Þjóðmál - 01.06.2017, Blaðsíða 70
68 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
„Fjárfesting er það sem drífur áfram efnahag landsins, eykur framleiðslugetu og myndar undirstöðu velferðar okkar,“ sagði
Rannveig Rist á ársfundi Samál í maí. Rannveig hefur starfað sem forstjóri Ísal (álversins í Straumsvík) frá árinu 1996.
(Mynd: Samál)
Stóriðja
Erlend fjárfesting kom
hreyfingu á hlutina
Það kvað við óvæntan tón í upphafi erindis
Rannveigar Rist, stjórnarformanns Samáls og
forstjóra Ísal, á ársfundi Samáls í maí.
„Byrjum á því að fara í ferðalag aftur til ársins
974,“ sagði hún.
„Árið 974 bjuggu 70 þúsund manns á
Íslandi, sem er ótrúlega há tala miðað við
hversu stutt var liðið frá landnámi. Ekki
höfðu myndast þéttbýlisstaðir og útgerð var
á róðrarbátum. 900 árum síðar, árið 1874,
hafði Íslendingum ekkert fjölgað. Þéttbýlis-
kjarnar höfðu ekki myndast að neinu ráði og
útgerðin var ekki enn á vélknúnum bátum.“
Rannveig sagði að um aldamótin 1900 hafi
nútíminn byrjað að ryðja sér til rúms.
„Erlend fjárfesting á Íslandi er það sem kom á
hreyfingu á hlutina,“ benti Rannveig á.
„Fyrsti stóri bankinn á mælikvarða þess tíma,
Íslandsbanki, var stofnaður með dönsku og
norsku hlutafé árið 1904. Í kjölfar þess má
segja að iðnbyltingin hafi borist til Íslands
hálfri annarri öld eftir að hún hafði tekið að
breyta þjóðfélögum Vesturlanda. Stofnun
banka varð aðaluppspretta fjármagns fyrir
vélvæðingu íslenska fiskiskipaflotans.“
Önnur umskipti urðu á sjöunda áratugnum.
„Við þekkjum öll söguna af Búrfellsvirkjun.
Skilyrði fyrir lánveitingu til Íslands fyrir
þeirri risaframkvæmd á þeim tíma var orku-
sölusamningur við álverið í Straumsvík,” sagði
Rannveig.
„Þetta var jafnframt stærsta skrefið sem
stigið hafði verið í uppbyggingu iðnaðar hér
á landi. Ef ekki hefði tekist að reisa Búrfells-