Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 56
54 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
Tillaga Theresu May, forsætisráðherra Breta, um
að rjúfa þing og efna til kosninga var samþykkt
neðri málstofu breska þingsins 19. apríl 2017
með 522 astkvæðum gegn 13. Kosningarnar
fóru fram 8. júní 2017, hefði þingið ekki verið
rofið gat það setið til 7. maí 2020.
Tilgangur forsætisráðherrans var að styrkja
stöðu sína í viðræðum við Evrópusambandið
vegna úrsagnar Breta úr því. Fyrir kosningarnar
hafði hún 12 þingsæta meirihluta á þingi, vildi
hún stækka hann. Vopnin snerust í höndum
May. Í stað þess að fjölga þingmönnum flokks
síns tapaði hún 13, fékk 318 kjörna sem dugði
henni ekki til að mynda meirihlutastjórn.
Ríkisstjórn þarf 326 þingmenn af 650 til að
njóta meirihluta. May tók upp viðræður við
smáflokk sambandssinna á Írlandi, Democratic
Union Party (DUP), til að tryggja sér fylgi 10
þingmanna hans. Með stuðning flokksins að
baki myndaði May minnihlutastjórn föstudag-
inn 9. maí.
Íhaldsflokkurinn hlaut 42,4% atkvæða en Verka-
mannaflokkurinn 40% og jók þingmannafjölda
sinn um 30. Fylgi Íhaldsmanna jókst um 5,5%
miðað við kosningarnar 2015 en Verkamanna-
flokksins um 9,5%. Þykir þetta til marks um að
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins,
höfði betur til kjósenda en áhirfamanna innan
eigin flokks þar sem hann hefur átt undir högg
að sækja.
Theresa May sætir gagnrýni innan eigin flokks
vegna þess hve illa henni tókst að halda á
málum í kosningabaráttunni. Þegar þing
var rofið sýndu sumar kannanir um 20 stiga
forskot Íhaldsflokksins gagnvart Verkamanna-
flokknum. Því er spáð að hún verði ekki langlíf í
leiðtogasætinu.
Hér birtist hluti greinar sem Norman Tebbit (86
ára) ritaði á vef breska blaðsins Telegraph föstu-
daginn 9. júní. Tebbit var á sínum tíma náinn
samstarfsmaður Margaret Thatcher, leiðtoga
Íhaldsflokksins, og sat í ríkisstjórn hennar 1981
til 1987.
Norman Tebbit segir:
Snemma í apríl sýndu mælingar stórkostlegt
forskot Íhaldsflokksins og Theresu May
persónulega, þær hlutu að vekja freistingu
í augum margra og kröfu um að flýta þing-
kosningum. May og nánustu vinir hennar í
stjórnmálunum féllu fyrir þessari freistingu.
Hún var svo vitlaus að láta freistast en ekki nóg
með það hún kaus að hafa furðulega langa
kosningabaráttu og gaf þar með alltof mikinn
tíma fyrir hluti til að fara úr skorðum.
Eftir sveitarstjórnakosningarnar 5. maí sem
réttilega var lýst sem „sigurkvöldi fyrir Íhalds-
menn“ í The Telegraph. Þeir hefðu skilið
„Verkamannaflokkinn eftir í sárum“. May hlýtur
að hafa vænst þess að njóta annars sigurkvölds
fimmtudaginn 8. júní.
Hún áttaði sig þó ekki á því að það var Íhalds-
flokkurinn sem barðist til sigurs í sveitarstjórna-
kosningunum, einkum vegna staðbundinna
mála; seinni mistökin voru að skipuleggja
kosningabaráttuna svona illa.
Kosningar
Vopnin snerust í höndum
Theresu May
Theresa May, forstærisráðherra Bretlansds. (Mynd: BBC)