Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 63

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 63
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 61 Rand Paul, þingmaður í öldungadeild Banda- ríkjaþings, skrifaði pistil á vef Reason tímarit- sins þann 20. júní sl. þar sem hann fjallaði um kosti þess að annars vegar eiga í viðskiptum við Kúbu eða hins vegar útfæra viðskipta- bannið frekar. Paul er líkt og faðir hans, Ron Paul, fv. fulltrúardeildar-þingmaður frá Texas, þekktur frjálshyggjumaður og talsmaður frjálsra viðskipta. „Þetta er ekki bara spurning um Kúbu, heldur á það sama við um Íran, Rússland og Kína,“ segir Paul í grein sinni (í lauslegri þýðingu) og veltir því upp hvort rétt sé að eiga viðskipti við þessi ríki eða hvort réttar sé að halda að sér höndum og stöðva öll viðskipti í þeirri von að breyta hegðun þessara þjóða (eða leiðtoga þeirra). Hann minnir á að í meira en hálfa öld hefur verið í gildi viðskiptabann á Kúbu og bendir á að þeir Castro bræður (Fidel og bróðir hans Raúl sem nú er forseti) hafi ekki einungis komist ágætlega af heldur hafi þeir nýtt bannið sér til framdráttar. Þeir bræður hafi óspart notað áróðurstæki ríkisins til að telja fólki trú um að það væri Bandaríkjunum að kenna að það væri skortur á vörum og gæðum í landinu og þar með forðast það að benda á hinn raunverulega sökudólg, sósíalismann. „Viðskiptabannið gerði ekkert til að sigra Castro, nákvæmlega ekkert,“ segir Paul í grein sinni. Þá segir hann að viðskiptabannið hafi í raun fært Castro aukin völd yfir almenningi í landinu og þá að öllum líkindum tækifæri til að ílengja valdasetu sína. „Ég er sjaldan sammála Obama en það má þó hrósa honum fyrir þau litlu skref sem hann steig í átt til bættra samskipta við Kúbu,“ segir Paul. „Ákvörðun hans um að leyfa aukin ferðalög og viðskipti við Kúbu hafa orðið til þess að Bandaríkjamenn sækja landið eins og aldrei fyrr. Ferðalög þeirra til landsins er í raun birtingarmynd á þeim auð sem bandarískur kapítalismi býr til. Hver dollari sem verður eftir í höndum og veskjum leigubílstjóra, hótelstarfsfólks, þjónustustarfsfólks og annarra íbúa er áminning um það hvað bíður þeirra ef þau hafna sósíalismanum. Við getum ekki dreift lýðræði með valdi, eins og við höfum rekið okkur á aftur og aftur í utanríkisstefnu okkar. En við getum sýnt heiminum kapítalismann í verki, flutt hann út með fólki og vörum og þannig unnið rökræðuna án þess að hleypa af svo mikið sem einni byssukúlu.“ Þá rifjar Paul upp að á æskuárum sínum hafi hann og fjölskylda hans verið miklir and- stæðingar kommúnismans, og séu það enn, en jafnframt á móti því að opna á viðskipti við „Rauða Kína“ eins og það var kallað þá. „Þar höfðum við þó rangt fyrir okkur,“ segir Paul. Hann segir að vissulega séu leifar af sósíalisma í Kína, en fáir geti þó mótmælt því að landið sé bæði kapítalískara og frjálsara en það var áður en Bandaríkin stofnuðu til stjórnmála- og viðskiptasambands. „Í stað þess að fela kapítalismann á bakvið misheppnað viðskiptabann ættum við að rífa niður alla veggi sem fela í sér viðskiptahömlur og um leið opna í auknari mæli fyrir ferðalög og viðskipti,“ segir Paul. Rand Paul, þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings. „Við getum ekki dreift lýðræði með valdi, eins og við höfum rekið okkur á aftur og aftur í utanríkisstefnu okkar. En við getum sýnt heiminum kapítalismann í verki, flutt hann út með fólki og vörum og þannig unnið rökræðuna án þess að hleypa af svo mikið sem einni byssukúlu.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.