Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 87

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 87
ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 85 Ants Oras var fæddur í Eistlandi árið 1900, en landið var þá hluti Rússaveldis. Hann nam enskar bókmenntir við háskólana í Tartu, Leipzig og Oxford. Oras kenndi fræðigreinar sínar við háskólana í Tartu og Helsinki, auk þess sem hann varð umsvifamikill þýðandi. Honum tókst að flýja ásamt konu sinni til Svíþjóðar árið 1943, en bókin segir frá hörmungum eistnesku þjóðarinnar frá því að griðasáttmáli Hitlers og Stalín er undir- ritaður sumarið 1939, innrás Rauða hersins í kjölfarið, fólskuverkum Sovétmanna í landinu og því næst innrás þýskra þjóðernissósíalista 1941 og glæpum þeirra gegn landsmönnum. Oras lést í Flórída í Bandaríkjunum 1982 og lifði því ekki að sjá land sitt frelsað undan oki ráðstjórnarinnar. Bók hans Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum er engin skemmtisaga, heldur „átakanleg harm- saga“ eins og séra Sigurður kemst að orði í inngangi. Sagan segir af því hvernig friðsæl, hámenntuð og athafnasöm smáþjóð verður fyrir skefjalausu grimmdaræði. Lýsingarnar á Eistlandi geta að miklu leyti, að breyttu breytanda, átt við um hernám Sovétmanna og síðar þýskra þjóðernissósíalista í Lettland og Litháen. Þessi þrjú ríki höfðu öðlast sjálf- stæði árið 1918, sama ár og Ísland. Á árunum milli stríða höfðu lífskjör batnað stórum og þegar komið var fram á ofanverðan fjórða áratuginn var Eistland orðið jafnoki Norður- landanna í mennta- og menningarefnum. Frelsið hafði orðið þjóðinni aflvaki framfara á öllum sviðum. Lýsingar Oras á þeim hörmungum sem fylgdu innrás Sovétmanna eru svo skelfilegar að ég varð reglulega að leggja bókina frá mér. Sem dæmi má nefna vitnar hann á einum stað í bréf sem bóndakona skrifar börnum sínum, en þessi kona hafði verið flutt til að vinna þrælavinnu langt austur í Rússlandi, ásamt tugþúsundum Eistlendinga. Hún skrifar: „... þeir neyða mig til að ganga hálfbogna alla daginn og snúa mó tólf tíma á dag, dag eftir dag, og að bera mókörfur á öxlunum ... ég hef alltaf verk í bakinu, og nú hefur hann líka sett sig í brjóstið“. Þessar lýsingar voru þó hátíð miðað við vosbúðina sem flestir hinna brottfluttu máttu þola. Langflestir lifðu aðeins skamma hríð og fyrst til að láta lífið voru ung börn og gamalmenni. Margir voru látnir þræla í námum á heimskautasvæðum Síberíu. Í bréfi eins Eistlendings heim segir að þeir hafi mátt sofa í ösku og á morgnana hafi klæði þeirra jafnan verið frosin við jörðina: „Mennirnir dóu umvörpum, en nýir fangar bættust sífellt í skörðin.“ (bls. 91). Stór hluti fanganna lést af völdum harðræðis og vosbúðar veturinn 1941–42. Um 400 eistneskir liðsforingjar höfðu sem dæmi verið sendir til að þræla í námum í Úkhta í Rúss- landi. Aðeins 35 þeirra voru lifandi um vorið. Líkin voru ekki jörðuð heldur þeim fleygt út fyrir girðingar þrælabúðanna. Grimmdarverk innrásarhersins jukust dag frá degi. Sjálfur kveðst Oras eiga erfitt með að hafa eftir þær pyntingaraðferðir sem landar Ants Oras var fæddur í Eistlandi árið 1900, en landið var þá hluti Rússaveldis. Hann nam enskar bókmenntir við háskólana í Tartu, Leipzig og Oxford. Honum tókst að flýja ásamt konu sinni til Svíþjóðar árið 1943. Oras lést í Flórída í Bandaríkjunum 1982 og lifði því ekki að sjá land sitt frelsað undan oki ráðstjórnarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.