Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 11
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 9 Í bandarískum sjónvarpsþætti um útgjöld þar var þingmaður repúblíkana spurður hvernig hann gæti sagt að útgjöld hækkuðu þegar demókratar héldu fram gagnstæðu sjónarmiði. Hann svaraði að útgjöldin hækkuðu á mælikvarða ríkisútgjalda en ekki nóg á mælikvarða demókrata. Er ekki málum háttað á svipaðan veg hér? Annars vegar er um að ræða mælikvarða ríkisútgjalda og hins vegar mælikvarða sem stjórnarandstaðan smíðar til að gera ríkisstjórn og einstaka ráðherra tortryggi- lega. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í suðvestur-kjördæmi er formaður efnahags- og viðskiptanefndar alþingis. Þann sagði í upphafi ræðu sinnar við 2. umræðu um fjármálaáætlunina að þar væri gert ráð fyrir að ríkisútgjöld yrðu um 212 milljörðum kr. hærri árið 2022 en gert væri ráð fyrir í fjárlögum ársins 2017. Hækkunin næmi 2,5 milljónum kr. að raun- virði á hverja íslenska fjölskyldu. Útgjöld til heilbrigðismála verða 34 milljörðum kr. hærri að raungildi árið 2022 en árið 2017. „En samkvæmt þeim umræðum sem hafa átt sér stað í allan dag og í allt kvöld þá mætti helst halda að hér væri blóðugur niðurskurðarhnífur á lofti,“ sagði Óli Björn. Er þetta ekki einnig einkenni umræðna um útgjöld til málaflokksins utan þings? Undir þessa aukningu útgjalda til heilbrigðismála fellur ekki stofnkostnaður. Í ræðu sinni sagði formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins sem fjallar meðal annars um skattamál að auðvitað mætti gagnrýna fjármálaáætlunina frá ýmsum hliðum og margir teldu líklega of langt gengið í útgjöldum í henni, að vöxtur útgjalda væri orðinn „hættulega mikill, sérstaklega miðað við þær efnahagslegu aðstæður“ sem við blöstu um þessar mundir. Engu að síður væri ætlunin að lækka skatta þó ekki væri það mikið. Í þingumræðum um áætlunina var því hreyft hvort eðlilegt væri að ríkið stæði í samkeppni á smásölumarkaði með verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig var óskað eftir að skoðað yrði hvort nýta ætti fé sem bundið væri í samgöngumannvirkjum ríkisins á Keflavíkurflugvelli til að festa í vegagerð. Hugmyndir af þessu tagi urðu til þess að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þing- maður vinstri-grænna, spurði: „Selja bara allt undan okkur hér vegna þess að það má ekki skattleggja auðmagnið í landinu?“ Þingmenn vinstri-grænna lögðu til að heildarskattheimta hækkaði um 334 milljarða kr. frá 2018 til 2022, það er um 50 til 70 milljarða kr. á hverju ári. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir upplýsti Lilja Rafney ekki hvernig ætti að standa að þessari skatt- heimtu. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þingmenn vinstri-grænna lögðu til að heildarskattheimta hækkaði um 334 milljarða kr. frá 2018 til 2022, það er um 50 til 70 milljarða kr. á hverju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.