Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 33
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 31
Munu án nokkurs vafa
ná sér vel á strik
Líklegasta niðurstaðan úr viðræðum Bret-
lands og Evrópusambandsins um útgöng-
una er víðtækur fríverzlunarsamningur. Ef
viðræðurnar renna þá ekki út í sandinni fyrst.
Samhliða þeim eru Bretar í óformlegum
viðræðum um fríverzlun við tugi ríkja um
allan heim. Þá einkum helztu samveldislönd-
in.4 Bretar verða því ekki á flæðiskeri staddir
strandi viðræðurnar við sambandið.
Viðskipti á milli Evrópusambandsins og Bretlands
munu halda áfram hvort sem samningar nást eða
ekki í tengslum við útgönguna. Viðskipti snúast
fyrst og fremst um framboð og eftirspurn þó
fríverzlunarsamningar, sem snúast aðallega
um að stjórnmálamenn fjarlægi eða dragi
úr viðskiptahindrunum sem þeir hafa sjálfir
komið á, hjálpi mjög til í þeim efnum.
Ekki má gleyma því að Evrópusambandið á
ekki minni hagsmuni undir því að samningar
náist um sem greiðastan gagnkvæman
markaðsaðgang á milli Bretlands og sam-
bandsins. Þar vega til að mynda þungt hags-
munir þýzkra bifreiðaframleiðenda. Takist
samningar ekki mun það vafalítið að mínu
áliti koma verr niður á Evrópusambandinu en
Bretum til lengri tíma litið.
Vert er að hafa huga í því sambandi að
Evrópusambandið er í grunninn tollabanda-
lag sem snýst fyrst og fremst um það að
vernda framleiðslu sem fram fer innan
bandalagsins gegn utanaðkomandi sam-
keppni og er þannig í eðli sínu andstæða
fríverzlunar. Evrópusambandið hefur þannig
til þessa ekki lagt mikla áherzlu á fríverzlunar-
samninga nema þá af illri nauðsyn.
Misheppnaðar fríverzlunarviðræður við
Bandaríkin voru þannig til að mynda ekki
hafnar af hálfu Evrópusambandsins vegna
einlægs áhuga á fríverzlun heldur í hálfgerri
örvæntingu í kjölfar alþjóðlegu efnahag-
skrísunnar. Enda er sambandið hnignandi
efnahagsveldi.5 Bretar eru hins vegar og hafa
verið í aldir hnattrænt hugsandi. Ekki sízt
þegar kemur að viðskiptum.
Fyrir vikið eru allar líkur á því að Bretland nái
sér vel á strik eftir útgönguna úr Evrópusam-
bandinu. Einkum til lengri tíma litið. Hvort
sem samningar við sambandið nást eða
ekki. Þegar árangur Breta utan Evrópusam-
bandsins verður öllum ljós reynir síðan fyrst
á það fyrir alvöru hvort fleiri ríki sambandsins
eiga eftir að fylgja í kjölfarið og endurheimta
frelsi sitt og sjálfstæði.
Höfundur er sagnfræðingur og
alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í
alþjóðasamskiptum).
Heimildir:
1 „New poll suggests more than two thirds of people
‘now support Brexit’“. Telegraph.co.uk 15. maí 2017.
http://www.telegraph.co.uk/news/2017/05/15/two-
thirds-voters-now-support-brexit/
2 „Labour in chaos as Corbyn campaign chief suggests
left-wing MPs may form new party “. Telegraph.co.uk 2.
júlí 2017. http://www.telegraph.co.uk/news/2017/07/02/
labour-chaos-corbyn-campaign-chief-suggests-left-
wing-mps-may/
3 Þar er átt við Douglas Carswell sem var eini þing-
maður Brezka sjálfstæðisflokksins (UKIP) sem náði kjöri
í þingkosningunum 2015 en hann sat áður á þingi fyrir
Íhaldsflokkinn.
4 Þar er einkum um að ræða Kanada, Ástralíu, Nýja-
Sjáland og Indland. Þá hafa fjömörg önnur ríki, eins og
Bandaríkin, Kína og Japan, lýst yfir áhuga á fríverzlun við
Breta eftir að þeir hafa yfirgefið Evrópusambandið.
5 „Europe’s glory days at an end, warns Juncker“. Tel-
egraph.co.uk 22. október 2015. http://www.telegraph.
co.uk/news/worldnews/europe/eu/11949038/Europes-
glory-days-at-an-end-warns-Juncker.html
Ísland gæti mögulega byggt tengsl sín við Evrópusambandið eftirleiðis á
nútímalegum víðtækum fríverzlunarsamningi á hliðstæðum nótum og
samið yrði um á milli Bretlands og sambandsins.