Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 80
78 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017 Tollheimtuhúsið, verðum við að játa, getur á einstakan hátt náð fram mannúðarmark- miðum. Það felur í sér her af framkvæmdastjórum, aðstoðarframkvæmdastjórum, eftirlitsmönn- um, fleiri eftirlitsmönnum, tollurum, yfir-mönnum deilda, skrifstofufólki, talningar- fólki, upprennandi talningarfólki, svo ekki sé minnst á útsendarana; og hlutverk þessa flókna vélaverks er að framkvæma neikvæða aðgerð á iðkun manna, sem má draga saman með orðinu hindra. Taktu eftir að ég segi ekki að markmiðið sé að skattleggja, heldur hindra. Að koma í veg fyrir – ekki verknað sem er andstæður góðu siðferði og allsherjarreglu – heldur viðskipti sem í sjálfu sér eru ekki bara skaðlaus heldur geta stuðlað að friði og góðu sambandi meðal þjóða. Engu að síður er mannkynið svo sveigjan- og teygjanlegt að því hefur alltaf tekist að komast yfir þessar hindranir. Og þá heyrum við að á vinnumarkaðinum sé offramboð. Ef þú hindrar fólk frá því að ná sér í lífsviður- værið frá útlöndum mun það framleiða það heima. Vinnan við það er erfiðari og meiri þrekraun en lífsviðurværisins þarf að afla. Ef þú kemur í veg fyrir að maður gangi dalinn mun hann klífa hæðirnar. Vegurinn er lengri og erfiðari en hann þarf að komast á áfangastað. Það er skömm að þessu en nú komum við að því sem er beinlínis fáránlegt. Þegar lögin búa til hindranir og samfélagið þarf að komast yfir þær þá er verið að draga úr þeirri vinnu sem gæti farið í eitthvað annað og þá er ekki lengur heimilt að krefjast umbóta. Ef þú bendir á hindrunina er þér sagt frá öllum þeim störfum sem hún hefur skapað. En ef þú svarar því til að störfin hafi ekki verið búin til heldur var hliðrað er þér svarað með hefðbundnu ákalli talsmanna hindrana, „Fátækin ein er örugg og blasir við; þegar kemur að því sem auðgar okkur er öllu erfiðara að benda á það.“ Þetta minnir mig á kínverska sögu sem nú verður sögð. Í Kína voru tveir stórir bæir, Tchin og Tchan. Stórkostlegur siglingaskurður sameinaði þá. Keisaranum fannst við hæfi að skipa svo fyrir að stórgrýti yrði hent í skurðinn og hann gerður gagnslaus. Þegar Kouang, æðsti embættismaður hans, sá þetta sagði hann: „Sonur himnanna! Þetta eru mistök!“ Keisarinn svaraði honum þá: „Kouang, þú ferð með fleipur.“ Þetta var inntak samræða þeirra. Að loknum þremur mánuðum sendi hinn háttvirti keisari eftir embættismanni sínum og sagði við hann: „Sjáðu, Kouang!“ Kouang opnaði augu sín og leit á. Hann sá fjöldan allan af mönnum að störfum nokkuð frá skurðinum. Sumir grófu í burtu jarðveg, aðrir fylltu upp í holur, jöfnuðu jörði- na og lögðu stíga. Og embættismaðurinn, sem var vel menntaður, sagði við sjálfan sig: „Þeir eru að leggja þjóðveg.“ Að öðrum þremur mánuðum liðnum sendi keisarinn aftur eftir embættismanni sínum og sagði: „Sjáðu!“ Og Kouang gerði það. Hann sá þjóðveginn tilbúinn, og frá einum enda hans til annars sá hann áfangastaði fyrir ferðalanga. Hópar ferðalanga, vagna og annarra komu og fóru, og óteljandi Kín- verjar, aðframkomnir af þreytu, báru þungar byrðar fram og til baka frá Tchan til Tchin. Og Kouang sagði við sjálfan sig, „Það var eyði- legging skurðarins sem veitti þessu aumingja fólki vinnu.“ Sú hugsun hvarflaði aldrei að honum að vinnan var einfaldlega dregin úr öðrum iðnaði. Þrír mánuðir í viðbót liðu, og keisarinn sagði við Kouang: „Sjáðu!“ Og Kuoang gerði það. Hann sá að áfangastaðirnir voru fullir af ferðalöngum og til að sinna þeim voru komnir slátrarar og bakarar, og verslanir sem seldu matvæli. Hann sá líka að þörfin fyrir klæðnað leiddi til framboðs af klæðskerum, skósmiðum og þeirra sem selja sólhlífar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.