Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 42
40 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
Margir stjórnmálamenn taka þessa tvo risa-
banka sem dæmi þegar rætt er um aðskilnað
viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Hvorki
Bear Sterns né Lehman Brothers stunduðu þó
viðskiptabankastarfsemi og hrun þeirra hefur
að mati McDonald ekkert að gera með það
hvort að bönkum sé heimilt að starfa í senn
sem viðskiptabankar og fjárfestingarbankar.
Hún telur í grein sinni að frekar þurfi að horfa
til þess af hverju svo margir viðskiptabankar
hrundu sem raun ber vitni.
Léleg vinnubrögð bankanna
urðu þeim að falli
Að mati McDonald má helst rekja vanda
bankanna til þess að þeir voru búnir að lána
of mikið til byggingaframkvæmda, kaupa
á landi og húsnæðislána á þeim tíma sem
húsnæðismarkaðurinn hrundi.
Hún rekur fall tveggja viðskiptabanka,
IndyMac og Washington Mutual, sem báðir
féllu árið 2008. Fall þeirra má rekja til illa
ígrundaðrar lánastefnu á húsnæðismarkaði.
Báðir bankarnir höfðu einblítt á lán til
fasteignakaupa á Flórída og í Kaliforníu, hvar
húsnæðisverð lækkaði fyrst.
Umsvifamestu viðskipti IndyMac áttu sér stað
við veitingu fasteignalána. Bankinn lánaði
mikið fasteignakaupa án þess að tryggja veð
og seldi síðan lánin áfram í formi flókinna
skuldabréfavafninga. Bankinn krafðist ekki
mikillar pappírsvinnu af hálfu viðskiptavina
og framkvæmdi ekki fullgilt greiðslumat á
greiðslufærni þeirra. Síðar kom á daginn að
lántakendur stóðu ekki undir lánagreiðslum,
sem hafði það í för með sér að bankinn stóð
ekki undir greiðslum á þeim skuldabréfa-
vafningum sem hann hafði sjálfur gefið út.
IndyMac rak aðeins 33 útibú á landsvísu og
hafði ekki næg innlán til að standa undir
þessum viðskiptum. Um þriðjungur tekna
bankans hafði komið frá opinberum íbúðar-
lánasjóð (Federal Home Loan Bank) en þegar
sú lánalína lokaðist var spilið búið. Grunnur-
inn að falli bankans var annars vegar kolröng
aðferðafræði við veitingu lána og hins vegar
glæfraleg viðskipti við útgáfu skuldabréfa-
vafninga til að fjármagna sig. Bankinn
stundaði þó enga fjárfestingarbankastarf-
semi og undir Glass-Steagall löggjöfinni hefði
bankanum verið heimilt að stunda fyrrnefnd
viðskipti með sama hætti.
Bandaríski risabankinn Lehman Brothers féll um miðjan september 2008, eftir að hafa ofmetið verðmæti viðskipta- og
fasteignalána í safni sínu og vanmetið stórlega áhættu í fjárstýringarstefnu sinni. Þetta kom í ljós þegar brestir í reiknings-
skilum bankans voru afhjúpaðir. Hrun Lehman Brothers skók fjármálakerfi út um allan heim og eftirmálarnir af hruni
bankans teygðu anga sína til m.a. til Íslands.