Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 52

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 52
50 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Svæðisþing Mot Pèlerin samtakanna í Seoul Þrír Íslendingar, sem allir tengjast RNH, Gísli Hauksson stjórnarformaður, Hannes H. Gissurarson rannsóknastjóri og Jónas Sigurgeirsson framkvæmdastjóri, sóttu svæðisþing MPS, Mont Pèlerin samtakanna, í Seoul í Suður-Kóreu 7.–10. maí 2017. MPS eru alþjóðleg samtök frjálslyndra fræði- manna og stuðningsmanna einstaklingsfrelsis, sem þeir Friedrich A. von Hayek, Frank H. Knight, Ludwig von Mises, Karl R. Popper, Milton Fried- man og fleiri stofnuðu í Sviss vorið 1947. Á meðal fyrirlesara í Seoul voru margir kunnir fræðimenn, þar á meðal Nóbelsverðlauna- hafarnir Vernon Smith og Lars Peter Hansen og hagfræðingarnir prófessor Israel Kirzner, sérfræðingur um frumkvöðla og framkvæmda- menn, og prófessor John B. Taylor, sem Taylor-reglan um peningastefnu er kennd við. Vaclav Klaus, fyrrverandi forseti Tékk- lands, og Hwang Kyo-ahn, starfandi forseti Suður-Kóreu, ávörpuðu þingið, en svo vildi til, að forsetakjör fór fram í Kóreu á næstsíðasta degi þingsins, 9. maí. Umræðuefnin á svæðisþinginu voru fjölmörg, þar á meðal hagvöxtur og ójöfn tekjudreifing, félagslegar bætur og skatt- lagning, hið alþjóðlega fjármálakerfi, öryggis- mál á Kóreuskaga og kóreska hagkerfið. Hannes var umsegjandi þriggja fyrirlestra um hagþróun í Kóreu í samanburði við önnur lönd. Hann tók undir það, sem kom fram í fyrirlestrum á svæðisþinginu, að hagþróun í Kóreu gengi kraftaverki næst. Í byrjun sjöunda áratugs 20. aldar var Suður-Kórea eitt fátækasta land heims, en nú er hagkerfi þess hið 11. stærsta í heimi. Árið 1950 var landsframleiðsla á mann (sem er algengasti mælikvarðinn á lífskjör) um 1% af meðal- landsframleiðslu á mann í löndum OECD, Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunar- innar. Þá skall á Kóreustríðið, en í því féllu hálf önnur milljón manna, og 40% iðnaðarins var lagður í rústir. En árið 1970 var landsframleiðsla á mann komin upp í 14% af meðaltalinu í lönd- um OECD og árið 2016 upp í 85%. Hannes taldi, að velgengni Kóreumanna hefði orðið þrátt fyrir ríkisafskipti, sem voru veruleg í landinu, aðallega fram undir 1960, en ekki vegna þeirra. Hann benti á, að vel- gengni lítilla ríkja væri ekki síst vegna þess, að þau væru oftast mjög samleit og samstæð (homogeneous), gagnkvæmt traust mikið og gagnsæi verulegt. Þetta skýrði tvímæla- laust að miklu leyti velgengni Norðurlanda, sem hefðu auk þess ætíð stutt réttarríkið og stundað alþjóðaviðskipti. Hagkerfi þeirra hefðu verið opin. Hannes sagði, að fríverslun- Ráðstefnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.