulags-
yfirvöld gera kröfu um berjarunna á
svölum íbúða þurfa þessir runnar
líka sólarljós eigi þeir að þrífast
þokkalega. Þétting byggðar hefur
m.a. að undanförnu leitt til þess að
sumar, jafnvel nýjar, íbúðir fá alls
ekkert sólarljós, jafnvel ekki um há-
sumarið. Í Bretlandi hefur verið
miðað við að allar nýjar byggingar
fái að minnsta kosti tveggja klukku-
stunda sólarljós og við ættum auð-
vitað ekki að láta okkur nægja
minna. Nauðsynlegt er því að fram-
kvæma sólar- og birtugreiningu í
fyrirhuguðum íbúðum áður en deili-
skipulag og hönnun eru samþykkt.
Hér dugar ekki að horfa bara á þá
skugga sem byggingarnar sjálfar
varpa á umhverfið.
Óleyfisíbúðir
Núna, á sjálfri upplýsingaöldinni,
ætti það heldur ekki að vera neitt
stórmál að fylgjast stöðugt með og
hafa þessi íbúðarmál í þokkalegu
lagi. Ef það er ekki gert hittir það
okkur bara sjálf fyrir á öðrum vett-
vangi með alls konar kvillum og dep-
urð sem fylgja þannig búsetu að ekki
sé minnst á nýlegan bruna við
Bræðraborgarstíg. Samt kom fram í
könnun sem var gerð af slökkviliðinu
árin 2017-2018 að 5-7000 ein-
staklingar bjuggu þá í 1.500-2.000
óleyfisíbúðum. Þetta er álíka mann-
fjöldi og býr nú á öllu Vesturlandi
eða um þriðjungur af íbúum Ak-
ureyrar. Hvar er eiginlega skipu-
lags- og byggingareftirlitið og Hús-
næðis- og mannvirkjastofnun, sem
hefur það hlutverk „að vernda líf og
heilsu manna, eignir og umhverfi
með því að tryggja faglegan und-
irbúning mannvirkjagerðar og virkt
eftirlit með gæðum, öryggi og heil-
næmi“?
Íbúðir fyrir Íslendinga
framtíðarinnar
Lítið hefur verið spáð í æskilegar
íbúðir 21. aldarinnar, en samt er full-
yrt að nauðsynlegt sé að þétta byggð
sem síðan myndar daglegt umhverfi
tugþúsunda karla, kvenna og barna.
Þetta er þó sjálfsagt að meta. Það
sem innfæddum Vesturbæingi finnst
yndisleg byggð getur Ísfirðingi
fundist alltof þétt. Svipað má segja
um stærð íbúða. Í húsnæðisskorti
samtímans hefur fólk líka, átölulítið,
farið að búa í dimmum kjöllurum,
bílskúrum og iðnaðar- og atvinnu-
húsnæði sem aldrei var ætlað til
íbúðar. Þessu fylgir óhjákvæmilega
félagsleg aðgreining eins og fylgdi
braggahverfunum. Eftirsókn höf-
uðborgarbúa eftir húsnæði í dreifð-
ari byggð fyrir austan fjall og í að-
liggjandi sveitarfélögum bendir líka
til þess, eins og rannsóknir dr.
Bjarna Reynissonar, að fyrsta bú-
setuósk Íslendinga á öllum aldri sé
ekki blokkaríbúð. Samt halda
stjórnmálamenn og verktakar
áfram að „þétta byggð“ eins og Ís-
land sé nú ekki nógu stórt til að
bjóða þessum fáu íbúum upp á
mannsæmandi íbúðarhúsnæði, að
því er virðist án þess að nokkrir þar
til bærir sérfræðingar séu hafðir
með í ráðum. Þéttbýli er flókið fyr-
irbrigði og ákaflega kostnaðarsamt
að breyta um stefnu sem reynist
ekki þjóna íbúunum nógu vel. Þurf-
um við ekki líka að þekkja miklu
betur þarfir og óskir íbúanna áður
en ráðist er í frekari þéttingu
byggðar í Reykjavík? Við eigum
meira en nóg landrými til þess að
okkur geti öllum liðið vel í nægu sól-
arljósi og birtu og í góðum tengslum
við aðliggjandi náttúru. Hvernig
væri því að rannsaka hvernig hefur
tekist til með þéttingu undanfarinna
ára áður en lengra er haldið á þess-
ari braut.
Eftir Gest Ólafsson
Gestur Ólafsson
» Vanhugsaðar skipu-
lagsákvarðanir hafa
kostað okkur Íslendinga
marga tugi ef ekki
hundruð milljarða sem
við erum enn að borga
og taka afleiðingunum
af.
Höfundur er arkitekt og skipulags-
fræðingur FAÍ, FSFFÍ.
skipark@skipark.is
Þétting íbúðarbyggðar
Tíberíus keisari er frægur fyrir
margt, eins og að vera arftaki
Ágústusar sem við heyrum um á
hverjum jólum, en fyrir mér er
hann maðurinn sem hafði gúrkur á
borðum allan ársins hring.
Þá voru alþjóðaviðskipti frum-
stæðari en seinna varð og keisarinn
mátti una við innanlandsframleiðslu
þó ítök Rómaveldis næðu víða og
margt væri brallað.
Íslenskir stórmarkaðir virðast
gera sömu kröfur og keisararnir að
hafa helst allar tegundir jarð-
argróða heims á boðstólum alla
daga. Ekkert sem heitir „season“-
vörur, heldur allt alltaf. Stundum
getur maður talið fleiri sortir af
grænmeti og ávöxtum í hillunum en
kúnnarnir eru í búðinni.
Þetta er ekki svo í útlöndum. Á
Tene færðu helst innlenda banana
en ekki jarðarber. Í Portúgal er
þessu öfugt farið. Þetta verður
vesalings fólkið að búa við og lætur
sér líka. Hér má helst ekkert vanta
einn einasta dag. Með þessari of-
gnótt er hætta á sóun og illt er að
flytja vöru inn um hálfan hnöttinn
ef mikið fer í súginn. Gáum að kol-
efnissporinu.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Að borða eins og keisarinn
Ljósmynd/Colourbox, Yuri Tuchkov
Í öll mál Það var sjaldan gúrkutíð hjá Tíberíusi keisara.