Morgunblaðið - 17.06.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021
Við kynnumst tveimur spennandi löndum með sína framandi
menningarheima og mikla náttúrfegurð, sem lætur engann ósnort-
inn. Kynnumst hinum æva gömlu höfuðborgum Yerevan og Tblisi,
förum upp í Kákassufjöllin, skoðum ævagömul klaustur, virki og
kirkjur. Komum við í vínhérað og smökkum á víni heimamanna.
Röltum um gamlan heilsubæ,
förum í bað í æva gömlu bað-
húsi, göngum eftir hengibrú.
Ekki má gleyma fólkinu sem
tekur okkur fagnandi en íbúar
beggja landa eru einstaklega
gestrisnir og kynnumst við
þeim. Við erum í ævintýri
sem er við allra hæfi.
Síðumúli 13 - 108 Reykjavík | Strandgata 29,
2 hæð, 600 Akureyri, sími 588 8900
info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Perlur Kákasusfjalla, hlið Evrópu að
Miðausturlöndum og Asíu
Forn menning, heillandi mannlíf, hrífandi
saga og stórkostleg náttúra
Georgía og Armenía
10.-20. september 2021
Innifalið er flug, hótel, fullt fæði í
Georgiu og Armeniu, allar
skoðunarferðir, ísl. farastjóri
ásamt heimamanni og aðgangur
þar sem við á.
Verð á mann í 2ja manna herbergi
er 348.700 kr. Takmarkaður fjöldi.
Takmarkað
sætamagn
Mósel & Rín
sp
ör
eh
f.
Sumar 11
Töfrandi ferð um Móseldalinn þar sem rómantík og
náttúrufegurð lætur engan ósnortinn. Við dveljum í Tríer,
elstu borg Þýskalands, og förum þaðan í heillandi ferðir, m.a.
til bæjanna Bernkastel-Kues og Rüdesheim og til glæsilegu
borgarinnar Koblenz þar sem við förum í skemmtilega
siglingu á Mósel. Við trompum þessa glæsilegu ferð í
stórhertogadæminu Lúxemborg.
3. - 10. september
Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 229.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Aðstæður til landeldis á laxi eru góð-
ar í Auðlindagarðinum á Reykjanesi
en þar áformar Samherji fiskeldi ehf.
að reisa risastóra eldisstöð. Jón
Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri
Samherja fiskeldis, segir að ylsjórinn
geri þessa staðsetningu sérstaka. Yl-
sjórinn er affall frá kælingu Reykja-
nesvirkjunar. Jón
Kjartan segir að
aðgangur að mikl-
um ylsjó sé for-
senda þess að
hægt sé að koma
upp hagkvæmu
landeldi á stórum
skala.
Stjórnendur og
eigendur Sam-
herja fiskeldis
hafa unnið að
stefnumótun um það hvernig hægt sé
að auka starfsemi félagsins. Það hef-
ur í mörg ár einbeitt sér að eldi á
bleikju og laxi í landeldisstöðvum. Er
fyrirtækið með verulegt eldi í stöðv-
um sínum í Öxarfirði og á Suðurnesj-
um. Raunar er Samherji stærsti
framleiðandi heims á bleikju og með
þeim stærstu í landeldi á laxi. Hafa
starfsmenn fyrirtækisins öðlast
mikla reynslu sem þeir nýta við
stækkun núverandi stöðva og enn
frekar á næstu árum með risastöð-
inni sem áformað er að reisa í ná-
grenni Reykjanesvirkjunar.
Helguvík ekki hentug
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, sagði á kynningar-
fundi í Hljómahöllinni í gær að fyrir-
tækið hefði byggt upp meiri
þekkingu á landeldi en flestir aðrir í
heiminum byggju yfir. Stjórnendur
hefðu lengi velt því fyrir sér hvernig
þeir gætu nýtt þekkinguna til þess að
framleiða góðar afurðir á samkeppn-
ishæfu verði.
Jón Kjartan segir að ýmsir staðir
hafi verið skoðaðir í heilt ár. Í októ-
ber á síðasta ári var tilkynnt að Sam-
herji fiskeldi hefði hafið frumathug-
un á aðstæðum til laxeldis í Helguvík
og að undirrituð hefði verið viljayfir-
lýsing um kaup fyrirtækisins á eign-
um Norðuráls þar. Samherji lagði
100 milljónir í boranir og rannsóknir
í Helguvík en Jón Kjartan segir að
því miður hafi vatnsmagn og vatns-
gæði ekki verið næg til þess að hægt
væri að halda áfram á þeim stað.
Samherji á í viðræðum við nýsköp-
unarfyrirtækið CarbFix um það
hvort það sjái sér hag í því að nýta
borholur og rannsóknir við sína
starfsemi, sem er að binda koldíoxíð í
náttúrunni.
Hluti afurðanna fullunninn
Ylsjórinn frá Reykjanesvirkjun
dró athygli Samherja þangað, eins og
fyrr segir. Jón Kjartan segir að að-
staðan við virkjunina sé góð. Landið
liggi lágt og sé með gott aðgengi að
sjó. Starfsmenn fyrirtækisins þekki
hvernig hægt er að nýta sjó við þess-
ar aðstæður. Ekki hefur verið gengið
endanlega frá staðsetningu stöðvar-
innar. Jón Kjartan segir að fyrir-
tækið hafi augastað á landinu sunnan
við virkjunina. Þorsteinn Már sagði á
kynningunni að spennandi verði að
leggja saman þekkingu HS Orku og
Samherja. Sagðist hann sannfærður
að með því yrði Samherji fremsta
fyrirtækið í landeldi í heiminum.
Áformað er að byggja allt að 40
þúsund tonna landeldi á laxi í þremur
áföngum á næstu ellefu árum. Byggð
verður seiðastöð og ker fyrir áfram-
eldi. Jón Kjartan segir gert ráð fyrir
að komið verði upp aðstöðu til slátr-
unar á laxi en frekari vinnsla og
pökkun verði annars staðar á Suð-
urnesjum. Af því tilefni segir hann að
Samherji vinni afurðir sínar yfirleitt
meira en minna. Því verði hluti laxa-
framleiðslunnar flakaður fyrir út-
flutning en hann segir ekki ljóst nú
hversu stór hluti það verði.
Í fyrsta áfanga stöðvarinnar er
gert ráð fyrir 10 þúsund tonna fram-
leiðslu. Frumvinnsla á laxi og pökkun
er mannaflsfrek starfsemi. Þannig er
gert ráð fyrir að bein störf við eldi og
frumvinnslu í fyrsta áfanga verði um
eitt hundrað og annað eins í afleidd-
um störfum. Þá munu fjölmörg störf
verða við uppbygginguna.
Framleiða 100 tonn á dag
Vinna við matsferli, leyfismál og
hönnun er hafin og samkvæmt áætl-
unum Samherja fiskeldis mun seiða-
eldi hefjast í upphafi árs 2023 og
áframeldi og vinnsla á afurðunum á
árunum 2024 og 2025.
Áætluð fjárfesting í fyrsta áfanga
er 17 milljarðar króna og hefur
stjórn Samherja ákveðið að leggja
verkefninu til 7,5 milljarða króna.
Í öðrum áfanga bætast við 10 þús-
und tonn af laxi og í þeim þriðja 20
þúsund tonn. Þegar framleiðslan
verður komin upp í 40 þúsund tonn,
árið 2032 ef allt gengur samkvæmt
áætlun, mun þessi stöð framleiða að
meðaltali rúmlega 100 tonn af laxi á
dag, alla daga ársins.
Heildarfjárfesting er áætluð 45
milljarðar króna og er áformað að
leita til fleiri fjárfesta þegar kemur
að stækkun stöðvarinnar.
Ylsjórinn dró Samherja á Reykjanes
- Aðstæður til landeldis eru góðar í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun - Áformað að hefja starf-
semi eftir tæp tvö ár - Slátrað verður 100 tonnum af laxi á dag þegar stöðin verður að fullu komin í notkun
Tölvugerð mynd/Samherji
Reykjanes Landeldi felst í eldi á laxi í kerum á landi. Notaður er sjór og ferskvatn og mikill tæknibúnaður. Sam-
herji þarf að koma upp yfir 100 risastórum eldiskerjum til að framleiða 40 þúsund tonn af laxi á ári.
Jón Kjartan
Jónsson
Fiskeldi Andlit stöðvarinnar mun blasa við vegfarendum um Reykjanes.
HS Orka vill nýta afgangs-
strauma frá virkjunum sínum
í Svartsengi og á Reykjanesi.
Skilgreindur hefur verið Auð-
lindagarður utan um þá starf-
semi. Reiknað er með að fyrir-
tæki sem þar fái aðstöðu nýti
ekki aðeins rafmagn eða heitt
vatn frá virkjununum heldur
einnig aðra orkustrauma.
Þekktasta fyrirtækið í Auð-
lindagarðinum er Bláa lónið í
Svartsengi. Við Reykjanes-
virkjun er fiskeldisfyrirtækið
Stolt Sea Farm sem framleiðir
senegalflúru til útflutnings.
Fiskþurrkunarfyrirtækin
Haustak og Laugafiskur telj-
ast einnig til þess hluta Auð-
lindagarðsins. Nú stefnir í að
langstærsta fyrirtækið,
landeldisstöð Samherja fisk-
eldis, bætist við. Jafnframt er
HS Orka að stækka Reykja-
nesvirkjun úr 100 í 130 mega-
vött.
Nýta afgangs-
strauma
AUÐLINDAGARÐURINN
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Reykjanesvirkjun Virkjunin er
miðjan í Auðlindagarðinum.
Samherji fiskeldi mun sía frá-
rennsli frá landstöðinni á
Reykjanesi og framleiða úr því
afurðir sem geta nýst í auð-
lindagarðinum eða annars stað-
ar. Grænmetisræktun er einn af
möguleikunum.
Jón Kjartan Jónsson fram-
kvæmdastjóri sagði á kynning-
arfundi í Hljómahöllinni í gær að
það væri mikið fyrirtæki að
hreinsa frárennslið og vinna úr
efninu. Telur hann að afurðir
sem framleiddar eru í slíku um-
hverfi verði eftirsóttari en aðrar
afurðir. Við laxeldið verða not-
aðir ýmsir auðlindastraumar,
svo sem raforka, kalt vatn og yl-
sjór frá Reykjanesvirkjun. Þá
nefnir Jón að hægt verði að
kaupa súrefni frá framleiðanda
vetnis.
Hreinsa
frárennslið
ALLT NÝTT