Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 25

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 25
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 23 fram ef meirihluti þingsins samþykkti skipan dómara. Ekki sé hins vegar búið að greiða atkvæði í þingflokki Pírata um vantraustið en fréttastofa Ríkisútvarpsins hafði það eftir Jóni Þór að meirihlutavilji sé í þingflokknum fyrir slíkri tillögu. Alþingi gekk frá skipan dómara á grunni tillögu dómsmálaráðherra en Píratar stóðu ekki við „hótun“ um vantraust. Aldrei hefur komið fram af hverju. Annað hvort var hótunin innantóm og merkingarlaus eða ekki meirihluti meðal Pírata fyrir því að leggja tillögu um vantraust fram, sem verður að teljast ólíklegt. Hótanir um vantraust var ekki það eina sem reynt var. Fylgitungl Pírata utan þingsins boðuðu mótmæli fyrir utan þing- húsið í tvo daga í röð. Mótmælin runnu út í sandinn vegna áhugaleysis og hægt var að telja mótmælendur á fingrum beggja handa. Ekki í fyrsta skipti Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Píratar hafa haft uppi stór orð um vantraust. Því fékk Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, að kynnast árið 2012. Miðstjórn Ungra jafnaðarmanna lýsti yfir vantrausti á Ástu Ragnheiði, eftir að hún hafði greitt atkvæði gegn því að vísa frá tillögu um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde. Frávísuninni var ætlað að koma í veg fyrir að tillagan um afturköllun fengi þinglega meðferð. Ásta Ragnheiður sat undir harðri gagnrýni frá samherjum sínum vegna afstöðu sinnar og fékk fremur kaldar kveðjur og engan stuðning frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur, gömlum samherja, samverkakonu og vinkonu úr Þjóðvaka. Birgitta Jónsdóttir, sá sér leik á borði en hún var þá þingmaður Hreyfingarinnar enda Píratar ekki komnir fram á sjónarsviðið. Í viðtali við Egil Helgason, lýsti Birgitta því yfir að hún stæði fyrir undirskriftasöfnun meðal þingmanna til að lýsa vantrausti á forseta Alþingis. Skömm forsetans var ekki aðeins að hafa staðið gegn frávísun heldur fremur að hafa sett tillöguna um afturköllun ákærunnar á dagskrá þingsins. Birgitta sagðist vera misboðið: „Ég byrjaði nú bara á þessum undirskriftalista eftir atkvæðagreiðsluna en það eru komnir aðilar úr þremur flokkum. Ég mun ekki birta nöfnin nema okkur takist að fá 32.“ Listinn var aldrei birtur. Tillaga um vantraust á forseta kom aldrei fram. „… því að ég er svo hrædd“ Í mars 2013 lagði Þór Saari fram vantrausts- tillögu á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þá var Þór félagi Birgittu í Hreyfingunni. Hann var í framboði fyrir Pírata í síðustu kosningum og er fulltrúi þeirra í bankaráði Seðlabankans. Í stuttri greinargerð sagði Þór að „vantrausts- tillaga sem hér er lögð fram beinist gegn ríkisstjórninni þar sem hún situr í umboði meirihluta þingsins, en þingið getur ekki afgreitt frumvarp til stjórnskipunarlaga byggt á þeim drögum sem samþykkt var að leggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá og samþykkt voru með yfirgnæfandi meiri hluta í þjóðar- atkvæðagreiðslu 20. október 2012“. Eins og við var að búast studdi Birgitta vantrauststillöguna en aðeins í veki. Hjarta hennar sló með vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, eins kom fram þegar Birgitta gerði grein fyrir atkvæði sínu: „Ég vona þó að þetta já mitt verði ekki til þess að fella ríkisstjórnina, eins fáránlega og það hljómar, einfaldlega út af því að ég er svo hrædd við þetta ferli.“ Vorið 2016 var hart sótt að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra eftir að upplýst var að eiginkona hans ætti eignar- haldsfélagið Wintris Inc. sem er skráð á Bresku Jómfrúreyjum. Pólitískir andstæðingar Sigmundar Davíðs runnu á blóðlyktina, - töldu tækifæri til að koma pólitísku höggi á forsætisráðherra og jafnvel rothöggi, ef vel tækist til. Helgi Hrafn Gunnarsson, þing- maður Pírata, var fljótur að lýsa því yfir að óhugsandi væri að forsætisráðherra sæti áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.