Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 26

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 26
24 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Fréttastofa ríkisins upplýsti landsmenn um að vantrauststillaga hefði „komið til tals innan allra stjórnarandstöðuflokkanna á þingi“. Tekið var fram að flokkarnir hefðu ekki „rætt saman formlega um sameiginlega vantraust- stillögu“. Birgitta Jónsdóttir var afdráttarlaus í viðtali á vef Hringbrautar og lýsti því yfir að enginn vafi leiki á því að hún „muni beita sér fyrir því að vantrauststillaga verði lögð fram á hendur Sigmundi Davíð“. Vantraust á Sigmund Davíð var ekki lögð fram en Árni Páll Árnason var fyrsti flutnings- maður þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokk. Tillagan var lögð fram 7. apríl en auk Árna Páls, þáverandi formanns Samfylkingar- innar stóðu Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata. Enn og aftur vantraust Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði ekki tekið við stjórnartaumunum þegar Birgitta hvatti til vantrausts. Á fésbóksíðu sinni hvatti hún Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, til að „krefjast kos- ninga að nýju og lýsa fyrirfram yfir vantrausti á væntanlega ríkisstjórn sína“: „Óttarr getur gert þetta áður en yfir líkur en ég væri til í að leggja fram vantraust um leið og ríkisstjórnin kemur saman á nýju þingi. Þingflokkur Pírata mun ræða þetta allt saman á eftir og væntanlega senda frá sér einhverja yfirlýsingu í dag.“ Nokkrum vikum síðar boðaði Píratinn, Björn Leví Gunnarsson, enn eina tillöguna um van- traust, eftir að hafa sakað Bjarna Benedikts- son forsætisráðherra um lygar og alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart þingi og þjóð. Eftir að þing fór í sumarfrí í byrjun júní skrifaði sami þingmaður grein sem Kjarninn. is birti. Hann hélt því fram að á Alþingi sé „ofbeldisumhverfi“: „Þingið er umhverfi þar sem hótanir ganga fram og til baka. Beint og óbeint.“ Björn Leví var ekki að vitna til reglubundinna „hótana“ Pírata um að leggja fram vantraust á einstaka ráðherra eða ríkisstjórnir – hótana sem ekki er staðið við. Hann var að vitna til þess að meirihluti þingsins réði framgangi mála og hefði dagskrárvaldið. Hér skal látið liggja á milli hluta hvort ekki sé eðlilegt að vilji meiri hluta þingsins nái fram að ganga. Það liggur hins vegar fyrir að stjórnarand- staðan kom í veg fyrir afgreiðslu fjölmargra mála, með „hótunum“ um málþóf. Björn Leví telur slíkt ekki merki um „ofbeldisumhverfi“. Hluti af slagorðum pírata fyrir kosningarnar. Fæst þeirra hafa raunverulega þýðingu þegar á reynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.