Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 22
20 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
Lærum af reynslunni
Svíar gengu í gegnum efnahagsþrengingar
við upphaf tíunda áratugarins, ekki ósvipaðar
þeim sem Íslendingar hafa kynnst vel af eigin
raun. Efnahagsuppsveifla með lausbeisluðum
ríkisfjármálum, óábyrgri launastefnu, háu
vaxtastigi og ósjálfbærri styrkingu krónunnar
sem grefur að lokum undan útflutnings-
greinum getur snögglega snúist í efnahags-
lægð og gengisveikingu. Ólíkt Íslendingum,
drógu Svíar lærdóm af sínum þrengingum,
áttuðu sig á orsakavöldum og breyttu
gagngert vinnubrögðum sínum. Böndum
var komið á launahækkanir og endurspegla
þær nú undirliggjandi verðmætasköpun í
hagkerfinu. Með því er samkeppnishæfni
þjóðarbúsins tryggð. Þá settu Svíar reglur
um opinber fjármál og breið samstaða hefur
myndast bæði á þingi sem og utan þess um
mikilvægi þess að ríkisfjármálin séu ábyrg
og vinni gegn hagsveiflunni. Svipaða sögu
má segja af Dönum og Norðmönnum sem
gengu í gegnum efnahagslægð á svipuðum
tíma og tóku hagstjórnina föstum tökum í
framhaldinu.
Það væri óskandi að Íslendingar drægju
áþekkan lærdóm af fyrri hagstjórnarmistökum.
Ný lög um opinber fjármál munu vonandi
stuðla að bættum vinnubrögðum við
afgreiðslu fjárlaga. Þar þarf að tryggja að
aðhaldsstig hins opinbera haldist nægjanlegt
á tímum góðæris. Það er forsenda þess að
stjórnvöld geti búið í haginn þegar vel árar
og um leið spornað gegn ósjálfbærri þenslu
og þannig dregið úr tíðum og harkalegum
sveiflum.
Það er vonandi að á vinnumarkaði takist að
innleiða breytt vinnubrögð í anda þess sem
Norðurlöndin starfa eftir. Ábyrgðin er sérstak-
lega mikil nú hjá aðilum vinnumarkaðarins.
Mikil hætta er á að enn og aftur missum við
tökin á toppi hagsveiflunnar. Okkur hefur
reynst erfiðara en öðrum þjóðum að halda
haus þegar gangurinn er góður og það
virðist gleymast að hagsveiflan fer bæði upp
sem og niður. Það sem gefur þó tilefni til
bjartsýni er góð staða þjóðarbúsins -
sparnaður heimila og fyrirtækja er í sögu-
legum hæðum, við eigum rúman gjaldeyris-
varaforða og skuldir þjóðarbúsins hafa
sjaldan verið lægri. Það er vonandi að við
getum spilað rétt úr þeirri sterkri stöðu sem
nú er komin upp. Annað væri að endurtaka
fullreynd mistök fortíðar.
Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs
Samtaka atvinnulífsins
Í 40 mánuði samfleytt hefur verðbólga
mælst að meðaltali umtalsvert undir
verðbólgumarkmiði á sama tíma og
Seðlabankinn hefur lítið kvikað frá
aðhaldssamri peningastefnu.
Nú er svo komið að raunvaxtamunur
við helstu viðskiptalönd er í kringum
4,5% sem svipar til þess sem var að
mælast hér á þensluárunum síðustu.