Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.06.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 Við kynnumst tveimur spennandi löndum með sína framandi menningarheima og mikla náttúrfegurð, sem lætur engann ósnort- inn. Kynnumst hinum æva gömlu höfuðborgum Yerevan og Tblisi, förum upp í Kákassufjöllin, skoðum ævagömul klaustur, virki og kirkjur. Komum við í vínhérað og smökkum á víni heimamanna. Röltum um gamlan heilsubæ, förum í bað í æva gömlu bað- húsi, göngum eftir hengibrú. Ekki má gleyma fólkinu sem tekur okkur fagnandi en íbúar beggja landa eru einstaklega gestrisnir og kynnumst við þeim. Við erum í ævintýri sem er við allra hæfi. Síðumúli 13 - 108 Reykjavík | Strandgata 29, 2 hæð, 600 Akureyri, sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Perlur Kákasusfjalla, hlið Evrópu að Miðausturlöndum og Asíu Forn menning, heillandi mannlíf, hrífandi saga og stórkostleg náttúra Georgía og Armenía 10.-20. september 2021 Innifalið er flug, hótel, fullt fæði í Georgiu og Armeniu, allar skoðunarferðir, ísl. farastjóri ásamt heimamanni og aðgangur þar sem við á. Verð á mann í 2ja manna herbergi er 348.700 kr. Takmarkaður fjöldi. Takmarkað sætamagn Mósel & Rín sp ör eh f. Sumar 11 Töfrandi ferð um Móseldalinn þar sem rómantík og náttúrufegurð lætur engan ósnortinn. Við dveljum í Tríer, elstu borg Þýskalands, og förum þaðan í heillandi ferðir, m.a. til bæjanna Bernkastel-Kues og Rüdesheim og til glæsilegu borgarinnar Koblenz þar sem við förum í skemmtilega siglingu á Mósel. Við trompum þessa glæsilegu ferð í stórhertogadæminu Lúxemborg. 3. - 10. september Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 229.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Aðstæður til landeldis á laxi eru góð- ar í Auðlindagarðinum á Reykjanesi en þar áformar Samherji fiskeldi ehf. að reisa risastóra eldisstöð. Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis, segir að ylsjórinn geri þessa staðsetningu sérstaka. Yl- sjórinn er affall frá kælingu Reykja- nesvirkjunar. Jón Kjartan segir að aðgangur að mikl- um ylsjó sé for- senda þess að hægt sé að koma upp hagkvæmu landeldi á stórum skala. Stjórnendur og eigendur Sam- herja fiskeldis hafa unnið að stefnumótun um það hvernig hægt sé að auka starfsemi félagsins. Það hef- ur í mörg ár einbeitt sér að eldi á bleikju og laxi í landeldisstöðvum. Er fyrirtækið með verulegt eldi í stöðv- um sínum í Öxarfirði og á Suðurnesj- um. Raunar er Samherji stærsti framleiðandi heims á bleikju og með þeim stærstu í landeldi á laxi. Hafa starfsmenn fyrirtækisins öðlast mikla reynslu sem þeir nýta við stækkun núverandi stöðva og enn frekar á næstu árum með risastöð- inni sem áformað er að reisa í ná- grenni Reykjanesvirkjunar. Helguvík ekki hentug Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, sagði á kynningar- fundi í Hljómahöllinni í gær að fyrir- tækið hefði byggt upp meiri þekkingu á landeldi en flestir aðrir í heiminum byggju yfir. Stjórnendur hefðu lengi velt því fyrir sér hvernig þeir gætu nýtt þekkinguna til þess að framleiða góðar afurðir á samkeppn- ishæfu verði. Jón Kjartan segir að ýmsir staðir hafi verið skoðaðir í heilt ár. Í októ- ber á síðasta ári var tilkynnt að Sam- herji fiskeldi hefði hafið frumathug- un á aðstæðum til laxeldis í Helguvík og að undirrituð hefði verið viljayfir- lýsing um kaup fyrirtækisins á eign- um Norðuráls þar. Samherji lagði 100 milljónir í boranir og rannsóknir í Helguvík en Jón Kjartan segir að því miður hafi vatnsmagn og vatns- gæði ekki verið næg til þess að hægt væri að halda áfram á þeim stað. Samherji á í viðræðum við nýsköp- unarfyrirtækið CarbFix um það hvort það sjái sér hag í því að nýta borholur og rannsóknir við sína starfsemi, sem er að binda koldíoxíð í náttúrunni. Hluti afurðanna fullunninn Ylsjórinn frá Reykjanesvirkjun dró athygli Samherja þangað, eins og fyrr segir. Jón Kjartan segir að að- staðan við virkjunina sé góð. Landið liggi lágt og sé með gott aðgengi að sjó. Starfsmenn fyrirtækisins þekki hvernig hægt er að nýta sjó við þess- ar aðstæður. Ekki hefur verið gengið endanlega frá staðsetningu stöðvar- innar. Jón Kjartan segir að fyrir- tækið hafi augastað á landinu sunnan við virkjunina. Þorsteinn Már sagði á kynningunni að spennandi verði að leggja saman þekkingu HS Orku og Samherja. Sagðist hann sannfærður að með því yrði Samherji fremsta fyrirtækið í landeldi í heiminum. Áformað er að byggja allt að 40 þúsund tonna landeldi á laxi í þremur áföngum á næstu ellefu árum. Byggð verður seiðastöð og ker fyrir áfram- eldi. Jón Kjartan segir gert ráð fyrir að komið verði upp aðstöðu til slátr- unar á laxi en frekari vinnsla og pökkun verði annars staðar á Suð- urnesjum. Af því tilefni segir hann að Samherji vinni afurðir sínar yfirleitt meira en minna. Því verði hluti laxa- framleiðslunnar flakaður fyrir út- flutning en hann segir ekki ljóst nú hversu stór hluti það verði. Í fyrsta áfanga stöðvarinnar er gert ráð fyrir 10 þúsund tonna fram- leiðslu. Frumvinnsla á laxi og pökkun er mannaflsfrek starfsemi. Þannig er gert ráð fyrir að bein störf við eldi og frumvinnslu í fyrsta áfanga verði um eitt hundrað og annað eins í afleidd- um störfum. Þá munu fjölmörg störf verða við uppbygginguna. Framleiða 100 tonn á dag Vinna við matsferli, leyfismál og hönnun er hafin og samkvæmt áætl- unum Samherja fiskeldis mun seiða- eldi hefjast í upphafi árs 2023 og áframeldi og vinnsla á afurðunum á árunum 2024 og 2025. Áætluð fjárfesting í fyrsta áfanga er 17 milljarðar króna og hefur stjórn Samherja ákveðið að leggja verkefninu til 7,5 milljarða króna. Í öðrum áfanga bætast við 10 þús- und tonn af laxi og í þeim þriðja 20 þúsund tonn. Þegar framleiðslan verður komin upp í 40 þúsund tonn, árið 2032 ef allt gengur samkvæmt áætlun, mun þessi stöð framleiða að meðaltali rúmlega 100 tonn af laxi á dag, alla daga ársins. Heildarfjárfesting er áætluð 45 milljarðar króna og er áformað að leita til fleiri fjárfesta þegar kemur að stækkun stöðvarinnar. Ylsjórinn dró Samherja á Reykjanes - Aðstæður til landeldis eru góðar í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun - Áformað að hefja starf- semi eftir tæp tvö ár - Slátrað verður 100 tonnum af laxi á dag þegar stöðin verður að fullu komin í notkun Tölvugerð mynd/Samherji Reykjanes Landeldi felst í eldi á laxi í kerum á landi. Notaður er sjór og ferskvatn og mikill tæknibúnaður. Sam- herji þarf að koma upp yfir 100 risastórum eldiskerjum til að framleiða 40 þúsund tonn af laxi á ári. Jón Kjartan Jónsson Fiskeldi Andlit stöðvarinnar mun blasa við vegfarendum um Reykjanes. HS Orka vill nýta afgangs- strauma frá virkjunum sínum í Svartsengi og á Reykjanesi. Skilgreindur hefur verið Auð- lindagarður utan um þá starf- semi. Reiknað er með að fyrir- tæki sem þar fái aðstöðu nýti ekki aðeins rafmagn eða heitt vatn frá virkjununum heldur einnig aðra orkustrauma. Þekktasta fyrirtækið í Auð- lindagarðinum er Bláa lónið í Svartsengi. Við Reykjanes- virkjun er fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm sem framleiðir senegalflúru til útflutnings. Fiskþurrkunarfyrirtækin Haustak og Laugafiskur telj- ast einnig til þess hluta Auð- lindagarðsins. Nú stefnir í að langstærsta fyrirtækið, landeldisstöð Samherja fisk- eldis, bætist við. Jafnframt er HS Orka að stækka Reykja- nesvirkjun úr 100 í 130 mega- vött. Nýta afgangs- strauma AUÐLINDAGARÐURINN Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reykjanesvirkjun Virkjunin er miðjan í Auðlindagarðinum. Samherji fiskeldi mun sía frá- rennsli frá landstöðinni á Reykjanesi og framleiða úr því afurðir sem geta nýst í auð- lindagarðinum eða annars stað- ar. Grænmetisræktun er einn af möguleikunum. Jón Kjartan Jónsson fram- kvæmdastjóri sagði á kynning- arfundi í Hljómahöllinni í gær að það væri mikið fyrirtæki að hreinsa frárennslið og vinna úr efninu. Telur hann að afurðir sem framleiddar eru í slíku um- hverfi verði eftirsóttari en aðrar afurðir. Við laxeldið verða not- aðir ýmsir auðlindastraumar, svo sem raforka, kalt vatn og yl- sjór frá Reykjanesvirkjun. Þá nefnir Jón að hægt verði að kaupa súrefni frá framleiðanda vetnis. Hreinsa frárennslið ALLT NÝTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.