Morgunblaðið - 17.06.2021, Side 20

Morgunblaðið - 17.06.2021, Side 20
20 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2021 vfs.is SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is EIN RAFHLAÐA + öll verkfæri fyrir garðinn, heimilið og bílskúrinn dag og hverja einustu stund myndað nýja ríkisstjórn, hefði verið fyrir því stuðningur, en sú var bara aldrei raunin,“ segir Guðni. Utanþingsstjórnin, undir forsæti Björns Þórðarsonar, tók við völdum í desember 1942 og sat fram yfir stofnun lýðveldisins árið 1944. „Sveinn og Björn sáu báðir fyrir sér að þetta væri neyðarlausn í nokkrar vikur, en óeiningin var of mikil. Her- mann og Ólafur voru báðir miklir leiðtogar og á milli þeirra brann heitur eldur sem gerði þinginu ómögulegt að mynda starfhæfa rík- isstjórn, þótt fleira hafi líka komið til.“ Óeining á hinni helgustu stund Hinn 17. júní 1944, þegar lýðveldi var stofnað, var því enn við lýði rík- isstjórn sem var mynduð nánast í óþökk þingsins. Og það dró dilk á eftir sér. „Það er angi af þessari sögu, að Ólafi Thors fannst Sveinn hafa farið freklega út fyrir valdsvið sitt sem ríkisstjóri með myndun ut- anþingsstjórnarinnar, og að um leið væri Sveinn of ákafur að setja mark sitt á stjórnmálin. Þannig að leynt og ljóst vann Ólafur Thors að því að þingið kysi annan mann sem fyrsta forseta Íslands, hann vildi ekki að Sveinn yrði forseti,“ segir Guðni. Hann segir að þar hafi nafn Sig- urðar Eggerz, fyrrverandi þing- manns og forsætisráðherra, borið á góma, en Sigurður hafi verið ófús til þess. „Þannig að þegar 17. júní rennur upp má heita nokkuð ljóst að Sveinn Björnsson muni ná kjöri, en óljóst hvort hann fái meirihlutafylgi þingmanna,“ segir Guðni, en Sveinn hafði hugsað sér að hann myndi ekki þiggja embættið nema með meiri- hlutastuðningi þingsins. „Og atkvæðagreiðslan verður söguleg, því að þeir sem fylgdust með henni á Þingvöllum eða fréttu af henni í afspurn hugsuðu í for- undran hvað gengi á,“ segir Guðni. „Því Sveinn Björnsson fær jú flest atkvæði, en Jón Sigurðsson fær all- mörg og svo er nokkuð um auða seðla.“ Guðni segir að fólk hafi hváð nokkuð við og spurt hvaða Jón Sig- urðsson þetta væri, en hann var þá skrifstofustjóri Alþingis. „Og þetta þótti almenningi hneisa, að þegar mest á riði að sýna einingu við stofn- un lýðveldis, hefði þingið ekki getað komið sér saman um kosningu fyrsta forseta Íslands, fyrir utan að þingið hafði ekki getað skipað land- inu ríkisstjórn. 17. júní 1944 var að þessu leytinu til ekki stærsta stund- in í sögu Alþingis,“ segir Guðni. „Og þetta sýnir að saga jafnvel merk- ustu og virðingarmestu atburða í sögu þjóðarinnar er ekki saga ein- ingar frá upphafi til enda.“ Guðni leggur áherslu á að þessa sögu verði að segja eins og hún hafi verið. Það hafi ekki verið Sveini að kenna að þingið gat ekki komið sér saman um myndun ríkisstjórnar eða um kjör forsetans. Ekki megi þó heldur missa sjónar á því að stofnun lýðveldis í miðri stórstyrjöld hafi verið mikið afrek. „Og við sem á eft- ir komum getum þakkað fyrir, að þegar á allt er litið voru teknar rétt- ar ákvarðanir, og hugrekki sýnt í verki.“ Setti „R“ á kaffistellið Í ríkisstjóratíð sinni setti Sveinn ýmis fordæmi sem marka enn for- setaembættið, og má meðal annars nefna það að kaffibollar og und- irskálar embættisins eru merkt með merki ríkisstjórans, þar sem stórt R hvílir á íslenskum fána. „Ég hygg að Sveinn hafi talið að heiti þjóðhöfðingjans til frambúðar yrði síðar meir „ríkisforseti“, og því hafi hann talið sér óhætt að láta út- búa borðbúnaðinn fyrir ríkisstjór- ann, en hafa verður í huga, að þegar við tökum æðsta valdið í okkar hendur í apríl 1940 vitum við ekkert hvernig styrjöldinni muni lykta,“ segir Guðni. Hann bendir á að Bjarni Bene- diktsson eldri hafi sagt í Morg- unblaðinu 11. apríl 1940 að Ísland væri enn konungsríki, og að í fyll- ingu tímans myndi konungur taka aftur við völdum þegar Alþingi teldi skilyrði til þess vera fyrir höndum. En þrátt fyrir að vilji manna hafi staðið til að færsla konungsvaldsins í apríl 1940 yrði tímabundin, þróuð- ust mál fljótlega á þann veg, að menn sáu að ekki yrði snúið aftur til fyrra horfs. Guðni nefnir að einn möguleiki hefði verið að hér yrði áfram ríkisstjóri, sem ríkti í nafni konungs, en svipað fyrirkomulag tíðkast í Kanada, Ástralíu, Nýja- Sjálandi og fleiri löndum, sem að nafninu til tilheyra enn bresku krúnunni. „Það dofnaði hins vegar hratt yfir þeirri framtíðarsýn, og eftir því sem leið á árin 1943-1944 varð spurningin hvort, en ekki hve- nær, lýðveldi yrði stofnað.“ Ömuðust við „dönsku“ húsi Eitt af því, sem þegar var orðið ljóst þegar Sveinn Björnsson var kjörinn ríkisstjóri, var að bústaður hans yrði að Bessastöðum, en Sig- urður Jónasson, forstjóri og at- hafnamaður, gaf ríkinu jörðina ein- ungis örfáum dögum fyrir kjörið. Guðni segir að Sigurður hafi verið maður stórra hugmynda, sem ekki hafi alltaf náð að verða að veruleika. „Sigurður keypti jörðina 1940 af Björgúlfi Ólafssyni lækni, og Sig- urður hafði stór áform um búskap, einhvers konar iðnað og jafnvel hafnargerð hér.“ Ekki var búið að hrinda miklu í framkvæmd af þeim hugmyndum þegar heitar umræður spunnust vorið 1941 um hvar hinn væntanlegi ríkisstjóri ætti að búa. „Nokkrir staðir komu til álita. Sumir höfðu augastað á Laugarnesspítala, veg- legu húsi sem síðar brann, og aðrir nefndu ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu,“ segir Guðni. Tveir staðir hafi hins vegar helst þótt hæfa hinu nýja embætti, annars vegar Bessastaðir, og hins vegar Fríkirkjuvegur 11, hið veglega hús sem Thor Jensen lét reisa. „Það er glæsilegt hús, en hafði tengingu við Thors-ættina og hinn danska Thor Jensen, sem olli sumum hugar- angri.“ Hinn valmöguleikinn voru Bessa- staðir, sem áttu sér merka sögu. „Jörðin var í eigu Snorra Sturluson- ar á 13. öld og hér var skólasetur á 19. öld þegar Sveinbjörn Egilsson sat hér og þýddi Hómerskviður, Schiller, Goethe og fleiri. Þá var Jónas Hallgrímsson meðal skóla- pilta. Þannig að hér var virðulegur staður og fallegt bæjarstæði, falleg náttúra, en sumum þótti staðurinn fulllangt frá Reykjavík, og um árabil voru Bessastaðir einnig tákn hins erlenda kúgunarvalds,“ segir Guðni. Því hafi orðið harðar umræður um hvort rétt væri að æðsti valdamaður íslenska ríkisins sæti einnig á stað sem tengdist erlendu valdi svo mjög. Sigurður Jónasson bauð hins veg- ar ríkinu Bessastaði að gjöf, í skipt- um fyrir að fá aftur þann kostnað sem hann hafði lagt í endurbætur. „Þetta þótti höfðinglegt boð, og því urðu Bessastaðir fyrir valinu. Sveinn Björnsson og Georgía kona hans flytja hingað á Bessastaði um haustið 1941 og þá þegar er ljóst að þau tjalda ekki til einnar nætur,“ segir Guðni. Íslenskir stjórnmála- og embættismenn hafi þá þegar séð fyrir sér að annaðhvort ríkisstjóri eða íslenskur þjóðhöfðingi muni sitja á Bessastöðum. „Þannig að hér er ráðist í gagngerar endurbætur og reynt að gera staðinn hæfan til þess að hýsa ríkisstjóra og taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum.“ „Ég held nú að vel hafi tekist við staðarvalið, og tek eftir að erlendum gestum finnst mikið til staðarins koma,“ segir Guðni. „Víða erlendis er aðsetur þjóðhöfðingjans með öðr- um brag, lokað af og fjarri ósnort- inni náttúru.“ Morgunblaðið/Eggert Gaf jörðina Guðni stendur hér við málverk af Sigurði Jónassyni, sem gaf ís- lenska ríkinu jörðina Bessastaði í júní 1941, skömmu fyrir ríkisstjórakjörið. Ljósmynd/Forseti Íslands Bessastaðir Hörð umræða var vorið 1941 um hvar tilvonandi ríkisstjóri ætti að búa og urðu Bessastaðir fyrir valinu. Fyrstu íbúarnir á Bessastöðum settust þar að á landnámsöld, og segir á heimasíðu forsetaembættisins að búseta hafi verið þar óslitið síðan. Þess er getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar að Snorri Sturluson hafi búið þar á þjóðveldisöld, en eftir andlát hans 1241 sló Noregskonungur eign sinni á staðinn, og var staðurinn um langa hríð bústaður fyrir æðstu full- trúa erlends valds á Íslandi. Á árunum 1805 til 1845 var skólahald á Bessastöðum, allt þar til hann fluttist til Reykjavíkur, en Menntaskólinn í Reykjavík rekur sögu sína til hans. Meðal þeirra sem búið hafa á Bessastöðum síðan eru skáldið og þingmaðurinn Grímur Thomsen, en við hann er kennd Thomsen-stofa húss- ins. Skúli Thoroddsen, ritstjóri og alþingismaður, og kona hans Theodóra Thoroddsen skáldkona keyptu Bessastaði 1898 og bjuggu þar rausnarbúi með börnum sínum tólf til ársins 1908. Sigurður Jónasson forstjóri keypti Bessastaði árið 1940 og hann afhenti síðan íslenska ríkinu staðinn að gjöf árið 1941, líkt og rakið er hér að ofan. Bessastaðastofa leit þá öðruvísi út en hún gerir í dag, en hér má sjá ljós- mynd sem sýnir hvernig þeir litu út þegar Sigurður keypti staðinn. Hann sjálfur stendur þar í anddyri hússins. Síðan þá hafa margvíslegar viðbætur og endurbætur verið gerðar á húsinu, þar á meðal framhlið þess. Samfelld búseta frá landnámi BESSASTAÐIR Ljósmynd/Vigfús Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.