Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 12
10 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
Umræður um skattamál vegna fjármála-
áætlunarinnar snerust einkum um hvort
ferðaþjónustan ætti að greiða jafn háan
virðisaukaskatt og aðrar atvinnugreinar.
Gagnrýnendur þessara áforma töldu að
hækkun skattsins græfi undan atvinnu-
greininni, helsta vaxtarbroddi efnahagslífsins
um þessar mundir. Aðrir bentu á koma yrði
straumi ferðamanna í viðráðanlegan farveg,
30% fjölgun ár eftir ár yrði til vandræða og
hefði í raun neikvæð áhrif.
IV.
Hvað sem segja má um gerð fjármála-
áætlunarinnar, aðferðina við afgreiðslu
hennar á alþingi eða efni hennar er fram-
lagning hennar í krafti laganna um opinber
fjármál markvert spor við stjórn ríkisfjármála.
Óttist menn að hlutur embættismanna aukist
við ákvarðanir um niðurstöðu fjárlaga með
þessum nýju vinnubrögðum eru áformin
um að breyta vinnubrögðum þingmanna
og auka sérfræðiþekkingu á ríkisfjármálum
innan þings eðlileg viðbrögð við þeim ótta.
Þingmenn setja sig þó aldrei betur inn í mál
en þeir sjálfir ákveða. Umræður þeirra um
dægurmál í upphafi þingfunda undir mis-
munandi dagskrárliðum benda til að einföld
mál og fyrirsagnir frétta eða viðleitni til að
bregða neikvæðu ljósi á andstæðinga þyki
meira spennandi en að rýna í skýrslur og
skjöl til málefnalegra umræðna.
Aðferðin sem mótuð var við afgreiðslu
fjármálaáætlunarinnar þegar allar fagnefndir
þingsins voru virkjaðar við gerð umsagna
eftir að hafa kallað ráðherra og aðra á fund
sinn gefur öllum þingmönnum færi á að kynnast
efni fjárlaga betur en áður hefur verið.
Í lok þings er birt tölfræði til að gefa mynd
af störfum þess. Hún lýsir þó ekki nefndar-
störfunum sem öðlast sífellt meira vægi í
þingstörfunum. Tölfræði segir ekki heldur
neitt um hvað ræðukóngar hafa til málanna
að leggja enda segir reynslan að efni málsins
ráði sjaldan þegar menn biðja um orðið um
allt milli himins og jarðar. Beinar sjónvarps-
útsendingar kalla menn sem þrá athygli í
ræðustólinn. Einhvern tíma var spurt hvort
ekki mætti stytta fundartíma þingsins með
því að setja þá sem detta í þennan pytt í
stillimyndina.
V.
Þingmenn tókust á við nýmæli með afgreiðslu
fjármálaáætlunarinnar. Sama gerðu þeir á
lokadegi þingsins þegar þeir greiddu atkvæði
um dómara í Landsrétt, nýjan millidómstól,
sem tekur til starfa í haust.
Dómnefnd gerði tillögu um 15 dómara til
Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Hún ákvað að skipta út fjórum af þessum
15 og gerði tillögu um nýja menn. Stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd alþingis ræddi
tillögu ráðherrans og stjórnaði nýliði meðal
þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Njáll Trausti
Friðbertsson, úr norðaustur-kjördæmi,
afgreiðslu málsins í nefndinni en Sjálfstæðis-
þingmaðurinn, Brynjar Níelsson, vék af
formannsstóli og úr nefndinni við afgreiðslu
málsins þar sem eiginkona hans var í hópi
dómaraefna í tillögu ráðherrans.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.