Þjóðmál - 01.06.2017, Side 26
24 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
Fréttastofa ríkisins upplýsti landsmenn um
að vantrauststillaga hefði „komið til tals innan
allra stjórnarandstöðuflokkanna á þingi“.
Tekið var fram að flokkarnir hefðu ekki „rætt
saman formlega um sameiginlega vantraust-
stillögu“.
Birgitta Jónsdóttir var afdráttarlaus í viðtali
á vef Hringbrautar og lýsti því yfir að enginn
vafi leiki á því að hún „muni beita sér fyrir því
að vantrauststillaga verði lögð fram á hendur
Sigmundi Davíð“.
Vantraust á Sigmund Davíð var ekki lögð
fram en Árni Páll Árnason var fyrsti flutnings-
maður þingsályktunartillögu um vantraust á
ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokk. Tillagan var lögð fram 7. apríl en auk
Árna Páls, þáverandi formanns Samfylkingar-
innar stóðu Katrín Jakobsdóttir, formaður VG,
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og
Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata.
Enn og aftur vantraust
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar
og Bjartrar framtíðar hafði ekki tekið við
stjórnartaumunum þegar Birgitta hvatti til
vantrausts.
Á fésbóksíðu sinni hvatti hún Óttarr Proppé,
formann Bjartrar framtíðar, til að „krefjast kos-
ninga að nýju og lýsa fyrirfram yfir vantrausti
á væntanlega ríkisstjórn sína“:
„Óttarr getur gert þetta áður en yfir líkur en
ég væri til í að leggja fram vantraust um leið
og ríkisstjórnin kemur saman á nýju þingi.
Þingflokkur Pírata mun ræða þetta allt
saman á eftir og væntanlega senda frá sér
einhverja yfirlýsingu í dag.“
Nokkrum vikum síðar boðaði Píratinn, Björn
Leví Gunnarsson, enn eina tillöguna um van-
traust, eftir að hafa sakað Bjarna Benedikts-
son forsætisráðherra um lygar og alvarlegt
trúnaðarbrot gagnvart þingi og þjóð.
Eftir að þing fór í sumarfrí í byrjun júní
skrifaði sami þingmaður grein sem Kjarninn.
is birti. Hann hélt því fram að á Alþingi sé
„ofbeldisumhverfi“:
„Þingið er umhverfi þar sem hótanir ganga
fram og til baka. Beint og óbeint.“
Björn Leví var ekki að vitna til reglubundinna
„hótana“ Pírata um að leggja fram vantraust
á einstaka ráðherra eða ríkisstjórnir – hótana
sem ekki er staðið við. Hann var að vitna til
þess að meirihluti þingsins réði framgangi
mála og hefði dagskrárvaldið. Hér skal látið
liggja á milli hluta hvort ekki sé eðlilegt að
vilji meiri hluta þingsins nái fram að ganga.
Það liggur hins vegar fyrir að stjórnarand-
staðan kom í veg fyrir afgreiðslu fjölmargra
mála, með „hótunum“ um málþóf. Björn Leví
telur slíkt ekki merki um „ofbeldisumhverfi“.
Hluti af slagorðum pírata fyrir kosningarnar. Fæst þeirra hafa raunverulega þýðingu þegar á reynir.