Þjóðmál - 01.06.2017, Side 52
50 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2017
Svæðisþing Mot Pèlerin
samtakanna í Seoul
Þrír Íslendingar, sem allir tengjast RNH, Gísli
Hauksson stjórnarformaður, Hannes H.
Gissurarson rannsóknastjóri og Jónas
Sigurgeirsson framkvæmdastjóri, sóttu
svæðisþing MPS, Mont Pèlerin samtakanna,
í Seoul í Suður-Kóreu 7.–10. maí 2017.
MPS eru alþjóðleg samtök frjálslyndra fræði-
manna og stuðningsmanna einstaklingsfrelsis,
sem þeir Friedrich A. von Hayek, Frank H. Knight,
Ludwig von Mises, Karl R. Popper, Milton Fried-
man og fleiri stofnuðu í Sviss vorið 1947.
Á meðal fyrirlesara í Seoul voru margir kunnir
fræðimenn, þar á meðal Nóbelsverðlauna-
hafarnir Vernon Smith og Lars Peter Hansen
og hagfræðingarnir prófessor Israel Kirzner,
sérfræðingur um frumkvöðla og framkvæmda-
menn, og prófessor John B. Taylor, sem
Taylor-reglan um peningastefnu er kennd
við. Vaclav Klaus, fyrrverandi forseti Tékk-
lands, og Hwang Kyo-ahn, starfandi forseti
Suður-Kóreu, ávörpuðu þingið, en svo vildi til,
að forsetakjör fór fram í Kóreu á næstsíðasta
degi þingsins, 9. maí.
Umræðuefnin á svæðisþinginu voru
fjölmörg, þar á meðal hagvöxtur og ójöfn
tekjudreifing, félagslegar bætur og skatt-
lagning, hið alþjóðlega fjármálakerfi, öryggis-
mál á Kóreuskaga og kóreska hagkerfið.
Hannes var umsegjandi þriggja fyrirlestra um
hagþróun í Kóreu í samanburði við önnur
lönd. Hann tók undir það, sem kom fram í
fyrirlestrum á svæðisþinginu, að hagþróun
í Kóreu gengi kraftaverki næst. Í byrjun
sjöunda áratugs 20. aldar var Suður-Kórea
eitt fátækasta land heims, en nú er hagkerfi
þess hið 11. stærsta í heimi. Árið 1950 var
landsframleiðsla á mann (sem er algengasti
mælikvarðinn á lífskjör) um 1% af meðal-
landsframleiðslu á mann í löndum OECD,
Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunar-
innar. Þá skall á Kóreustríðið, en í því féllu hálf
önnur milljón manna, og 40% iðnaðarins var
lagður í rústir. En árið 1970 var landsframleiðsla
á mann komin upp í 14% af meðaltalinu í lönd-
um OECD og árið 2016 upp í 85%.
Hannes taldi, að velgengni Kóreumanna
hefði orðið þrátt fyrir ríkisafskipti, sem voru
veruleg í landinu, aðallega fram undir 1960,
en ekki vegna þeirra. Hann benti á, að vel-
gengni lítilla ríkja væri ekki síst vegna þess,
að þau væru oftast mjög samleit og samstæð
(homogeneous), gagnkvæmt traust mikið
og gagnsæi verulegt. Þetta skýrði tvímæla-
laust að miklu leyti velgengni Norðurlanda,
sem hefðu auk þess ætíð stutt réttarríkið og
stundað alþjóðaviðskipti. Hagkerfi þeirra
hefðu verið opin. Hannes sagði, að fríverslun-
Ráðstefnur