Morgunblaðið - 17.06.2021, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Út kom í síðustu viku bókin Saga
netagerðar á Íslandi, sem fjallar um
fiskveiðar og veiðitækni við Ísland
frá landnámi til líðandi stundar. Sig-
urgeir Guðjónsson, sagnfræðingur á
Akureyri, er höfundur bókarinnar,
en útgefandi er VM – félag vélstjóra
og málmtæknimanna. Það kemur
þannig til að árið 1995 sameinuðust
Nót – félag netgerðarmanna og Fé-
lag járniðnaðarmanna og það aftur
og síðar samtökum vélstjóra. Úr því
varð VM – félag vélstjóra og málm-
tæknimanna. Áskilnaður var gerður
þegar netagerðarmenn gengu inn í
þetta samstarf að saga stéttar
þeirra skyldi skráð og gefin út.
Byggist útgáfan á því samkomulagi,
en einnig viðleitni til að halda
merkri sögu til haga.
Lokkar í veiðarfærin
„Góður netagerðarmaður þarf að
vera hugvitssamur og fljótur að til-
einka sér réttu handtökin. Maður
sem þessu starfi sinnir þarf að geta
séð fyrir sér hvernig netin eða önn-
ur þau veiðarfæri sem hann útbýr
leggjast í sjónum þannig að fisk-
urinn sæki í þau,“ segir Sigurgeir
Guðjónsson í samtali við Morg-
unblaðið.
„Í raun má því segja að sá sem
sinnir netagerð þurfi að einhverju
leyti að geta hugsað eins og fisk-
urinn, séð hvað lokkar hann í veið-
arfæri, sem er stóri tilgangurinn
með þessu öllu. Sá sem starfar við
netagerð þarf líka að vera skarpur í
stærðfræði og hafa líka afl og þekk-
ingu til að geta andæft alls konar
kreddum sem fram kunna að koma
um hvernig net eða önnur veið-
arfæri eigi að vera.“
Þekking og reynsla skapast
Netaveiðar við Íslandsstrendur
eiga sér langa sögu. Fyrst veiðar á
sel, en þegar kom fram á miðja 18.
öld hófust þorskveiðar í net. Slík
voru framleidd í Innréttingum
Skúla Magnússonar fógeta og þann-
ig má segja að netaveiðar og upphaf
iðnaðar á Íslandi haldist í hendur.
Síðar hófust veiðar á síld í nót,
snurvoðin kom til sögunnar og einn-
ig var farið að nota ýmiskonar gildr-
ur við sértækari veiðar. Allt gerðist
þetta á löngum tíma og þannig
skapaðist þekking og reynsla. Til
varð heil stétt sem sinnti netagerð,
sem árið 1927 varð löggild iðngrein.
Þá var farið að stofna netaverk-
stæði víða um land þar sem ungt
fólk gat komist á samning og fengið
starfsheitið netagerðarmaður. Nem-
ar voru þó fáir lengi framan af.
„Netagerð er undirstöðugrein.
Stórar netagerðir voru í Reykjavík,
á Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað
og í Vestmannaeyjum. Við leituðum
til manna sem starfað hafa í faginu
og búa á þessum stöðum og þeir
höfðu frá mörgu að segja.“
Framan af var kennsla í netagerð
fremur ómarkviss, en lag komst á
málin árið 1988 þegar kennsla í fag-
inu hófst við Fjölbrautarskóla Suð-
urnesja. Í dag fer kennslan fram
við Fisktækniskólann í Grindavík.
Verknám er þó eðli málsins sam-
kvæmt alltaf stór þáttur; þar sem
eldri og reyndari menn fræða þá
yngri sem eru byrjendur um
tæknina og kenna réttu handtökin.
En bóknám þarf líka til og löggild-
ingu í faginu, sem tæplega þekkist í
öðrum löndum. Slíkt hefur breytt
miklu. Hjörtur Erlendsson, forstjóri
Hampiðjunnar, sagði í útgáfuhófi
þessa formlegu staðfestingu á
menntun skipta miklu og eiga sinn
þátt í velgengni fyrirtækisins sem
hann stýrir. Framþróun í faginu
væri mikil og sífellt væru að koma
fram nýjungar, sbr. að nú héti fagið
veiðarfæragerð.
Áberandi hefur verið í netagerð
að feður hafi kennt sonum sínum
fagið og af því sprottið fjölskyldu-
fyrirtæki. Að þessu vék Kristján
Þór Júlíusson sjávarútvegs-
ráðherra í ávarpi þegar hann veitti
bókinni góðu viðtöku. Sjálfur sagð-
ist hann sem ungur drengur á Dal-
vík hafa verið tíður gestur á neta-
verkstæðinu sem Júlíus
Kristjánsson starfrækti. Þar
kynnst faginu og mörgu sem að
sjávarútvegi lýtur. Slíkt hafi orðið
sér gott veganesti í öðrum störfum
síðar á lífsleiðinni.
Netagerðarmaður hugsi eins og fiskur
- Saga fags og stéttar nú á bók sem VM gefur út - Netagerð er undirstöðugrein í íslenskum sjávar-
útvegi - Framþróun og ýmsar nýjungar - Þekking til að andæfa kreddunum - Fjölskyldufyrirtæki
Morgunblaðið/Eggert
Netagerð Útgerðarmenn og skipstjórar gera kröfur um eiginleika veið-
arfæra, allt eftir því hvað fiska skal. Á verkstæði Ísfells í Hafnarfirði.
Ljósmynd/Jón Páll Halldórsson
Handverk Netabætingar á verkstæði á Ísafirði áður fyrr á árum. Starf fyrir
konur jafnt sem karla - þar sem reynir á handlagni en ekki síður hugvit.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bókamenn Ánægðir með Sögu netagerðar á Íslandi. Á myndini eru frá vinstri talið: Guðmundur Helgi Þórarinsson for-
maður VM, Sigurgeir Guðjónsson höfundur og Valgeir Ómar Jónsson formaður ritnefndar og myndritstjóri bókarinnar.
Bókin Saga netagerðar á Íslandi
er fjórskipt. Fyrstu tveir hlutar
hennar fjalla um þróun og upp-
haf netagerðar og -veiða við
landið, í þriðja hluta er saga
stéttarfélagsins Nótar og í þeim
fjórða er fjallað um menntun í
faginu.
„Konur urðu fljótt fullgildar
sem netagerðarmenn og í starfi
Nótar,“ segir Sigurgeir Guð-
jónsson. Víkur þar meðal ann-
ars að þætti Halldóru Guð-
mundsdóttur sem með hléum
var formaður félagsins frá 1940
til 1963. Undir hennar for-
mennsku hafi til dæmis náðst
samningar við vinnuveitendur
árið 1946 um jöfn laun karla og
kvenna í stéttinni. Slíkt hafi ver-
ið nýmæli og netagerðarmenn
náð í höfn baráttumáli, sem enn
sé verið að strögla um nú – 75
árum síðar.
Jöfn laun
NETAGERÐ KVENNASTÉTT
PEUGEOT 3008 – RN. 340427.
Nýskráður 5/2018, ekinn 70 þ.km., bensín,
brúnn(tvílitur), sjálfskipting 6 gírar, akreinavari,
fjarlægðarskynjarar, bakkmyndavél, dráttarkrókur.
Verð 3.770.000 kr.
MERCEDES-BENZ V-KLASSE – RN. 340452.
Nýskráður 12/2018, ekinn 11 þ.km., dísel, hvítur,
sjálfskipting, stöðugleikakerfi, bakkmyndavél,
dráttarkrókur, forhitun á miðstöð, bluetooth.
Verð 5.560.000 kr. án vsk
OKKUR VANTAR ALLAR
GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is
TOYOTA RAV4 GX – RN. 331327.
Nýskráður 4/2017, ekinn 85 þ.km., bensín, hvítur,
sjálfskipting, þakbogar, filmur, USB tengi,
bluetooth, dráttarbeisli, hiti í framsætum.
Verð 3.890.000 kr.
VW GOLF GTE PLUG IN HYBRID COMFORT
RN. 331250. Nýskráður 3/2020, ekinn 11 þ.km.,
bensín/rafmagn, hvítur, sjálfskipting, hraðastillir,
360° nálgunarvarar, akreinavari, bluetooth, HDMI.
Verð 4.890.000 kr.