Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 75

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 75
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 73 Líkt og fram kemur í greinargerð með þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland þá er, sem betur fer, ólíklegt að hernaðarógn steðji að Íslandi. Byggir það mat meðal annars á grein- ingum Atlantshafsbandalagsins. Hins vegar, eins og sömuleiðis kemur fram í greinar- gerðinni, er hernaðarógn af þeim toga að fullveldi og sjálfstæði þjóðar er stefnt í hættu og því þarf að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Sem herlaus þjóð gerum við það best með samningum við önnur ríki – í okkar tilviki með tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin og aðild að Atlantshafsbandalaginu, auk þess sem við verðum að gæta þess að innlendur viðbúnaður, líkt og stuðningur við erlenda heri, sé fyrir hendi. Þá þarf ávallt að meta stöðu og horfur í öryggis- og varnarmálum með reglubundnum hætti og kveða lögin um þjóðaröryggisráð á um hlutverk ráðsins í þeim efnum. Ég tel að sýna þurfi ítrustu árvekni við mat á hernaðarógn og teldi rétt að þjóðaröryggisráð léti leggja nýtt mat á hana og aðra áhættuþætti. Skiljanlega er aðallega horft til suðurs og austurs í þeim efnum en einnig hafa sjónir beinst að Norður Atlantshafi á nýjan leik. Í yfirlýsingu leiðtogafundar Atlantshafsbanda- lagsins í fyrra er tekið fram að þar verði bandalagið tilbúið til að beita fælingar- og varnarmætti gegn hvers kyns hugsanlegri ógn, þar á meðal á siglingaleiðum og hafs- væðum í nágrenni NATO-ríkja. Í þessu sam- hengi muni bandalagsríkin styrkja flota sína enn frekar sem og árvekni, eftirlit og grein- ingu á stöðu mála á norðanverðu Atlantshafi. Rússneski flotinn hefur í auknum mæli verið á kreiki á Norður Atlantshafi á síðustu árum - reyndar eftir langt tímabil þar sem hann var lítt eða ekki á ferð, hvorki herskip hans né kafbátar. Í endurnýjunaráætlun fyrir rússneska Norðurflotann hefur smíði kjar- norkuknúinna kafbáta, sem bera eldflaugar með kjarnaodda sem draga heimsálfa á milli, fengið forgang. Í þessum kafbátum Norðurflot- ans, sem haldið er úti í Barentshafi, er geymdur stór hluti kjarnorkuherafla Rússlands. „... við verðum að gæta þess að innlendur viðbúnaður, líkt og stuðningur við erlenda heri, sé fyrir hendi. Þá þarf ávallt að meta stöðu og horfur í öryggis- og varnarmálum með reglubundnum hætti og kveða lögin um þjóðaröryggisráð á um hlutverk ráðsins í þeim efnum.” Búast verður við að í stefnu Rússa sé miðað við að framvarnir eldflaugakafbáta í norðurhöfum geti náð suður í GIUK hliðið svonefnda. Það er herfræðilegt hugtak sem nær yfir hafsvæðin milli Grænlands og Íslands, Íslands og Færeyja og Færeyja og Bretlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.